Vikan


Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 5

Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 35, 1944 5 FRAMHALDSSAGA Poirot og lœknirinn ----------- Sakamálasaga eftir Agatha Christie 18 Við þögðum báðir um stund. „Já, meðan ég man,“ sagði ég. „Ég er með skilaboð til yðar frá systur minni. Stigvélaskór Halphs Paton voru svartir, ekki brúnir.“ Ég virti hann vandlega fyrir mér, er ég sagði honum þetta, og mér sýndist ég sjá augnabliks glampa í augum hans. Hafi svo verið, þá sást hann ekki nema hálfa sekúndu. „Er hún alveg viss um, að þeir hafi verið svartir?" „Alveg!" „Ah!“ sagði Poirot. „Það var leiðiniegt." Og honum virtist vera alvara. Hann útskýrði þetta ekkert nánar, en hóf strax máls á nýju umræðuefni. „Er það mjög ónærgætið, ef ég spyr yður um erindi ungfrú Russells, ráðskonunnar, er hún kom til yðar á föstudagsmorguninn — auðvitað ekki það, sem varðaði veikindi hennar?" „Alls ekki,“ sagði ég. „Þegar faglegu hliðinni á samtali okkar var lokið, töluðum við í nokkrar mínútur um eitur, og hverjar tegundir þess væru auðveldastar fyrir lækna að finna í dauðsföll- um — og um eiturlyfjanautn og eiturlyfjaneyt- endur." „Og þá sérstaklega um kokain?" spurði Poirot. „Hvernig gátuð þér vitað það?" spurði ég hissa. 1 stað þess að svara, stóð litli maðurinn upp, gekk þvert yfir gólfið og tók blað úr stafla, sem lá þar á borðinu. Það var „Dagblaðið", dagsett föstudag, 16. september. Hann sýndi mér í því grein um kokainsmyglun. Það var nokkuð vel skrifuð grein, skrifuð með það fyrir augum að hafa mikil áhrif. „Þetta gaf henni hugmyndina um kokainið, vinur minn," sagði hann. Eg ætlaði að fara að spyrja hann nánar, því að ég skildi ekki til fullnustu, við hvað hann átti, en í sömu svifum opnuðust dyrnar, og Geoffrey Raymond kom inn, kátur og fjörugur eins og venjulega. Hann heilsaði okkur báðum hjartanlega. „Hvernig líður yður, læknir? Herra Poirot, þetta er í annað skipti, sem ég kem hingað í dag. Mér var mikið í mun að hitta yður." „Það er víst bezt að ég fari," sagði ég hálf- aumingjalega. „Ails ekki mín vegna, læknir. Það er aðeins þetta," hélt hann áfram og settist, er Poirot benti honum á það. „Ég ætla að bera hér fram smá játningu." „Er það svo?“ sagði Poirot með kurteislegum áhuga. „Það hefir raunverulega enga þýðingu. En satt að segja hefir samvizkubitið þjáð mig síðan í gær, er þér ásökuðuð okkur öll um að leyna einhverju. Ég játa hér með sekt mína, Poirot; ég hefi leynt dálitlu fyrir yður.“ „Og hvað er það, herra Raymond?" „Eins og ég sagði, þá hefir það enga þýðingu — aðeins þetta. Ég var orðinn skuldugur, og þetta, sem mér var ánafnað, barg mér á síðustu stundu, svo að ég gat greitt skuldir mínar og samt átt dálítinn afgang." Hann brosti til okkar beggja, þessu blátt áfram brosi, sem gerði það að verkum, að öllum geðjað- ist svo vel að honum. „Þér vitið hvernig því er farið. Tortryggnis- lega útlítandi lögreglumenn — það er ekki svo þægilegt að játa þeim, að maður sé ekki svo sérstaklega vel stæður fjárhagslega — maður Forsaga: Shepphard læknir segir söguna. Sjúklingur hans, frú Ferrars, hefir látizt á dularfullan hátt, og Caroline, systir læknisins, heldur því fram, að hér sé um að ræða sjálfsmorð, framið af ótta við óþekktan fjárplógsmann. Shepphard segir frá kunningsskap sinum við Roger Ackroyd, ríkan mann, sem býr á Femly Hall. Ralph Paton er uppeldisson- ur Ackroyds. Shepphard fréttir hjá Ack- royd, að frú Ferrars hafi játað, skömmu fyrir dauða sinn, að hún hefði gefið manni sínum eitur, og þess vegna væri hún ofsótt af einhverjum, sem vissi það. Sama kvöld og Ackroyd segir Shepphard þetta er hann myrtur. Enginn veit, hver hringdi til Shepp- ards og sagði honum frá morðinu. Sheppard hefir skömmu áður kynnzt Hercule Poirot, hinum fræga leynilögreglumanni, sem nú er nábúi hans. Flóra Ackroyd, bróðurdóttir hins myrta manns, fær Poirot til þess að taka að sér rannsókn málsins, eftir að Raglan, lögreglufulltrúi á staðnum, hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að Paton, sem hvarf að heiman sama kvöld, sé morðing- inn, en þau eru trúlofuð, Flóra og Paton. Annað fóik á Femly, auk þjónustufólks- ins er: Frú Ackroyd, móðir Flóra; Geoffrey Raymond, einkaritari Ackroyds, og Blunt majór, Afríkufari og vinur Ackroyds. Poirot tekur eftir því í rannsóknarskýrslu lögreglufulltrúans, að ein manneskja getur ekki fyllilega staðfest framburð sinn. Það er herbergisþeman, Ursula Boume. Hann lætur Sheppard rannsaka fortíð hennar, en á meðan fer hann í heimsókn til systur hans, Caroline, og tekst aðfáhjáhenni ýms- ar upplýsingar, sem áður hafði verið haldið leyndum fyrir honum. Poirot reynir nú að fá vitneskju um það, hvar Ralph Paton sé niður kominn, en enginn, ekki einu sinni Flora, veit það. Hann biður einnig alla þá, sem dvelja á Femley Hall að segja sér satt og leyna engu, en fær engar undirtektir. Þeir Poirot og Sheppard komast að þeirri niðurstöðu, að amerískur eiturlyfjasali hafi verið á ferðinni hjá Femly Hall á sama tíma og morðið var framið. en sjá ekki, að neitt samband geti verið milli hans og Ack- royds. Ásökun Poirots um það, að fólkið leyni allt eitthvað fyrir sér, ber fljótlega þann árangur, að frú Ackroyd játar fyrir Sheppard, að hún hafi verið að hnýsast í erfðaskrá Ackroyds. heldur, að það muni fremur kasta grun á sig en hitt. Én eiginlega var þetta heimskulegt af mér, því að við Blunt vorum í. knattborðsstof- unni frá því klukkuna vantaði kortér í tíu og þar á eftir, svo að minn framburður var full- sannanlegur, og ég þurfti ekkert að óttast þess vegna. En samt fann ég til hálfsgerðs samvizku- bits, og mér fannst, að ég yrði að segja yður þetta.“ Hann stóð aftur upp og brosti til okkar. „Þér eruð mjög skynsamur ungur maður," sagði Poirot og kinkaði kolli til hans með viður- kenningu. „Þér skiljið, að þegar ég veit, að ein- hver leynir einhverju fyrir mér, þá grunar mig, að um eitthvað alvarlegt sé að ræða. Þér hafið gert hið rétta.“ „Það gleður mig, að engin grunur hvílir á mér,“ sagði Raymonud hlæjandi. „Ég ætla þá að fara núna.“ „Þannig var nú því farið," sagði ég um leið og dyrnar luktust að baki unga einkaritarans. „Já,“ sagði Poirot. „Aðeins smáatriði — en hefði hann ekki verið í knattborðsstofunni, þá er ómögulegt að segja .... Þegar á allt er litið, þá hafa margir glæpir verið framdir fyrir minni sakir en fimm hundruð sterlingspund. Það fer allt eftir því, hver maðurinn er. Hafið þér gert yður ljóst, vinur minn, að margir í því húsi græddu beinlínis á dauða Ackroyds? Frú Ackroyd, ungfrú Flora, ungi Raymond, ráðskon- an, ungfrú Russell. Sem sagt, allir, nema Blunt." „Ég skil yður ekki til fullnustu?" sagði ég. „Tvær manneskjur af þeim, sem ég ásakaði, hafa sagt mér sannleikann." „Haldið þér, að Blunt hafi einnig einhverju að leyna?" „Hvað það snertir," sagði Poirot kæruleysis- lega, „þá er málsháttur, sem segir, að það sé eitt, sem Englendingar alltaf leyna — ástin? — Og Blunt majór er ekki mjög slyngur við að dylja tilfinningar sínar." „Stundum," sagði ég, „hefi ég verið að hugsa um það, hvort okkur hafi ekki sézt of fljótt yfir eitt atriði." „Hvað er það?“ „Við höfum slegið því föstu, eða álitið það fullvíst, að það hljóti að hafa verið sami mað- urinn, sem myrti Ackroyd og féfletti frú Ferr- ars. Getur ekki verið, að okkur skjátlist þar?" Poirot kinkaði kolli í ákafa. „Ágætt! Prýðilegt. Ég var einmitt að hugsa um það, hvort yður myndi detta þetta í hug. Auðvitað er það mögulegt. En við verðum að minnast eins. Bréfið hvarf. Samt þarf það ekki endilega að tákna það, að morðinginn hafi tekið það. Þegar þér funduð likið, getur verið, að Parker hafi tekið bréfið án þess að þér tækjuð eftir því.“ „Parkér?" „Já, Parker. Harrn verður alltaf fyrir mér, þeg- ar ég er að reyna að tengja atburðina saman — ekki sem morðinginn — nei, hann framdi ekki morðið; en hverjum fer betur hlutverkið en hon- um, hlutverk þess óþokka, sem kvaldi lífið úr frú Ferrars? Kann að vera, að hann hafi fengið upplýsingar sinar um dauða Ferrars frá einum af þjónum hans. Að minnsta kosti er hann lik- legri til þess að hafa komizt að því en gestur, sem hér er af tilviljun, eins og Blunt til dæmis." „Það getur átt sér stað, að Parker hafi tekið bréfið," viðurkenndi ég. „Það var ekki fyrr en seinna, sem ég tók eftir því, að það var horfið." „Hversu miklu síðar? Eftir að Blunt og Ray- mond komu inn, eða fyrr?“ „Ég man það ekki,“ sagði ég hægt. „Ég held, að það hafi verið áður, — nei, það var á eftir. Já, ég er hér um bil viss um, að það var á eftir." „Það gefur okkur fleiri möguleika," sagði Poirot hugsi. „En Parker er lang sennilegastur. Ég ætla að gera smá tilraun með Parker. Hvem- ig er það með yður, vinur minn, ætlið þér að koma með mér til Femly?" Ég samþykkti, og við lögðum af stað strax. Poirot spurði eftir ungfrú Ackroyd, og Flóra kom brátt til fundar við okkur. „Ungfrú Flora," sagði Poirot. ,,Ég verð að trúa yður fyrir dálitlu leyndarmáli. Ég er ekki ennþá sannfærður um sakleysi Parkers. Mig langar tii þess að gera smá tilraun með hann með aðstoð yðar. Mig langar til þess að láta hann gera aftur sumt af því, sem hann gerði þetta kvöld. En okkur verður að detta eitthvað í hug til að segja honum — já! ég veit hvað það á að vera. Mig langar til þess að sannfærast um það, hvort heyra megi mannamál úr litlu forstofunni út á stéttina. Nú, viljið þér gjöra svo vel að hringja i Parker." Ég gerði það, og eftir stundarkorn kom kjálí-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.