Vikan


Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 2

Vikan - 31.08.1944, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 35, 1944 Pósturinn | Kæra Vika! Getur þú nú ekki hjálpað mér, með þínum góðu ráðleggingum. Ég er ljóshærð, en það er dálítið farið að dökkna á mér hárið og mér þykir það miður, getur þú þá ekki sagt mér hvernig ég á að fara að fá sama lit á það aftur. Mig langar til að fá svarið eins fljótt og mögulegt er, með fyrirfram þökk. Ein í vandræðum. Svar: Helzta ráðið, sem er skað- laust, er að skola hárið úr kamillute- vatni eftir hvem þvott. Stundum reynist vel að þvo hárið úr grænsápu. Kæra Vika! Getur þú frætt mig á því, hvort það er bann á innflutningi fólks til Canada, og hvort að Islendingar fái leyfi núna, til að setjast þar að. Forvitinn. Svar: Reynandi er að leita tii utanríkisráðuneytisins og til fulltrúa viðkomandi ríkis, en þeir aðilar munu geta gefið nánari upplýsingar um allt að þessu lútandi. Kæra Vika! Beygist ekki orðið Sigurður svona: Sigurður, Sigurð, Sigurði, Sigurðar. Ef það er, hvers vegna er þá sagt Sigurðsson t. d. Jón Sigurðsson. Sigga Sigurðar. Svará Eignarfallið er Sigurðar, nema í sambandinu Sigurðsson. Kæra Vika! Gætuð þér bent mér á hvar þessar bílategundir eru smíðaðar Opel og Volvo. Virðingarfyllst. Jóhann. Svar: Opel-bílarnir eru smiðaðir í Þýzkalandi, en Volvo í Svíþjóð. Kæra Vika! Þakka þér fyrir öll skemmtileg- heitin, bæði fyrr og síðar. Ég bið altaf með óþreyju eftir hverju blaði, og það fyrsta, sem ég les er bréfa- kassinn þinn. Getur þú frætt mig á hvar borgin Sans Origin er? Vona eftir svari fljótt. Berglind. Svar: Sennilega spyr þú að þessu, Berglind, vegna þess að þú hefir fengið skeyti, þar sem þetta hefir verið gefið upp sem staðurinn, sem það er sent frá. Sans Origin er franska og þýðir bókstaflega „An upphafs", en það er notað af ófrið- araðilum á skeyti, þegar ekki má geta um sendistaðinn. Kæra Vika! Viltu gjöra svo vel, að segja mér, hvaða lag það er, og eftir hvern, sem spilað er á undan og eftir ameriska útvarpstímanum í Reykjavík. Hulda. Vonast eftir svari í næsta blaði. Svar: Lagið heitir Yankee Doodle og er álitið eins konar þjóðlag í Bandaríkjunum. Um höfund þess er ókunnugt, en það er talið vera frá þeim tima, er Bandaríkin háðu frelsisstríð sitt. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að segja okkur, hvort leikkonumar Júdy Garland, Betty Grable, Paulette Goddard og Joan Fontaine eru giftar, og hverj- um þær em giftar. Þ. E. og M. K. Svar: Judy Garland er nýskilin við Dave Ross, hljómsveitarstjóra, Betty Grable er gift öðrum hljómsveitar- stjóra, Harry James, Paulette Godd- ard er gift Burgess Meredith og Jean Fontaine er nýskilin við Brian Aheme. Kæra Vika! Ég hef tekið eftir því að þú leysir oft vel úr spurningum martna, þess vegna ætla ég að spyrja um dálitið. 1. Ég fór að Hreðavatni um verzl- unarhelgina. Þar kynntist ég strák, sem ég varð svo mikið skotin í. Ég fór með honum út á bát, en annars var ég ekki mikið með honum. Ég gat aflað mér upplýsinga um síma- númer og heimilisfang hans; og mig langar mikið að hitta hann aftur. Hvemig á ég að ná tali af honum? Vonast eftir svari i næsta blaði. Þinn einlægur „Píslarvottur“. Svar: Okkur finnst þú vera á grænni grein fyrst þú hefir síma- númerið. Reyndu að hringja og þakka fyrir ,,síðast“. Kæra Vika! Vilt þú ekki gjöra svo vel að gefa mér eftirfarandi upplýsingar um skipastól okkar Islendinga? 1. Hvað eigum við mörg eimskip? 2. Hvað mörg mótorskip, 100 tonn og stærri? Sjóari. Svar: 1. 1 skipaskránni fyrir árið 1944 eru talin 57 eimskip, þar af 5 farþegaskip og 4 vöruflutningaskip. 2. Mótorskip yfir 100 tonn eru samkvæmt sömu skrá 20 að tölu, þar af eitt farþegaskip og eitt vöru- flutningaskip. Kæra Vika! Mig langar til þess að spyrja þig að því, hvort í Reykjavík sé ekki til félagsskapur erlendra sendiherra, líkt og í öðrum löndum. Þessi félags- skapur er kallaður einhverju erlendu nafni, en ég man það ekki. Gætir þú ekki frætt mig á þessu og á því, hváða riki hafa hér fulltrúa. Diplomat. Svar: Þessi félagsskapur, eða hvað ætti að kalla það, er til hér; erlenda nafnið er Corps Diplomatique. Þau ríki, sem eiga hér fulltrúa eru: Bretland, Bandaríkin, Noregur, Rúss- land, Svíþjóð, Danmörk og Frakk- land. Auk þess á fjöldi rikja hér verzlunarfulltrúa, svo sem Spánn, Portúgal, Holland, Belgía, Finnland. Brazilia og fleiri. Kæra Vika! Við erum hérna tvær vinstúlkur sem langar til að leita ráða þinna, því þú getur allar þrautir leyst. Getur þú sagt okkur hvernig við eigum að fara að því að fá þykkt og sítt hár. Við efumst ekki um það að þú get- ur svarað henni. En getur þú sagt okkur eitthvað um kvennagullið John Payne, okkur finnst hann svo laglegur. Svo þökkum við þér fyrir- fram fyrir svörin. „Vinstúlkur". Svar: Þvoið hárið upp úr „Quill- ayaberki", hann er sagður auka hár- vöxt. 1 Vikunni nr. 9 1944, birtum við ýmislegt um John Payne. Þessi hnokki er aðeins tíu mánaða gamall, en hann er þegar farinn að hugsa til heimsyfirráða! ISkemmtileg bókl 1 „Á valdi örlaganna“ heitir nýjasta skáldsagan. Hún lýsir á æfintýralegan hátt lífi | gullfaranna í „Klondyke“, djörfum viðureignum þeirra við stigamenn óbyggðanna, og | glæpamenn stórborganna, örlagaþrungnu skipsstrandi, rómantískum ástum glæsilegra I kvenna, og dularfullum og ofurmannlegum sigrum — Þetta er skemmtilegasta bókin t sem þér lesið. | \ Sumarutgáfa I \ ' £ Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365. t

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.