Vikan


Vikan - 06.12.1945, Blaðsíða 1

Vikan - 06.12.1945, Blaðsíða 1
ELSA SIGFUSS - „stúlkan með silkimjúku röddina“. Söngkonan er nýkomin heim frá Danmörku, en þar hefir hún dvalið undanfarih ár og aflað sér mikilla vinsælda, sem sjá má á hinum ágætu dómum, er hún hefir fengið í dönskum blöðum. Hún syngur bæði sí- gildar tónsmíðar og létt lög, og hefir mikið sungið á plötur og í útvarp. Hér heima hefir hún þegar haldið nokkra hljóm- leika við hinar ágætustu undir- tektir. T^ótt nú sé skammdegi má á ýmsu sjá, að það er farið að vora eftir hinn mikla styrjaldarvetur. Hömlur ófriðarár- anna eru smátt og smátt að hverfa og gestir og heimafólk, sem dvalið hefir er- lendis, meðan á stríðinu stóð, getur nú aft- ur komið hingað til lengri eða skemmri dvalar. Þessari „vorkomu" ber sannarlega að fagna, enda er það gert. Vikan birtir nú myndir af einum slíkum „útlaga“, sem er hvorttveggja í senn aufúsugestur og heimamaður, íslenzkri söngkonu, er verið hefir lengi erlendis og ekki séð land sitt síðan ófriðurinn mikli hófst — en sungið sér og Islandi til sóma. Elsa Sigfúss er fædd í Reykjavík, dóttir Framhald á bls. 3. Elsa Sigfúss söngkona.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.