Vikan


Vikan - 06.12.1945, Page 11

Vikan - 06.12.1945, Page 11
VIKAN, nr. 49, 1945 11 ..... Framhaldssaga: ............................. Sjúklingurinn í stofu 18 ............ SKÁLDSAGA eftir mignon G. EBERIIART .- það, sem á honum stóð, án þess nokkur yrði þess var. Ég botnaði ekki neitt i neinu og stakk mið- anum í vasann, þá var nafn mitt kallað upp og ég stóð upp og gekk að stól, sem sakadómarinn benti mér á og fékk mér sæti. Fyrst þurfti ég að sannfæra herra sakadómara um, að ég væri í raun og veru Sara Keate, yfir- hjúkrunarkona, og hefði verið á vakt í suður- álmunni nóttina milli 7. og 8. júní síðastliðinn. Siðan var ég beðinn að segja frá þvi, sem ég vissi um málið. Þetta var ekki eins erfitt og ég hafði búist við. Mér var ieyft að hafa frásögn mína stuttorða og blátt áfram. Ég hljóp aðeins á mig með því að skýra. frá þvi, þegar ég stóð á svölunum og varð þess vör, að einhver flaug-myndaður hlutur datt niður við öxlina á mér. Það var í fyrsta sinn síðan þetta skeði, að ég mundi eftir þessu atviki og ég varð hálf vandræðaleg, en fyrst ég var farinn að minnast á þetta, var ég að halda áfram og segja allt, sem ég vissi um það. O’Leary leit með ásakandi augnaráði á mig, en ég varð að Ijúka við frásögnina og svara auk þess spurning- um sakadómarans um þetta efni. En þetta gekk allt slysalaust. Sakadómarinn spurði mig einnig nákvæmlega um manninn, sem ég rakst á, en ég var við búin þeirri spurningu og svaraði gætilega. Hann reyndi líka að fá mig til að gefa til kynna, hver eiga mundi vindlingahylkið, sem lá á borðinu fyrir framan hann, en ég svaraði einungis hvar og hvénær ég hafði fundið það. En nú fór málið að vandast, þegar farið var að tala um það, sem skeð hafði um nóttina, er glæpurinn var framinn. Ég fór að verða óstyrk í röddinni: „Ég sat við skrifborðið úti í ganginum og klukkan var nákvæmlega hálf tvö ■— ég veit það, vegna þess að ég skrifaði tímann inn í dagbókina. Þá heyrði ég einhvern hávaða, eins og hurð væri skellt-----.“ Ég hélt áfram en mér varð stöðugt stirðar um málið: „Ég gekk fram ganginn að glerhurðinni, en hún stóð opin. Þvi næst fór ég aftur inn ganginn að skrifborðinu og sat þar nokkri stund. Þá skall óveðrið á og ég varð hreint og beint að hlaupa til þess að loka hurðinni og gluggunum. Þegar ég kom inn á stofu 18 til þess að loka glugganum þar, var . . . var . . ." Eg varð að hætta og gat ekki tekið til að nýju fyrr en ég hafði ræskt mig nokkrum sinnum-------var sjúklingurinn þar, hr. Jackson, dáinn. Ljósin í sjúkrahúsinu höfðu sloknað, en glampinn af eld- ingu lýsti stofuna. Ég tók um slagæð hans til að fullvissa mig, en hljóp því næst eins og fætur toguðu fram í eldhús til þess að ná í kerti og fór með það inn á stofu 18. Ungfrú Day hafði líka verið önnum kafin við að loka gluggunum og var nú komin að stofu 18, um leið og ég kom aftur með kertið. Það var ekki fyrr en við höfðum gengið úr skugga um, að við gætum ekkert gert fyrir sjúklinginn, að við urðum þess varar, að radíminu hafði verið stolið. ■ Þegar ég hafði lokið við að segja frá þessu, gætti ég þess að segja ekkert nema ég væri spurð og svaraði þá með eins fáum orðum og auðið var. Loksins var mér leyft að fara í sæti mitt aftur — og mér fannst ég hafa staðið mig með prýði að þessu eina atviki undanskildu. Þá var Balman — og síðan Hajek kallaðir upp og þeir beðnir að segja álit sitt á orsökum Forsaga: Dr. Letheny yfirlæknir á St. Önnu sjúkrahúsinu. Dr. Balman, fyrsti aðstoðarlæknir. Dr. Fred Hajak, annar aðstoðarlæknir, eini læknir- inn, sem býr í sjálfu sjúkrahúsinu. Jim Gainsay, vinur Lethenys frá því á skólaár- unum, verkfræðingur. Sara Keate, yfir- hjúkruparkona á St. Önnu sjúkrahúsinu — og sú, sem segir þessa leyndardómsfullu sögu. Maida Day, ung og óvenjulega lagleg deildarhjúkrunarkona í suðurálmunni, þar sem hin umrædda stofa 18 er. Þetta fólk er nú allt statt í boði hjá Corole Letheny, frænku Lethenys læknis, og er hún ráðs- kona hjá honum. Hjúkrunarkonurnar fara heim úr boðinu til þess að fara á nætur- vörð. Veðrið er óheillavænlegt, þrumuveð- ur í aðsigi. Ýmislegt undarlegt gerist. Ungfrú Keate finnur eterlykt úti í garð- inum.------Óveðrið skellur á um kl. 1%. Og þegar þessar tvær hjúkrunarkonur eru að loka gluggum, deyja ljósin. Inni á nr. 18, í birtu af eldingu, sér ungfrú Keate að sjúklingurinn er dáinn. Þegar hún er búin að sækja ljós mætir hún Maidu og þær uppgötva að radímið, sem verið var að lækna sjúklinginn með er horfið. Þær reyna árangurslaust að ná í Letheny í síma, hann er ekki heima. En Balman lofar aftur á móti að koma strax, og um siðir tekst ungfrú Keate að vekja Hajek. Eftir stutta skoðun lýsir Balman því yfir að sjúklingur- inn hafi dáið af of stórum morfínskamti og bendir á lítið far á handlegg hins dána. Lögreglan og spítalastjómin kemur á vett- vang. Ungfrú Keate kemst að því þegar hún fer að skoða hlutinn, sem hún fann úti í eplagarðinum, að það er vindlingahylki Jim Gainsays. Yfirheyrslur fara að byrja. Lance O’Leary yfirheyrir Keate. Letheny yfirlæknir finnst dauður í skáp á stofu 18. Keate heimsækir Corole. Maida er mjög óróleg, en Keate fær illan grun útaf morfín sprautunum. O’Leary spyr Keate í þaula um starfslið spítalans og segir, að sam- kvæmt því sé ekki um aðrar persónur að ræða en Hajek, Balman, ungfrú Day og Keate. Manchettuhnappur ungfrú Day hefir fundizt í vasa Letheny. Keate segir O’Leary, að hún viti, hvaðan morfínið var. Maida sér einhverja dularfulla veru fara inn í stofu 18 og það kemur í ljós, að lykillinn hefir verið færður úr stað. Yfirheyrslur fara fram i lessal í kjallaranum. dauða Jacksons og Lethenys. Þeir töluðu eintómt læknamál og sögðu frá aðferðunum við að ákveða, hve lengi mennirnir hefðu verið dauðir, þegar þeir fundust. Þetta var erfið stund fyrir læknana, sem höfðu verið svo nánir samverkamenn Lethenys, og þeir voru sýnilega þreyttir, þegar yfirheyrslu þeirra var lokið. Balman þurkaði svitann af enni sér og Hajek, sem venjulega var svo rólegur, virt- ist nú mjög taugaóstyrkur og hendur hans skulfu, þegar hann kveikti sér í vindlingi. Þá var röðin komin að Maidu Day. Þegar hún gekk í áttina að litla borðinu, kreppti ég hnúana og fylgdist af áhuga með henni. Hún virtist mjög róleg og hafði fullmikið vald yfir orðum sínum og hreyfingum. — Nei, hún hafði ekki séð Letheny, þegar hann hafði komið á sjúlcrahúsið um klukkan hálf eitt til þess að líta á sjúkling. Hún hafði verið að vinna á annari sjúkrastofu. Jú, hún hafði verið í boðinu um kvöldið og hún viðurkenndi hiklaust, að hún hefði verið að óska þess, að hún ætti mikla peninga. „Sögðuð þér ekki, að þér munduð selja sál yðar fyrir peninga?" spúrði sakadómarinn — sá dóni! „Jú, ég held ég hafi sagt eitthvað svipað þessu," svaraði Maida rólega, en hún roðnaði lítilsháttar. „Auðvitað meinti ég þetta ekki bókstaflega," bætti hún við, „ég hef tekið helzt til djúpt í ár- inni, eins og okkur konunum hættir oft við.“ Sakadómarinn svaraði þessu engu orði, en fór að spyrja Maidu um atvikin að fundi líks hr. Jacksons og hvað við hefðum gert, eftir að við vorum vissar um að hann var dáinn. Hann spurði og spurði, og ég var eins og á nálum, ef Maida skyldi ekki bera samanvið framburð minn. Bg er ekki vön því, að orðum mínum sé ekki trúað. „Það var ungfrú Letheny sem svaraði í símann, þegar ég hringdi til yfirlæknisins," sagði Maida. Hún sagði fyrst, að hún gæti ekki fengið það af sér að gera honum ónæði, en þegar ég sagði henni, að hann yrði að koma, lagði hún símann af sér, en kom brátt aftur og svaraði, að hann væri ekk heima og hún skildi ekkert í þvi, hvar hann gæti verið." „Og þá hringduð þér næst til Balmans?" „Já." „Og svaraði hann strax?" „Nei, ég hygg að hann hafi sofið. Þegar hann svaraði loksins, sagði ég honum strax af dauða hr. Jacksons og skýrði honum frá því, að við hefðum ekki getað náð í Letheny." „Hvað leið langur timi þar til Balman kom út í sjúkrahúsið — svona hér um bil?“ „Það get ég ekki sagt með vissu. Ég var nokk- uð utan við mig — eins og þér getið skilið. En ég gæti trúað að það hefði verið svona 10—15 minútur." „1 hvernig fötum var hann, þegar hann kom?" „Samkvæmisfötum, held ég — og hafði yfir sér regnkápu. Það var slagveðursrigning, eins og þér vitið." „Hafið þér, ungfrú Day, nýlega týnt skyrtu- hnapp?" spurði sakadómarinn öllum að óvörum. Ég leit fast á Maidu og ég sá, að roðinn færðist úr kinnum hennar, en hún leit á sakadómarann og svaraði ákveðin og rólega: „Já, ég hef týnt hnappi." „Er það þessi?" Hann lagði lítinn hlut í lófa hennar. Ég gat ekki séð hann, en ég var ekki í neinum vafa hver hluturinn var. Það varð þögn í salnum. Það var eins og eng- inn þyrði einu sinni að anda eðlilega. Loks sagði Maida: „Þetta virðist vera minn hnappur. Að minnsta kosti er hann mjög líkur honum." „Getið þér fullyrt að þetta sé hann?“ „Já, það held ég. Hann er alveg eins." „Nú, hvaða skýringu getið þér þá gefið á því, að hann skyldi finnast í vasa Lethenys — að hon- um látnum?" „Enga,“ svaraði Maida og hvessti stálblá aug- un á sakadómarann. „Hvenær urðuð þér þess varar, að hann var horfinn?" Maida varð enn fölari og það komu sársauka- kippir í munnvikin á henni, er hún svaraði: „Skömmu eftir að ég kom inn af svölunum." Hún talaði með ákveðnum áherzlum, en það var auðséð, að hún var orðin óþolinmóð. „Hvernig hefir hnappurinn getað komist í vörzl- ur Lethenys?" spurði sakadómari. „Það veit ég ekki. Ég — ég týndi honum, ég veit ekki hvernig. Það getur verið að Letheny hafi fundið hnappinn." „En var ekki niða-myrkur ?“ spurði hann i- bygginn.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.