Vikan


Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 17, 1947 STRALMROF - Smásaga eftir George Surrey lyrORMAN Swanston hraðaði sér upp 1' tröppurnar og hringdi dyrabjöllimni meðan bæklaði maðurinn, sem opnað hafði vagndymar fyrir honum — fyrrverandi liðþjálfi William Roper — horfði bálreið- ur á eftir honum. „Harrn bað um nafn mitt og heimilis- fang,“ muldraði hann, „en gaf mér ekkert — ekki svo mikið sem eitt penny! Það er skrítið — “ 1 sjö ár hafði Roper barizt áfram í fá- tækt við sívaxandi heilsuleýsi. En þótt hann ætti fyrir konu og fjórum bömum að sjá hafði hann staðizt allar freisting- ar og gætt heiðarleikans í hvívetna. Svo gat þessi náungi, Swanston höfuðsmaður, sem hann hafði einu sinni forðað frá bráð- xnn dauða í Flandern, gengið fram hjá honum án þess að fleygja í hann kopar- peningi, þegar hann opnaði vagnhurðina. Þótt Murrey og kona hans tækju á móti Swanston með mestu vinsemd, var hann samt í slæmu skapi eftir að hafa mætt fyrrverandi liðþjálfa sínum. Það minnti hann á það að hann hefði ekki átt að þiggja þetta boð. Hann hafði af tilviljun rekizt á Murrey ofursta í Knightbridge tveimur dögum áður og Murrey, sem verið hafði yfir her- fylki hans í stríðinu og þá allkuimugur honum, bauð honum þá í þessa matar- veizlu. Swanston hafði þegið boðið — hann stóðst ekki freistinguna að fá góðan mat og vín og vera aftur með jafningjum sín- rnn. Seinna — já, það var nógur tími til að ákveða það — En þar sem hann stóð þarna í stóru, glæsilegu setustofunni innan um veizlu- klædda gestina, fann hann sárt til þess, hversu kjólföt hans hlutu að sýnast snjáð og fátækleg í þessu umhverfi, ef hann gætti þess ekki vel að láta sem minnst á sér bera. Meðan hann beið óþolinmóður þess að setzt yrði að borðum reyndi hann að halda uppi vandræðalegum samræðum við unga stúlku — ungfrú Dunbar — sem frú Murrey hafði kynnt fyrir honum og hann átti að leiða til borðs. Unga stúlkan sagði honum hverjir hinir ýmsu gestir voru — en Swanston virtist fá mestan áhuga á lafði Stella Bumeley. Þó var það hvorki fegurð hennar né glæsileg- ur búningur, sem vakti svo mjög athygli hans, heldur menið, sem hékk um hvítan háls hennar — ljómandi fallegur skart- gripur úr smarögðum og demöntum, greiptum í platínu. Jafnvel hann, sem hafði ekki mikið vit á slíkum hlutum, sá að þetta hlaut að vera mjög verðmætur gripur. Hann starði frá sér numinn á men- ið — handsterkur maður gæti áreiðan- lega rifið sundur keðjuna á meninu á einu augabragði. Að lokum voru dymar inn í borðstof- una opnaðar og gestimir komu sér fyrir við matborðið. Það var ekki fyrr en búið var með fisk- réttinn að Swanston mundi að hann hafði algjörlega vanrækt borðdömu sína og sneri sér því að henni og brosti afsakandi. „Þér verðið að fyrirgefa mér, ungfrú Dunbar — yður finnst ég sennilega mjög svo ókurteis, en sannleikurinn er sá, að ég er óhemju svangur.“ Unga stúlkan brosti til hans. „Góð matarlyst ber vott um heilbrigði, segja læknarnir,“ sagði hún hlæjandi. „Alveg rétt — svo framarlega sem hægt er að fullnægja henni. Ef menn eiga að ganga með óseðjandi matarlyst dag eftir dag — og svo að svelta —“ hann þagnaði skyndilega og það komu undarlegir hörku- drættir í kringum þunnar varir hans. Rödd hans var svo bitur að Mary Dunbar leit forviða á hann. „Það er satt,“ játaði hún, „það hlýtur að vera hræðilegt að líða skort.“ „Það em miklu fleiri sem líða skort en við höfum hugmynd um.“ Maður að nafni Munro, sem sat við hinn borðsendann, blandaði sér í samræðumar og sagði frá atburðum, sem hann hafði lifað 1 Yukon, þegar hungursneyð geisaði þar. „Já, guð hjálpi þeim sem svelta.“ jjimiHMIItllHMIHHMMMIIIUIMWHIHNimWWIIIIHIMUHIlHmMIIHtWWIIIIHIIHIWil^ | VEIZTU —? \ 1. Sóltímmn segir til um snúning jarðar- 1 innar með tilliti til sólarinnar. Hver er e munurinn á sóltíma og meðaltíma? \ 2. Hvort er laxinn vatnafiskur eða sjó- = f iskur ? i É 3. Hvort er harðara hrossabein eða uxa- | bein? \ 4. Hver rak Márana frá Granada á i É Spáni ? É 5. Hvað var Mozart gamall, þegar hann | lék fyrst fyrir hirðina í Vín? É 6. Hver var Fanny Hensel? = É 7. Oliver Cromwell hafði einhvem hinn = stærsta heila, sem sögur fara af. Hvað é vó heilinn í honum mikið? É É 8. Hvað heitir frægasta málverkið eftir i Botticelli ? É 9. Hver fann upp spunavélina? i 10. Eftir hvem er „Ivar hlújám"? Sjá svör á bls. 14. „Guð hjálpi þeim, sem hjálpa sér sjálf- ir!“ sagði hljómfögur rödd við hliðina á Swanston — það var konan, sem sat við vinstri hönd honum, lafði Stella Bumeley með smaragðamenið. „Trúið þér því í rauninni?“ spurði Swanston. „Já, gerið þér það ekki? Ég veit bara að ekki myndi ég svelta meðan brauðsölu- og kjötbúðir væru til...“ „Væri það nú ekki að syndga gagnvart kaupmönnunum, ‘ ‘ spurði ungur maður hlæjandi. Fleiri tóku þátt í samræðunum, en lafði Stella Burneley varði skoðanir sínar með mikilli mælsku. „Hún veit líklega, hvað það er að svelta og halda í við sig,“ hvíslaði Swanston að ungfrú Dunbar. „Þessi eigandi hálsmens, sem er metið á —“ Hann þagnaði skyndilega, því að ljósin í stofunni slokknuðu óvænt og inni varð kolsvarta myrkur. „Straumrof!“ hrópaði einhver. Stólum var velt og þeir dregnir til, menn kveiktu á eldspýtum og borðbjöllu var hringt hátt og hvellt. Þjónustustúlka kom þjótandi inn með kertaljós. Tveim mínútum síðar voru ljósin kom- in í samt lag aftur, og hver hrópaði upp í annan og hló, þar til skerandi óp kom öllmn til að þagna. Lafði Burneley var staðin upp náföl og með óttaslegin augu. „Hálsmenið mitt! Hálsmenið mitt er horfið!“ hrópaði hún. „Ég man að ég var með það þegar ljósin slokknuðu — ég fann að það hvíldi á hálsinum á mér.“ Það var leitað á borðinu og undir því — en það kom fyrir ekki. Enginn mælti orð frá munni. Gestimir forðuðust að líta á hvem annan. Að lokum stóð Munro upp og mælti. „Ég mælist til að sérhver snúi við vös- um sínum. Hálsmenið hlýtur að vera í stof- unni. Hverju svarið þið? Þar sem ég kom með tillöguna skal ég fúslega byrja á sjálf- um mér.“ Enginn mótmælti og Murno leitaði í öll- um sínum vösum og setti alla hina mis- munandi hluti úr þeim á borðið fyrir fram- an sig. Hinir karlmennimir fylgdu dæmi hans. „Drottinn minn!“ Það hljómaði eins og lág stuna, en Mary Dunbar heyrði það samt. Hún varðist að líta á Swanston. Nú var röðin komin að Swanston. Allra augu beindust að homun, en hann gerði sig ekki líklegan til að stinga höndunum í vasana. Andlit hans var náfölt, varirnar samanherptar og svitadropar stóðu á breiðu enni hans. Svo þaut blóðið fram í kinnar hans og hann stóð snöggt upp. „Þá það,“ sagði hann hörkulega, „ég skal ekki skorast undan!“ Á nokkmm sekúndum hafði hann snú- ið við vösum sínum — þeir voru tómir, Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.