Vikan


Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 11

Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 17, 1947 Framhaldssaga 11 Mignon G. Eberhart: 11 Minningar frá Mel ady-sjúkrahúsinu SAKAMALASAGA „O-nei, nei,“ hrópaði Kenwood Ladd. „Ekki í þeirri merkingn, sem þér eigið við,“ bætti hann við hægt og skýrt. VII. KAFLI. Það varð nokkuð löng þögn. Kenwood Ladd hafði roðnað áberandi í framan við þessi síðustu orð Lamb fulltrúa og nú gekk hann út að glugg- anum og leit út. Hann stakk höndunum á kaf í frakkavasana og allt látbragð hans sýndi, að hann var í æstu skapi, þó hann reyndi að dylja það. Skyndilega sneri hann sér við og kom aftur inn á gólfið, roðinn var horfinn úr andliti hans og hann virtist hinn rólegasti. Þegar Lamb fulltrúi sá þetta, var hann ekki seinn á sér að grípa þráðinn þar, sem hann hafði niður fallið og spurði: „Nú, hvemig var þessu þá varið með ykkur?“ „Hvernig?" sagði Kenwood Ladd. „Ég get auð- vitað ekki neitað því, að ég hefi heimsótt frú Harrigan nokkuð oft upp á síðkastið. Ég legg jafnan tillögur mínar undir dóm viðskiptamanna minna, áður en ég geng endanlega frá þeim á teikningunum. Ef til vill hefi ég komið oftar til frú Harrigan en venjulegt er með viðskiptamenn mína. Þetta stafar af því, að það skiptir mig miklu máli, að mér takist vel með hús þeirra Harrigan-hjónanna." „Fjárhagslega?,“ spurði dr. Kimce. „Já -— auðvitað fjárhagslega og einnig hvað álit manna á hæfni minni snertir." „Jæja, nóg um það,“ sagði Lamb fulltrúi hægt og með hálfgerðu hæðnisbrosi. „Segið okkur nú svolítið annað. Vitið þér nokkuð um þetta morð? Hvað getið þér sagt okkur um Pétur Melady? Hafið þér nokkurn tima heyrt dr. Harrigan eða konu hans segja nokkuð, sem þér gætuð ályktað af, að hann hefði verið í nokkurri hættu? Átti hann nokkra óvini, svo þér vitið? Ég á við, aðra óvini en Pétur Melady?" „Ég get engu svarað þessum spurningum yðar,“ svaraði Kenwood Ladd. „Kom ykkur dr. Harrigan ekki vel saman?" „Jú, ágætlega.“ Nú kom skrifstofustúlkan i dymar og sagði, að ungfrú Nancy Page óskaði að fá að tala við dr. Kunce. „Það er ágætt,“ svaraði dr. Kunce, snéri sér síðan að Lamb fulltrúa og spurði: „Vilduð þér þá ekki nota tækifærið og leggja fyrir hana nokkr- ar spumingar? Ég held, að herra. Ladd geti ekki orðið okkur að meira liði eins og stendur." „Nei, ég býst ekki við því,“ sagði Lamb full- trúi dræmt. „Reynið þér nú, ungi maður, að út- vega yður sönnun fyrir vemstað yðar milli klukk- an 10 og 12 i gærkvöldi. Það gæti komið sér vel." „Ég þakka fyrir ráðleggingarnar," sagði Ken- wood Ladd kuldalega. Síðan kvaddi hann og flýtti sér út. Nancy kom inn. Hún hefir ekki frítt andlit, en er samt mjög aðlaðandi. Fyrst þegar maður sér hana, finnst manni hún næstum vera ófríð, en hún venst mjög vel, svo að innan skamms verður maður að athuga hvem hluta andlits hennar fyrir sig, til þess að fullvissa sig um að hún fullnægi ekki hinum viðurkendu fegurðarkröfum. Ég get ekki gert mér fulla grein fyrir því, í hverju það liggur, að útlit hennar og fas er heillandi. Hvort það er heldur hið mjúka og ljósa hár hennar með gulllitaða blænum, hið Ijósa og hreina yfirbragð hennar, eða hinar mjúku og kvenlegu hreyfingar hennar, sem þessu valda. Kannski þetta stafi af glampanum í augum hennar ? Hvað sem þessu líð- ur, er eitt víst, og það er, að hún er mjög kven- leg og fínleg. Karlmennimir virðast ósjálfrátt hafa sérstaka hvöt til að vemda hana frá öllu illu. „Gjörið þér svo vel að fá yður sæti,“ sagði dr. Kunce og benti Nancy á stól. Þeir dr. Kunce og Lamb fulltrúi fóm nú að leggja ýmsar spumingar fyrir Nancy, en hún svaraði fljótt og greinilega. Hún rakti að miklu leyti frásögn mina-um atburði kvöldsins, og hirði ég þvi ekki að skýra frá þvi. Þegar hún kom þar í frásögn sinni, að Ellen hafði skýrt frá því, að dr. Harrigan ætlaði að framkvæma uppskurðinn þá um kvöldið og ég hafði lagt af stað upp á fjórðu hæð, gat hún þess að hún hefði þá farið inn til frú Melady. „Er það þessi Dione Melady?,“ spurði Lamb fulltrúi. „Hversvegna þurftuð þér að fara inn til hennar?" Ég minntist þess, sem Ellen hafði sagt mér, og mér lék þvi forvitni á'að vita, hverju Nancy mundi svara þessari spurningu. „Hún er mjög taugaveikluð," svaraði Nancy án þess að hika. „Ég bjóst við, að hún yrði mjög hrædd, er hún frétti að framkvæma ætti upp- skurðinn strax." „Hvernig gat hún frétt það?“ spurði Lamb. Nú kom hik á Naney. Hún var tekin og þreytuleg og hafði dökka bauga undir augun- um. Eftir dálitla þögn svaraði hún: „Það er.venja að tilkynna nánustu ættingjum þegar uppskurður er framkvæmdur." „Eigið þér við, að þér hafið sagt henni frá því ?“ „Já,“ svaraði Nanvy og leit niður fyrir fætur sér. „Hvað er þetta? Hvernig datt yður í hug að skýra henni frá þessu um miðja nótt og þó eruð þér nýbúnar að segja, hve taugaveikluð hún er? Mér finnst þetta meira en lítið einkennilegt." „Ungfrú Page gerði rétt með þessu," greip dr. Kunce fram í. Einkum þegar um svo óvenju- lega ákvörðun var að ræða.“ Lamb fulltrúi laut nú niður að Nancy og hefir víst ætlað að koma henni á óvart með eftirfar- andi spurningu: „Hvers vegna sögðuð þér, ungfrú Page, að einhver yrði að koma í veg fyrir að uppskurður- inn yrði framkvæmdur þá, og hvers vegna sagði frú Melady að þetta mundi vera morð — það yrði þá yður að kenna ?" Ég verð að játa, að mér líkaði ekki hvaða áhrif, þessi spurning hafði á Nancy. Jafnvel Lamb fulltrúi, sem þekkti Nancy ekkert, gat ekki dulizt, að þessi spurning hans kom henni illa. „Ég — ég“ stamaði Nancy. „Ég skil yður ekki." „Svona, svona, ungfrú Page. Engin undan- brögð," sagði Lamb fulltrúi hægt. „Það heyrðist til yðar, þegar þér voruð að tala við frú Melady. Hvers vegna sögðuð þér, að einhver yrði að koma í veg fyrir að uppskurðurinn yrði framkvæmdur. Ég spyr: Hvers vegna?" „Vegna þess, að frú Melady .varð svo æst. Hún hafði óttazt, að uppskurðurinn mundi ekki takast vel, þótt hann yrði framkvæmdur með venjuleg- um undirbúningi. Það var búið að ákveða, að hann yrði framkvæmdur daginn eftir, en nú fréttir hún, án nokkurs fyrirvara, að framkvæma eigi hann strax — og það um miðja nótt. Mér fannst líka sjálfri þetta vera óráð. Mér fannst auðsætt, að dr. Kunce mundi ekki samþykkja þetta fljótræði, og að hann ætti heimtingu á að fá að vita, hvað til stæði." „Alveg rétt, alveg rétt hjá yður, ungfrú Page,“ sagði dr. Kunce samþykkjandi. „Samt sem áður er það einkennilegt," sagði Lamb fulltrúi, „að frú Melady skyldi hafa þau orð um þetta, að það yrði morð. Þvi það leiddi einmitt til morðs, eins og þér vitið. Hvers vegna skyldi hún hafa látið þessi orð falla?" „En það var ekki Pétur Melady, sem var myrtur," muldraði dr. Kunce. „Getur verið og getur verið ekki,“ svaraði Lamb fulltrúi. „Ég get ekkert um það fullyrt enn sem komið er: Hitt veit ég, að frú Melady nefndi orðið morð og ég vil vita, hversvegna hún gerði það.“ Ég vildi reyma að bjarga Nancy og skaut inn í: „Það má búast við öllu af frú Melady. Enginn getur vitað, hvað henni dettur i hug að segja." Dr. Kunce sagði: „Já, herra fulltrúi. Ég mundi ekki leggja mikið upp úr orðum frú Melady. Hún er mjög taugabiluð og segir ýmsar ýkjur." „O-já, svo er nú það,“ svaraði Lamb fulltrúi, sem ekki virtist of trúgjarn. „Ég get samt ekki að því gert, að mér finnst það skrítið, að hún skyldi kalla þetta morð, og svo varð það morð.“ „Hún óttaðist um föður sinn,“ sagði ég óþolin- móð. „Hún óttaðist allan tímann að uppskurður- inn væri mjög hættulegur og að hann mundi jafnvel ríða honum að fullu. Auk þess var það dr. Harrigan, sem myrtur var. Ég get ekki séð, að nokkurt sambandi sé milli þeirra orða frú Melady, að þetta myndi verða morð og morðsins á dr. Harrigan. Það var Pétur Melady, sem frú Dione Melady, dóttir hans, hafði í huga, þegar hún lét þessi nefndu orð falla í reiðikasti. Að mínu áliti er hvarf Pétur Melady jafn þýðingar- mikið fyrir þetta mál og morðið á dr. Harrigan. Ég hef verið hjúkrunarkona í mörg ár og aldrei hefir það komið fyrir áður, að sjúklingur hafi alveg horfið úr sjúkrahúsi, svo ég viti. Auk þess var Pétur Melady mjög veikur, og mér er óskilj- anlegt, hvernig hann hefði átt að komast af eigin ramleik burt úr húsinu, enda var öllum dyrum og gluggum lokað. Hvað hefir orðið um hann?" „Við munum gera allt, sem í okkar valdi stend- ur, til að hafa upp á honum," svaraði Lamb full- trúi og leit rannsakandi augum á mig. „Við verð- um að rannsaka öll atriði málsins, ekkert má fara fram hjá okkur, hversu lítilfjörlegt sem það kann að virðast í fyrstu. Ég get fullvissað yður um það, ungfrú Keate, að við munum finna Pét- ur Melady áður en langt líður, ef hann er ofan jarðar. — Segið mér hérna, ungfrú Page, hvern- ig er hárið á yður á litinn?" „Hvað? Hárið á mér?,“ spurði Nancy undrandi. „Það er brúnt ■—- ljósbrúnt —,“ hugsa ég. „Ljósbrúnt, segið þér,“ át Lamb fulltrúi eftir — hugsi. „Ekki bara ljóst — eða hvað?“ Hann fór með höndina ofan í vasann innan á jakka sínum, náði þar í pilludós og fór að bisa við að opna hana, hægt og varlega. „Mér sýnist hárið á yður fá á sig gulleitan blæ í þessu ljósi, sem hér er. Ég hygg, að sumir mundu kalla það ljóst, skal ég segja yður ungfrú----------“ Hann þagnaði skyndilega. Ég virti hann fyrir mér með

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.