Vikan


Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 24.04.1947, Blaðsíða 12
12 eftirvæntingu og sá, hvernig hann starði ofan i dósina, sem honum hafði nú tekist að opna. Hann fór með vísifingurinn ofan í hana og rótaði með honum í einhverju brúnu dufti, sem eftir hafði orðið á botni hennar. Hann roðnaði og fölnaði á víxl og leit undrandi og jafnframt rannsakandi á okkur hvert af öður. Síðan leit hann aftur ofan í dósina, blés á duftið, sem þá þyrlaðist upp, hóst- aði og hnerraði og snéri sér loks öskureiður að dr. Kunce. „Þér hafið tekiö hárið!“ Auðvitað neita,ði dr. Kunce því ákveðið að hafa tekið nokkurt hár og sagðist ekki skilja, hvað herra fulltrúinn ætti við með þessari ásökun sinni. Lamb fulltrúi gaf sér ekki tíma til að útskýra þetta nánar, en skammaðist og blótaði eins og óður væri, og allt var komið í uppnám í stofunni, þegar svo vel vildi til, að skrifstofustúlkan barði að dyrum og tilkynnti, að nokkrir blaðamenn væru komnir, sem óskuðu eftir að fá að tala við Lamb fulltrúa og dr. Kunce, ef það væri þeim ekki óþægilegt. Þetta hafði góð áhrif. Mennina langaði aug- sýr.ilega báða til að láta fréttamennina spyrja sig um gang málsins og birta síðan viðtal við þá i blöðum sinum. Dr. Kunce fór að strjúka skeggið mjög ánægjulega, og Lamb fulltrúi var nú búinn að gleyma reiði sinni og varð auðmjúk- ur eins og lamb. Pilludósin sem sök hafði átt á reiðinni, hvarf skyndilega ofan í vasann á full- trúanum, og okkur ungfrú Page var leyft að fara. Þegar ég var komin út fyrir, fór ég að hugsa um, hve reiður Lamb fulltrúi hafði orðið, er hann varð þess var, að hárið var horfið úr dósinni. 1 rauninni var þetta allt önnur dós, en hann hélt að það væri sama dósin og hárið væri horfið úr henni. Ég þóttist þess fullviss — mér til mikils léttis — að Lamb fulltrúi hefði alls ekki grunað mig um neitt í sambandi við hvarf hársins. Við Nancy urðum samferða upp stigann, og mér varð litið sem snöggvast á hár hennar og óskaði þess með sjálfri mér, að ég gæti á einhvern hátt sann- færst um, að þetta hefði ekki verið hár af henni. Nancy mælti ekki orð frá vörum. Mér fannst 'einkennilegt, að hún skyldi ekki minnast á spurn- ingu Lambs fulltrúa um háralit hennar. Ef til vill var hún niðursokkin í hugsanir sínar eins og ég, og hver veit, nema hún hafi verið að velta fyrir sér samskonar spurningum og ég sjálf. Þegar við vorum að komast upp á þriðju hæð- ina, rauf Nancy loks þögnina og sagði: MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. „Ó, en sá hiti! Það er erfitt að vera í þessum einkennisbúningi í þvílíkum hita. — Nú ætla ég að reyna að leggja mig, þvi ég gat ekkert sofið í morgun. Ég sé þig aftur klukkan sex, Sarah. Dr. Kunce segir, að við eigum að vera saman á næturvaktinni fyrst um sinn, og Ellen líka, auðvitað. Lillian Ash verður einnig á næturvalct í álmunni hjá okkur sem einka-hjúkrunarkona. Kvíðir þú ekki fyrir, Sarah, að vera á næturvalct eftir þetta?“ „Jú — auðvitað," svaraði ég. „Hver mundi ekki kviða fyrir því undir þessum kringumstæð- um? Ég býst samt ekki við, að neitt sérstakt komi fyrir eftir þetta. Það er líka nóg, sem komið er!“ „Já, sannarlega, sannarlega," svaraði Nancy og lagði af stað inn í suðurálmuna, en þar eru heimavistarherbergi hjúkrunarkvennanna. Ég varð henni samferða og fór inn í herbergi mitt. Ég sá hvorki dr. Kunce né Lamb fulltrúa aft- ur fyr en seint um kvöldið. Ég eyddi tímanum í herbergi mínu, aflæsti sjálfa mig inni og virti fyrir mér tvo smáhluti, sem ég þóttist vita að stæðu i einhverju sambandi við morðið og hvarfið á Pétri Melady. Þessi hlutir voru pilludósin, með ijósa hárinu í og korkþynnan, sem ég hafði fund- ið i skurðstofunni. Ég var lengi að velta því fyrir mér, í hvaða sambandi þessir hlutir stæðu við morðið og hvarfið, en gat þó ekki komist að neinni niðurstöðu. Ég var heldur ekki I þvi skapi, að ég gæti hugsað neitt. Ég rifjaði upp fyrir mér aftur og'aftur viðburði kvöldsins áður og komst aldrei lengra. Ég kveið fyrir næturvaktinni. Ekki veit ég hvernig á því stóð, að ég hafði það skyndilega á tilfinningunni, að ég væri í ein- hverri hættu, að einhver fylgdist með öllum hreyfingum mínum og gæfi mér strangar gætur. Mér varð gripið til hitapokans, sem ég hafði ákveðið að geyma pilludósina og korkþynnuna í og hafði hann við höndina, ef ske kynni að ég þyrfti að fela þess hluti skyndilega. Þessi til- finning, að mér væri gefnar strangar gætur og jafnvel veitt eftirför á leið minni um sjúkrahúsið, fylgdi mér jafnan meðan á rannsókn þessa máls stóð og jókst heldur en hitt. Ég hugði þetta vera ímyndun í mér og stafa af þreytu og kvíða, þótt annað kæmi á daginn áður en lauk. Ég varð niðursokkin í hugsanir mínar, þegar ég þóttist skyndilega verða þess vör, að einhver var að rjála við dyrnar á herbergi mínu. Ég leit upp og horfði á dyrahúninn, sem var sívalur gler- húnn, og ég sá ekki betur en honum væri snúið, ✓ VIKAN, nr. 17, 1947 að vísu hægt og hljóðlega, en ég held mér hafi samt ekki skjátlast. Ég hafði ekki heyrt neitt fótatak í ganginum og enginn barið að dyrum eða kallað á mig. Þegar ég var loksins búin að koma pilludósinni og korkþynnunni fyrir i hita- pokanum, hengja hann upp á vegg, svo ekki bæri á neinu, gekk ég fram að dyrunum og opnaði. Þar var engan að sjá, gangurinn var auður og tómur. Þegar við komum á næturvakt, urðu hjúkrun- arkonurnar, sem verið höfðu á dagvaktinni, sýni- lega mjög fegnar lausninni. Mér voru afhentir allir lyklar með þeim skilaboðum frá dr. Kunce, að ég væri beðin að taka aftur við stöðu minni sem yfirhjúkrunarkona í álmunni fyrst um sinn. „Ég hugsa, að hann hafi átt við, að þér tækuð við þessu þangað til sjúklingurinn yðar finnst," bætti hún við. „En það er sannfæring min, að hann finnist ekki, hvernig sem leitað er. Það er skoðun flestra, að hann hafi myrt dr. Harrigan og hlaupist síðan á braut. Hann hefir kannski gert það í sjálfsvörn." Hún horfði inn eftir ganginum og hrollur' fór um hana, þótt svita- perlur glitruðu á enni hennar vegna hitans. „Ég öfunda ykkur ekki af næturvaktinni," hélt hún áfram. „Það hefir verið nógu slæmt um hábjart- an daginn, enda mundi enginn geta fengið mig til að vera á næturvakt hér — og það með lyftu- dymar rétt fyrir augunum." „Ef þér teljið víst, að Pétur Melady hafi myrt dr. Harrigan, þá er ekkert að óttast, því hann er svo gjörsamlega horfinn, að ekki hefir enn tekist að finna hann. Þér trúið kannski á drauga?,“ spurði ég í gamni, en ég hefði ekki varpað fram þessari spurningu, ef ég hefði rennt grun í svar hennar. „Já,“ svaraði hún með sannfæringarkrafti. „Ég trúi á svipi. Ég mundi ekki fara inn í herbergi Péturs Melady í kvöld, hvað sem í boði væri. Ég er skygn,“ sagði hún að lokum. „Skygn?,“ hrópaði ég. „Þér eruð þreyttar og bilaðar á taugum." Hún leit kuldalega á mig og breytti um sam- talsefni: „Erú Melady hefir verið í hálfgerðu kasti í allan dag, eins og þér getið séð á spjaldinu henn- ar. Hérna eru fyrirskipanirnar um sjúklingana fyrir nóttina. Ég vona að allt sé í lagi eins og stendur, annars hefir allt verið á öðrum endan- um í dag. Lögreglan hefir verið að rannsaka herbergi Péturs Melady og síðan yfirheyrðu þeir frú Melady og frú Harrigan — og jafnvel Lillian Ash. Ég býst við, að þeir hafi yfirheyrt yður líka. Já — og frú Harrigan hefir reykt hvorki meira né minna en þrjá — ég segi þrjá pakka af vind- lingum í dag. Jæja, ég er nú laus við valctina, sem betur fer.“ Hún gekk í áttina til stigans, nam staðar þegar hún kom að honum og leit á mig yfir öxl sér og sagði: „Ef ég væri í yðar sporum mundi ég ekki hætta á neitt í nótt. Minnist þess, að sjaldan er ein bára stök. Hver veit, hvaða öfl hafa verið hér að verki ? Hatur, morð, afbrýðisemi eða hvað? Gætið yðar, ungfrú Keate, að verða ekki í vegi fyrir þeim, sem hér eru að verki.“ Með þess- um orðum lauk hún aðvörun sinni og gekk hratt niður stigann. Þegar ég snéri mér við, varð ég þess vör, að Ellen stóð við hlið mina. Augu hennar voru svo stór, að ég hélt þau ætluðu út úr höfðinu á henni. „Ó, guð minn góður!,“ hrópaði hún. „Heyrðuð þér, ungfrú Keate, hvað hún var að segja? Er þetta satt? Er nokkur hætta á ferðum?" „Ég veit ekkert um það,“ svaraði ég, en Ellen var ekki af baki dottin og stakk upp á því, að við heimtuðum að lögreglan rannsakaði alla álm- una að nýju. „Hvaða vitleysa," svarað ég. „Þeir hafa ekki gert annað í allan dag en að rannsaka sjúkra- húsið og þeir finna ekkert frekar þótt þeir byrji að nýju að leita. Sjáið þér ekki, að sjúklingirinn í stbfu 301 hefir kveikt á ljósmerkinu sínu? Yður væri nær að svara honum en standa hér og tala eintóma vitleysu.“ Copr IVió. Kin^ Fiaiufcs SynJicatc, Inc, World rights tcscrved. 1. Raggi: Ég má ekki verða of seinn í skól- 3... Raggi: Ég ætti að hafa það! ann. 4. Raggi: Æ! Skólinn er lokaður! Ég stein- 1. Raggi: Ég verð að reyna að hlaupa harðara. gleymdi því, að það er mánaðarfrí í dag!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.