Vikan - 14.08.1947, Blaðsíða 2
2
VIKAN, nr. 33, 1947
PÓSTURINN •
Kæra Vika!
Viltu vera mér svo góð að segja
mér, hvað ég á að vera þungur. Ég
er 12 ára.
Feitabolla.
Svar: Hæðin er ekki tilgreind, svo
að við getum ekki sagt um þyngdina.
Kæra Vika!
Mig langar til að biðja þig bónar,
ég er laglaus, en mig langar ákaflega
mikið til að spila á hljóðfæri, helzt á
munnhörpu eða harmóniku. Getur þú
ekki sagt mér, hvemig ég á að fara
að því? Sendu mér svar ef þú getur.
Með fyrirfram þökk.
Þinn laglaus.
Svar: Þó að þú sért laglaus, er ekki
þar með sagt, að þú getir ekki lært
að spila. Reyndu að ná þér í harmo-
niku eða munnhörpu, og þá muntu
fljótt komast að því, hvort þú hefir
hæfileika til að spila á hljóðfæri. Ef
þú getur ekki lært það af sjálfum
þér, þá fáðu leiðbeiningar hjá ein-
hverjum, sem kann að spila.
Kæra Vika!
Ég hefi skrifað þér áður, en ekki
fengið svar og vona ég, að núna
lendi bréf mitt ekki í bréfakörfunni.
Geturðu ekki sagt mér eitthvað um
Cornel Wilde og Jeannie Crain. —
Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Þín vonlausa Inga.
Svar: Cornel Wilde er fæddur 13.
október 1915 í New York og stund-
aði skylmingar áður en hann gerð-
ist leikari. Kona hans heitir Pat
Knight og eiga þau eitt barn.
Jeanne Crain er fædd 25. mai 1925
í Barstow í Kalifomíu, hefir græn
augu og brúnt hár og klæðist oft
ýmis konar búningum, sem sveita-
stúlkur nota. Hún er gift Kay Morley
og eiga þau ekkert barn. Síðustu
myndir hennar eru: „Johnny Comes
Flying Home“, „Behind Green
Lights" og „Capt. Eddie". Hún ber
stöðugt hring nokkurn, sem hún held-
ur að fylgi einhver gæfa.
Kæra Vika!
Þú sem leysir úr svo mörgum
vandamálum, viltu nú ekki vera svo
góð og hjálpa mér í vandræðum
minum. Mig langar mjög mikið til
Brunabótafélag \
Islands
vátryggir allt Iausafé
(nema verzlunarbirgðir). [
Upplýsingar í aðalskrif- \
stofu, Alþýðuhúsi (sími í
4915) og hjá umboðsmönn- i
um, sem eru í hverjum i
hreppi og kaupstað.
þess að skrifast á við jafnaldra mína
í Englandi, Noregi og Danmörku, en
ég veit ekki í hvaða blöðum ég á að
auglýsa eftir bréfasamböndum.
Ekki viltu nú gera svo vel og gefa
mér upp utanáskrift á þvi blaði í
hverju landi fyrir sig, sem þú álítur
heppilegast til slíkrar auglýsingar.
Mér er þetta mjög mikið áhuga-
mál, þar sem ég er að læra mál, og
vonast ég því eftir svari bráðlega.
Málanemi.
Svar: Norrænafélagið, Garðastræti
6, hefir nöfn og heimilisföng skóla-
unglinga á Norðurlöndum, sem kom-
ast vilja í bréfasamband við jafn-
aldra sína á Islandi.
Kæra Vika!
Getur þú sagt mér hverrar þjóð-
ar Claude Raines er, sem lék í kvik-
myndinni Mr. Skeffington.
Hvað lest þú úr skriftinni?
Stína.
Svar: Claude Rains er fæddur í
London 10. nov. 1890. Við lesum ekki
úr skrift.
Kæra Vika!
Þú gætir ekki gert svo vel, að gefa
mér einhverjar upplýsingar um hina
undurfallegu leikkonu, MarshaHunt?
Þinn „Spenntur."
Svar: Marsha Hunt er fædd 17. okt.
1917 í Chicago. Hún er bláeygð, með
brúnt hár og er gift Robt Resnell.
Áður en hún gerðist kvikmyndaleik-
kona sat hún fyrir hjá listamönnum
og hið rétta nafn hennar er Marcia
Hunt. Síðustu kvikmyndir hennar
eru: „Letter for Eire," „Music for
Millions," „Bride by Mistake,"
„Carnegie Hall." Marsha Hunt er
mjög gefin fyrir hljómlist.
Bréfasambönd
Birting á nafni, aldri og heimilis-
fangi kostar 5 krónur.
0
Hér fara á eftir nöfn þeirra, sem
óska að komast í bréfasamband:
Guðlaug Pálsdóttir (15—18 ára),
Refsstað, Vopnafirði, N.-Múlasýslu.
Ásta Jósepsdóttir (13—15 ára), Páls-
húsum, við Hafnarfjörð.
Edda Margeirsdóttir (16—18 ára),
Fagurhlíð, Sandgerði.
Tækifærisgjafir
í fjölbreyttu úrvali
Gottsveinn Oddsson I
úrsmiður. - Laugavegi 10. f
(Gengið inn frá Bergstaðastr.) |
........................
Steinunn Jónsdóttir (16—18 ára),
Skagabraut 25, Akranesi.
Hulda Axelsdóttir (18—20 ára),
Nautabúi, Lýtingsstaðahrepp,
Skagafirði.
Gyða Valdimarsdóttir (16—18 ára),
Kirkjubæjarklaustri, Síðu, V.-
Skaftafellssýslu.
Maggý Björnsdóttir (19—25 ára),
Kaupfélagi Skagstrendinga, Skaga-
strönd.
Erla Haraldsdóttir (16—18 ára),
Skólaveg 27, Vestmannaeyjum.
Gíja Kristinsdóttir (16—20 ára),
Kaupfélagi Skagstrendinga, Skaga-
strönd.
Þessi mynd er frá þorpskirkjunni í Lacock. Kirkjan er snar þáttur í lifi
þorpsbúa. Presturinn skírir, giftir og jarðar og tekur mikinn þátt í félags-
llfi þeirra.
Bréfaskipti - frímerkjaskipti
Gangið í einn bezta bréfaskipta- og frímerkjaklúbb
1 Evrópu. Meðlimir um allan heim. Hefur þegar marga
meðhmi á Islandi. Gefur út meðlimalista þýddan á 15
tungumál. Árlegt meðlimagjald 6,50, sem borgist í
ónotuðum íslenzkum frímerkjum.
Allar upplýsingar veitir G. Vailhen, 55 Rue de
Coulmiers, Nantes (L/ I.), France. (Skrifið á dönsku,
ensku, þýzku eða frönsku).
Útgefandi VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundeson, Tjarnargðtu 4, sími 5004, pósthólf 365.