Vikan - 14.08.1947, Qupperneq 10
10
VIKAN, nr. 33, 1947
r—■
9
HEIAIILIÐ
Verið grönn og ungleg.
Matseðillinn
Fisk- og spínatgratin.
% kg. fiskflök, fisksoðið (eða
vatn. og salt), % kg. spínat, 1
—2 matsk. smjörlíki, 2—4mat-
sk. rjómi, salt. 1 sósu og ann-
að: 1 y2 matsk. smjörlíki, 2
matsk. hveiti, 1%—2 bollar
fisksoð, (4 bolli mjólk, salt,
pipar, brauðmylsna, (1 matsk.
rifinn ostur), 2—3 matsk. bráð-
ið smjör.
Sjóðið fiskflökin vel í fisksoði eða
lítilsháttar söltuðu vatni. Takið þau
síðan upp úr pottinum með gata-
skeið, látið fiskinn siðan í vel smurt
eldfast mót. Sjóðið spinatið, sem áð-
ur er þvegið vel, í 6—8 mínútur, bæt-
ið síðan smjöri og rjóma út í og látið
sjóða enn í nokkrar mínútur. Saltið
spínatið eftir smekk og leggið ofan
á fiskinn.
Bræðið saman smjörlíki og hveiti
í sósuna, bætið fisksoðinu og mjólk-
inni út i, svo að úr þvi verði þykk
sósa. Bætið út í salti og pipar og
hellið henni síðan yfir spínatið. —
Stráið brauðmylsnu og rifnum osti
ofan á og dálitlu af bræddu smjöri.
Bakið síðan búðinginn í ofni.
Norskur eggjagrautur.
1(4 1. nýmjólk, 2 egg, 2 mat-
sk. sykur, 1 matsk. kartöflu-
mjöl, 1 matsk. hveiti.
Hveitinu og kartöflumjölinu er
blandað saman og hrært út i kaldri
mjólk. Eggjarauðurnar eru hrærðar
vel og sykur látinn saman við þær.
Felumyrnd
Hér er dansarinn, hvar er spilarinn?
Hvíturnar eru stífþeyttar og (4 te-
skeið af salti látin út í. Það sem
eftir er af mjólkinni, er látið sjóða,
og dálitið af henni látið saman við
hveitijafninginn. Siðan er öllu bland-
að saman, hrært vel í og látið sjóða.
Hvitumar em settar í síðast. Borið
fram með sætum sítrónusafa.
Húsráð.
Ef þér ætlið að „femísera“ slitna
borðplötu eða annan tréflöt, þá skul-
uð þér nudda flötin vandlega með
finum sandpappír fyrst, til að hreinsa
burtu öll óhreinindi og bletti.
Gleymið ekki að þýða ískápinn áð-
ur en íslagið í frystihólfinu er orðið
hálfur sentimetri á þykkt.
Tizkumynd
Sérkennilegur kjóll úr svörtu tafti
og hvítri blúndu.
Uppeldisvandamál.
Eftir dr. G. C. Myers.
Við foreldrar erum eins og annað
fólk, við látum" oft stjórnast af til-
finningum í framkomu okkar við
börnin. Og börnin eru ekki orðin
margra mánaða, þegar þau uppgötva
þessa veiku hlið okkar og taka að
notfæra sér hana.
Okkur verður á einu sinni að rugga
anganum litla í svefn eða svæfa hann
i fanginu. Eða við leggjumst hjá
honum þangað til hann sofnar. Við
tökum hann upp í rúmið til okkar,
Fylgist þér með í megrunaræfingum okkar? Það borgar sig, því að þér
munuð fljótt komast að raun um, að með því að iðka þær nákvæmlega, þá
losnið þér við nokkur óþarfa þund. Ef til vill á ein af æfingunum í blaðinu
í dag einmitt við yður. — Byrjið þvi strax.
9. Efri hluti líkmans.
Leggist á vinstra hné, og teygið
hægri fót fram, eins og þér sjáið á
myndinni. Réttið handleggina fram,
og beygið yður fram á við i þessum
stellingum, eins og þér getið, og
réttið yður því næst upp aftur. Ef
þessi æfing er rétt gerð, verkar hún
mjög megrandi á efra hluta iíkam-
ans, en það verður að gera hana
hægt og vandlega.
10. Neöri hluti líkamans.
Setjist á gólfið. Spennið greipar aftur fyrir hnakkann. Réttið vel úr fót-
unum, og lyftið vinstra fæti, en gætið þess að vera beinar i baki. Látið fót-
inn svo síga niður, og lyftið þeim hægri á sama hátt. Þegar þér hafið fengið
nokkra æfingu í þessu, er báðum fótum lyft samtímis. Þessi æfing grennir
neðri hluta líkamans og örfar einnig meltinguna.
en bara í þetta eina sinn. En þetta
eina skipti vill endurtaka sig, og í
hvert skipti segjum við sjálf okkur,
að héðan í frá skuli þetta ekki ske
oftar.
Ég þarf ekki að rekja þessa sögu
lengra. Þið þekkið hana öll. Þessi
einstöku fyrirbrigði eru orðin að föst-
um vana áður en varir. Jafnvel þó að
ónauðsynleg umhyggja sé ekki sýnd
nema einu sinni, getur hún orðið
baminu svo ánægjurík, að það búist
alltaf við henni upp frá því. Þess-
vegna eigum við aldrei að gera það
fyrir barnið, sem við viljum ekki
endurtaka. Við verðum sífellt að vera
á verði, ef við viljum komast hjá
ónauðsynlegum erfiðleikum fyrir
okkur og börnin.
En reynslan er því miður gagn-
stæð. Við endurtökum þennan óvana
dag eftir dag og viku eftir viku, áður
en við gerum okkur ljóst að hér er
um alvarlega misfellu að ræða. Þá
ákveðum við að bæta ráð okkar og
taka fyrir þetta. En andstaða barns-
ins er þá svo einbeitt og sterk, að
við höfum ekki hjarta í okkur til að
halda málinu til streitu. Svo líður
æðilangur tími áður’ en við tökum
aftur ákvörðun um að hætta óvan-
anum. En auðvitað er andstaða
barnsins þá enn sterkari en í fyrra
sinnið.
En hvað eigum við þá að gera?
Eitt er víst, að því lengur sem við
drögum að láta til skarar skríða, því
meiri mótstöðu þarf að yfirvinna hjá
baminu. Það er því ekki annað betra
ráð en að taka málið föstum tökum
strax, gera sér ljóst, hvað frekari
töf muni kosta og meta möguleika
okkar til sigurs. Svo látum við til
skarar skríða, og vonandi vinnum
við! Á eftir, þegar við hugleiðum sig-
ur okkar, furðar okkur mest á því að
við skyldum ekki hafa haft kjark til
að hefjast handa fyrr!
I