Vikan


Vikan - 14.08.1947, Qupperneq 11

Vikan - 14.08.1947, Qupperneq 11
VIKAN, nr, 33, 1947 11 *--------- Framhaldssaga: ------------ SPOR FORTÍÐARINNAR 20 i, _ -— — - ÁSTASAGA eftir Anne Duffield — „Eins og þér viljið, ungfrú Sybil, en gleymið ekki því, sem ég sagði. Ég bíð.“ „Já, biðið bara. Þér gerið yður ekki svo litlar hugmyndir um yður sjálfan, Hussein E1 Bedavvi!" „En þér?“ hvíslaði hann. „Verið varkár, dúf- an min, dramb er falli næst.“ „Hvemig dirfist þér að tala svona við mig, þér gleymið —.“ Sybil var í raun og veru orðin reið. „Hver ég er?“ sagði hann brosandi. „Við höf- um nú ólíkar skoðanir á því, ungfrú Sybil.“ „Talið þér kannske svona við • aðrar enskar stúlkur ?“ „Aðrar? Hvað koma þær mér við? Ég vil ekki tala við neina nema yður. Ég legg mig aðeins niður við að tala við yður.“ „Leggið yður niður við! Þér eruð furðulegur!“ Hún gekk hratt yfir grasflötinn og Hussein létt- um skrefum við hlið hennar. Sybil var ennþá reið og hálfhrædd við eitt, sem hann hafði sagt, en þrátt fyrir allt hrifin af honum og upp með sér. Ungfrú Summers mátti segja, hvað sem hún vildi. Það var mikið varið í hann — það var auð- séð á því, hvemig Axel greifi gerði honum hátt undir höfði. „Hann er hálf brjálaður af ást til mín — veslingurinn.“ Það var að nokkm leyti rétt að Hussein E1 Bedawi hafði aldrei árætt að tala svona til ann- arrar enskrar stúlku en Sybil. Það sýndi ljóslega ástríður hans og hversu háar hugmyndir hann gerði sér um skjólstæðing Kaye majórs. Þegar Sybil kom auga á Micael Summers hljóp hún orðalaust frá Hussein til hans. „Halló, hvar hafði þér verið?“ kallaði Michael. „Ég var að sýna Hussein undrablómin okkar. Ungfrú Summers sagði að ég ætti að vera vin- gjamleg við hann.“ „Þér emð góð stúlka. Yður er alltaf að fara fram.“ „Finnst yður það?“ Hún mændi á hann bláum augunum. „Ég er að byrja að fá örlitla von,“ sagði hann striðnislega. „Ég sá að þér gerðuð skyldu yðar við Hussein,“ sagði Linda vingjarnlega við ungu stúlkuna, um leið og hún kom til þeirra. „Það gerði ég,“ sagði Sybil reiðilega, því að henni gramdist að Linda skyldi ónáða þau. „Þér hefðuð ekki látið mig gera það ef ■—,“ hún þagn- aði snögglega. „Ef hvað?“ spurði Linda hvasst. „Það var ekkert,“ sagði Sybil, sem iðraðist fljótfæmi sinnar, að ætla að fara að segja Lindu frá því, sem gerzt hafði, til þess eins að geta skapraunað henni. „Michael, langar yður ekki til að sjá blómin?“ „Jú, við skulum fara og líta á þau,“ sagði Linda. „Nei, ég vil sýna honum þau ein,“ sagði Sybil nöldrandi eins og óþekkur krakki. „Ég á þessi blóm, Gamal skýrði þau eftir mér. Hann kallar þau „sitt Sybil“. Er það ekki fallegt af honum? Hann er hreykinn af þeim og ég líka. Ég ein má sýna fólki þau.“ „Förum þá, Sybil,“ sagði Michael og leit af- sakandi á systur sina. „Börn verða að fá vilja sínum framgengt." Linda svaraði engu, heldur stóð ein eftir. Sama kvöld, þegar hver var kominn inn til sín, komst Linda að þeirri niðurstöðu að nú mætti hún ekki draga það lengur að tala alvarlega við þetta erfiða barn. Hún gekk því inn í herbergi Sybilar og lokaði hurðinni á eftir sér. „Sybil, við hvað áttuð þér i dag, þegar þér sögðuð að ég hefði ekki beðið yður að vera vin- gjamlegar við Hussein, ef ég vissi eitthvað ?“ „Sagði ég það? Ég man það ekki.“ „Sagði Hussein eitthvað, sem þér reiddust af ?“ hélt Linda áfram. „Auðvitað ekki. Hvers vegna dettur yður það í hug?“ „Þér vitið að við höfum talað um þetta áður og þá játuðuð þér að þér vissuð að hann var á eftir yður.“ „Það var hann lika — eða það leit út fyrir það. En þér sögðuð mér engu að síður að vera vingjarnleg við hann.“ „Kaye majór bað mig að segja yður pað. En hann veit ekki -—.“ „Það er ekkert að vita. Ég bið yður að hætta þessari vit-leysu. Hvorugt ykkar lætur mig nokk- um tíma í friði — þetta er ósanngjarnt - ‘ „Ég hefi bara áhyggjur út af yður, Sybi!, mér finnst þér vera svo æstar í dag. Viljið þéi ekki segja mér hvað kom fyrir?“ „Ég hefi ekkert að segja. Hann var kurteis eins og venjulega. Ég hélt áður að hann væri ástfanginn af mér, en það er víst liðið hjá. ’ Linda, sem hafði gefið Hussein nánar gætur þá um daginn var ekki á sömu skoðun, en hún minntist ekkert á það. „Segið þér nú satt, Sybil? Þér mynduð ekki leyna mig því ef hann hefði verið nærgöngull — eða er það? Það mætti ekki viðgangast — þér gerið yður kannske ekki ljóst hvað þetta er alvarlegt." „Það er satt, sem ég segi, en ég get ekki gert að þótt þér trúið mér ekki.“ „Ég trúi yður,“ svaraði Linda hægt. „Ég helcl að þér mynduð ekki segja mér ósatt. Þér vitið eins vel og ég að Hussein hefir eklcert leyfi til að gera sig heimakominn við yður.“ „Þér þurfið ekki að minna mig á það, ungfrú Summers." „Ég vil að þér segið mér það strax ef hann ónáðar yður eitthvað.“ „Hann dirfist þess aldrei,“ sagði Sybil óþolin- móð, „þér gleymið hver ég er.“ „Það væri heimskulegt af honum og Kaye majór myndi ekki tvinóna við að sýna honum i tvo heimana ef svo bæri undir. Ég segði fjár- ráðamanni yðar frá þessu, ef hann ætti ekki í einhverju stímabraki við þá innfæddu, en hann segir að þar geti E1 Bedawi-feðgarnir komið sér að liði. Þess venga vill hann halda vináttu við þá.“ „Hlaupið með þetta í majórinn, ef yður sýnist. — og gerið honum erfitt fyrir, en það væri ekki gáfulega gert. Ég veit ekki hvað þér gætuð sagt honum. — Hussein hefir hvorki gert neitt né sagt. Og þó að þér haldið að hann sé á hnot- skógi á eftir mér getur það eins verið ímyndun ein — sem ég held lika að það sé. Ef þér segið honum þetta,-þá skal ég segja honum mína skoð- un á þessu máli.“ „Ég ætla að bíða með það, en munið það, sem þér lofuðuð mér,“ sagði Linda. „Þá það! Var það eitthvað fleira?" „Já — en ég veit ekki hvernig ég á að liefja máls á því, Sybil.“ „Þér eruð ekki vanar því að geta ekki kornið orði fyrir yður.“ svaraði Sybil. „Mér — mér finnst að þér ættuð ekki að vera svona mikið með bróður mínum —.“ „Drottinn minn! Ætlið þér nú að fara að skamma mig aftur? Hvað hefi ég gert af mér?“ „Ég er ekki að skamma yður,“ svaraði Linda rólega. „Michael er ágætur, en Alberta — já, ég játa, Sybil, að hún er afbrýðisöm. Hún getur ekki gert að því þótt hún sé svona. Þér valdið henni miklum áhyggjum. Ég veit að þér hafið bara ekki hugsað út í það — en hún þjáist af því, Sybil.“ „Mér þykir það leitt, en hún þjáist um leið og einhver kvenmaður litur á hennar ástkæra Michael. Ekki get ég gert að því.“ „Ég veit að yöur geðjast að Michael, en látið ekki svona mikið með hann. Hann er of gamall til að þér séuð að eyða tima yðar á hann — það eru héma svo margir ungir og skemmti- legir menn." „Ég er þreytt á ungum mönnum," sagði Sybil og setti á sig skeifu. „Ég fékk nóg af Tony —.“ „En þér verðið að láta Micliael einhvem tíma í friði —.“ „Hann virðist ekkert hafa á móti því að vera með mér —.“ „Munið að Michael á konu, sem honum þykir vænt um. Látið ekki tilfinningamar ná valdi á yður — ég veit að hann er yndislegur maður. Gætið þess, að þér brennið ekki sjálfa yður, góða bam.“ „Það er ég ekki hrædd við að ég geri,“ svaraði Sybil. Linda andvarpaði. Hvað þýddi að tala við þetta kaldlynda, einþykka barn? Hún sá að Sybil horfði í spegilinn og hún varð allt i einu hrædd. Hún varð falleg, ömgg — og viss um Michael. Hafði hann gefið henni ein- hverja ástæðu til að vera það. Michael var ekki annað en mannleg vera, svo það gat vel hugsast. „Þetta gotur ekki gengið lengur, Sybil, þér verðið að te’ a tillit til mágkonu minnar," „Nei, þér vitið vel að við verðum að gera út um þetta okkar á milli.“ „Það kæmi mér ekki á óvart þótt þér gerðuð það, en bróðir yðar yrði yður ekki þakklátur. En því talið þér ekki við hann sjálfan, úr því að þér hafið þessar áhyggjur?" „Af því að Michael veit ekki að Alberta er svona afbrýðisöm. Ég vil ekki koma upp um hana við manninn hennar. Þetta er allt undir yður komið, Sybil —.“ „Ég get víst ekkert hjálpað yður og Albertu í þessu máli.“ „Viljið þér ekki svo mikið sem reyna að láta bróður minn í friði?“ „Þér ættuð heldur að biðja hann að láta mig í friði!" „Sybil!" „Já.“ Sybil var blóðrjóð í framan og með grát- staf í kverkunum. „Það er ekki eins einfalt og þér haldið. Einhvem tíma komizt þér að raun um —.“ „Hvað hefir Michael sagt yður?“ „Hann hefir ekkert sagt, en ég er enginn skyni- skroppinn veslingur. Þér skuluð ekki halda að það sé ég, sem geng eftir honum." „Ég er hrædd um að þér misskiljið þetta," sagði ! inda. „Michael skoðar yður sem hvert annað bam.“ „Er það satt? En hvers vegna hafið þér þá þessar áhyggjur? Ég held að þér séuð famar að ragla. Það er ekki til neins fyrir okkur að tala um þetta."

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.