Vikan


Vikan - 14.08.1947, Qupperneq 12

Vikan - 14.08.1947, Qupperneq 12
12 i VTKAN, nr. 33, 1947 „Nei,“ svaraði Linda biturt. „Þér látið mig þá kann^ke í friði með einka- mál min framvegis?" „Það geri ég,“ sagði Linda, „ég hefi gert það, sem í minu valdi stendur." 15. KAFLI. Kaye majór sendi boðsbréf í allar áttir að mat- arveizlu og dansleik, sem hann ætlaði að halda Axel gTeifa til heiðurs. Honum geðjaðist að Austurríkismanninum, en af vissri ástæðu hefði hann ekki harmað fráfall hans, ef svo hefði borið imdir. Allir í Abbou-Abas kepptust við að bjóða greifanum til sín og gera sem mest fyrir hann og vildi Kaye ekki standa öðrum að baki hvað það snerti. Þetta átti að vera stór veizla og kom danshljómsveit alla leið frá Kairo. Síðustu dagana fyrir veiziuna voru þau Linda og majórinn bæði í æstu skapi — þeim leið illa og gat Kaye ekki leynt þessu, en aftur á móti tókst Lindu það vel. Augu hans voru spyrjandi og dapurleg, jafnvel þegar hann brosti, og lá við að Linda færi að gráta þegar hún sá það, en sam- tímis fyllti það hana hamingju. „Nei, nei, ég trúi því ekki -— ég þori ekki að trúa því,“ sagði hún hvað eftir annað við ‘ jálfa sig. Sambúðin á milli Lindu og Sybil var einnig ekki sem bezt þessa dagana. Stelpan fór ekki í laun- kofa með að hún var Lindu reið og hún varð sífellt bráðari í skapi. „Hún hefir eitthvað illt á prjónunum," hugsaði Linda óróleg. Á þessu tímabili sáu þau Michael og Albertu aðeins tvisvar sinnum, og í bæði skiptin gaf Linda bróður sínum nánar gætur í laumi. Henni fannst Michael vera ólíkur sjálfum sér og eins og hon- um liði ekki rétt vel. Það var langt síðan Alberta var orðin þvinguð í framkomu við Sybil og það bætti ekki úr skák, hvémig hún reyndi hvað eftir annað ^3 vera snefsin við hana. Tony tók ósigri sínum eins og karlmanni sæmdi, en Linda kenndi samt sárt í brjóst um hann. Hann var hnugginn á svipinn, en þegar hann reyndi að vera glaður var kæti hans óeðli- leg. Það bætti ekki úr skák fyrir Lindu að Axel greifi, sem fram að þessu hafði verið henni til mikillar ánægju, olli henni nú aðeins óróleika. Hún var farin að lesa meira en vináttu eina út úr augum hans, en eftir því sama hafði Kaye tekið fyrir löngu. Það var því engin furða þótt margir værn órólegir og í æstu skapi þegar gestirnir tóku að streyma að Friðarlundi veizlukvöldið Kaye majór, sem var nú að halda manni veizlu, sem hann játaði fyrir sjálfum sér að væri keppi- nautur sinn í ástamálum, hafði tekið á öllu því' sem hann átti til. Hann var glæsilegri og karl- mannlegri en nokkru sinni fyrr. Jafnvel Sybil gat ekki annað en séð það. Hún starði á hann og óskaði þess allt í einu að hann væri ekki fjár- ráðamaður sinn og hún hefði kynnzt honum við aðrar aðstæður, svo að hún hefði getað lagt net sín fyrir hann. Michael var í ágætu skapí. Linda, sem var í fallega hvíta kjólnum, tók alveg að sér hlutverk húsmóðurinnar í þessari veizlu, sem var haldin vini hennar til heiðurs. Eve Lacy og vinkonur hennar voru bæði reiðar og hneykslaðar yfir framferði hennar og hugsuðu sér að ná sér niðri á henni við tækifæri. Það var ekki nema sautján manns, sem var boðið i matarveizluna, sökum rúmleysis, en fjöldi fólks kom klukkan 11 til að vera á dansleiknum. Öllu hafði verið rutt út úr stóru setustofunni og hljómsveitinni komið fyrir á palli við svalahurð- ina. Bæði gólfið í setustofunni og flísarnar í and- dyrinu höfðu verið bónaðar svo að það mátti spegla sig I þeim. „Ég vona að þeir leiki æstan ,,jass“, sagði Sybil þegar hljóðfæraleikendumir tóku að stilla hljóðfærin sín. Hún stóð i hópi með Albertu, Michael og Helene Sanders. „Ég efast ekki um að þeir geri það,“ sagð’ Michael kurteislega. „ „Jass“ er dásamlegur," hélt Sybil áfram, tók nokkur dansspor og horfði á Michael. Hún var í silfurofna kjólnum, sem var svo fleginn ofan á bak og aðskorinn um mjaðmimar að líkams- vöxtur hennar kom greinilega í ljós. Kjóllinn var í raun og vem alltof fullorðinslegur í samanburði við bamalegt andlit hennar og Ijósu lokkana. Alberta horfði á mjótt mitti hennar og ávalar mjaðmimar og það fór hrollur um hana að sjá, hvemig hægt var að fylgja hverri líkamshreyf- ingu undir þunnu efninu. Sybil gat ekki verið í miklu innan undir. „Ég vona að hljómsveitin spili ekki „jass“. Það er hræðilegt pottaglamur, sem aðeins villi- menn geta dansað eftir." Linda, sem stóð yzt í hópnum hjá Axel greifa andvarpaði þreytulega. Bara að Alberta gæti þagað, hún gerði aðeins illt verra með þessu og æsti stelpuna. „Villimenn?" át Sybil upp eftir henni hlæjandi. „Er ég þá ekki hálfvillt, Michael?" Hún sneri sér í hring svo að pilsið stóð neðst beint út i loftið. „Ég er sammála yður, frú Summers," flýtti Helene Sanders, svarthærð, blíð'ynd stúlka, sér að segja. „Ég hefi viðbjóð á „jassi“.“ „Ef þú breytist ekki til batnaðar, Helene, end- arðu með því að ganga á flatbotnuðum skóm og með hatt úr grófu ullarefni. Þú ert fædd til að vera piparmey." „Ég er viss um að Helena gengur eins fljótt út og margar aðrar,“ svaraði Alberta einbeitt. ,;Já, það er undarlegt, hvemig sumar konur geta farið að því að krækja sér í menn,“ hélt Sybil áfram, „jafnvel þær, sem eru fæddar til að vera piparmeyjar". Sybil lagði handlegginn utan um mitti Helene og sagði full iðrunar: „Taktu ekki nærri þér það, sem ég segi, Helene — ég var bara að striða þér. Það liður ekki á löngu, áður en örlög þín verða ráðin. Hárið á þér fer ljómandi vel í kvöld.“ 1 sama bili byrjaði hljómsveitin að leika nyj- asta „jass“-lagið. Það var satt að Sybil var ,,villt“ í kvöld, hún þreif í Michael og dró hann óðara fram á gólfið með sér. Helene dansaði blóðrjóð og alvarleg á svipinn fram á gólfið með Jack Daintry, en Axel greifi hneigði sig fyrir Lindu. „Hefir yðar hátign verið ánægð með mig síð- ustu dagana?" spurði Tony, þegar hann dansaði við Lindu næsta dans. „Já' mjög,“ svaraði hún. Hann brosti og svo var ekki minnst frekar á það, sem á milli þeirra hafði farið. Þau fóru fram hjá Sybil, sem var að dansa við Jack og Linda lét falla nokkur orð um fegurð hennar. „Já, hún er falleg í kvöld," svaraði Tony, „en hvað er að henni, hún er svo æst? Drakk hún of mikið af kampavíninu við borðhaldið?" „Það held ég ekki." Hann hrukkaði ennið, en sagði ekki fleira. Linda var fegin að hann skyldi hafa það mikinn áhuga á Sybil að hann hefði áhyggjur út af henni, það var góðs viti. Skömmu seinna kom Kaye majór til Lindu, þar sem hún stóð ein úti í homi á svölunum. „Má ég dansa við yður þennan dans, ungfrú Summers?" „Já." „Eigum við ekki að dansa héma úti?“ spurði hann. Það var hálfdimmt á svölunum og Kaye hafði veitt þvi athygli að margt af unga fólk- inu kaus heldur að dansa þar. Þau dönsuðu valz þegjandi -— hann hélt fast utan um mitti hennar. „Við dönsum næsta dans líka," sagði hann þegar lagið var á enda. Hún kinkaði kolli. „Viljið þér kampavín?" spurði hann. Skenki- borðið stóð yzt í setustofunni, við svalahurðina. „Nei, ég þakka yður fyrir, ekki núna." „Þá skulum við koma út og kæla okkur." Þau gengu niður stigann og út I garðinn. „Skemmtið þér yður í kvöld, ungfrú Summ- ers?“ ,,Já, en þér?“ „Ég naut þess að dansa þennan dans," svaraði hann. „Ég vonast líka eftir að njóta þess næsta og nokkurra seinna." „Já, það dansa margar vel af þeim, sem eru héma í kvöld.” „Það er ein hér i kvöld, sem mér þykir sér- staklega gott að dansa við — já, of gott." „Því segið þér það?“ „Af þvi að mig langar þá ekki til að dansa við neina aðra en hana. Þegar maður hefir fundið draumadis sína — MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. Copr. 1946, King Featut« SyndMT»rc. lnr.. W&rilrtehts ttt.rv.,1 1. Raggi: Þarna hleypur Georg á eftir kettinum! ■1 . . . og það var engin furða, því að kötturinn Maggi: Komdu, Georg! Svei þér, Georg! Georg! er kominn undir verndarvæng „hundahreinsar- 2. Maggi: Láttu köt.tinn í friði, Georg! 3. Georg gegndi ekki Magga, en nú snar- stanzaði hann ... ans“!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.