Vikan


Vikan - 04.09.1947, Qupperneq 4

Vikan - 04.09.1947, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 36, 1947 VIIMIR MÆTAST - Smásaga Kenneth Tomlins majór hringdi á þjón sinn. Meðan hann beið stóð hann upp frá skrifborðinu og gekk að glugganum. Þoka lá yfir öllum flugvellinum. Upjai í loftinu heyrðust dunur í sprengjuflugvélum og í fjarska sprengingar. Rúðurnar skröltu tií við loftþrýstinginn. Þjónninn kom inn og heilsaði að her- manna sið. Tomlins snéri sér fölur og ó- styrkur að honum. „Hobbs, ég ætla að senda konuna mína og börnin til Skotlands til að vera þar í hálfan mánuð. Farið heim til mín og hjálpið þeim við að setja farangurinn niður.“ „Já, herra majór.“ „Hringið til „Daily Standard“ og segið þeim að senda ekki blaðið í kvöld. Og þegar þér eruð kominn heim til mín, þá sendið út- varpstækið í viðgerð og fáið nýja lampa í það.“ Hobbs drap tittlinga. Hann vissi mæta vel að það var óþarfi að setja nýja lampa í útvarpstæki Tomlins, en hann hafði ekki orð á því. „Já, herra majór, það skal ég gera.“ Majórinn gekk áftur að skrifborðinu og tók upp heymartækið á innanhússím- anum. „Gjöra svo vel að koma með manninn inn til mín, liðþjálfi." Liðþjálfi kom inn og með honum hár, Ijóshærður maður á svipuðum aldri og Tomlins — þrjátíu og tveggja ára. Þótt hann væri í borgarabúningi var framkoma hans engu síður hermannleg en majórsins. „Þér megið fara, liðþjálfi! “ skipaði Tomlins. Liðþjálfinn fór út. Ökunni maðurinn gekk til Tomlins og þrýsti hönd hans inni- lega. „Það var gaman að hitta þig aftur, Kenneth. Þú hefur ekki breytzt mikið á þessum tíu árum.“ „Þú ekki heldur, Hermann!" svaraði Tomlins. Hann lagði höndina á herðar manninum. „Eru ekki einmitt tíu ár síðan við vorum herbergisfélagar í háskólanum í París, Ken?“ spurði Hermann Heinrich á ensku, en með útlendingslegum hreim. „Láttu fara vel um þig, Hermann —“ Tomlins bauð honum vindling. Þeir sett- ust niður og töluðu án afláts um námsárin í París. Majórinn kveikti sér í gamalli pípu, og þegar Heinrich sá hana fór hann að hlæja. „Hún gaf okkur báðum sinn hvora píp- una — en ég er fyrir löngu búinn að eyði- leggja mína —“ „Já, Hermann," Englendingurinn kink- aði kolli. „Pípan þín var með löngu munn- stykki og sæfrauðshaus.“ eftir Allen Vaughan Elston. „Nanette keypti þær handa okkur dag- inn, sem við lukum prófinu. Utan um báð- ar var vafið bláum silkiborðum og hún sagði að pípurnar líktust okkur. Mín var löng og mjó —“ „Og falleg,“ bætti Tomlins við. „En ekki traust,“ sagði Heinrich og hló, „og þín stutt og vönduð. Hún sagði að sú myndi endast lengur." Majórinn hrökk við. „Þín pípa var vafin bláum silkiborða—“ leiðrétti hann „hún vafði sögulegu ritgerð- ina, sem við unnum báðir að í sameiningu með bláum borða —“ „Já, hét hún ekki „Evrópa á tímum for- myrkvunarinnar, Kenneth ?“ „Þegar ég vissi að ég áþti að hitta þig í kvöld —“ sagði Tomlins brosandi, „leit- aði ég í gömlu drasli og fann eitt eintak af henni. Hérna er það —“ Hann tók upp handrit. Hermann strauk fingrumun ástúðlega yfir titilblaðið. „Ef Nanette hefði ekki hjálpað okkur sætum við ennþá sveittir yfir ritgerðinni,“ sagði Tomlins. „Já, það var lán fyrir okkur að hún skyldi starfa á bókasafninu. Það er bara eitt, sem ég get ekki munað,“ hélt Her- mann áfram. „Hvor okkar varð fyrri til að verða ástfanginn af henni?“ Majórnum brá og reyndi að breyta um I VEIZTU —? 1. Pappírsörk, sem brotin væri 54 sinnum, mundi ná til sólarinnar og til baka aftur. Hvað er langt til sólarinnar? | 2. Hvað nefnast gerðir Landnámu? | 3. 1 hvaða Islendingasögu eru þessi orð: i „Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar" ? 1 4. Hvað er Chiie margir ferkílómetrar ? i í 5. Hvað heitir höfuðborgin í Chile? I 6. Hve hár er hæsti tindur Heklu? i = 7. Hverrar þjóðar var rithöfundurinn Am- | old Bennett og hvenær var hann uppi ? i i 8. Hvenær kom Henry L. Stimson her- i málaráðherra Bandaríkjanna, hingað i til lands á stríðsárunum ? i i 9. Hvenær var Suðuramtsins Húss- og i bústjómarfélag stofnað ? i 10. Úr hverju er þetta: i Gap vas ginnunga, en gras hvergi. Sjá svör á blaðsíðu 14. ''I JIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIlMIIIIIIIIIIIIMiMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIllkV* umræðuefni, en gestur hans hélt ótrauð- ur áfram. „Það verð ég að segja, Kenneth, að hún tók ekki þann rétta. Hún hefði átt að giftast þér. Veiztu hvemig fór? Nanetta var aldrei hamingjusöm eftir að ég fór með hana heim til Stuttgart. Okkur greindi svo oft á um utanríkisstjómmálin. Hún skildi við mig 1933 og fór aftur til París- ar.“ „Já, Hermann. Hún sagði mér allt.“ Heinrich leit snöggt og rannsakandi á vin sinn. „Svo þú hefur þá hitt hana?“ „Ekki einungis það, Hermann,“ svaraði majórinn rólegur. „Ári eftir að þið skilduð,. giftist hún mér.“ Heinrich spratt á fætur og starði á hann. „Þú getur ekki hafa — jú, það er satt —“ Þegar Heinrich hafði áttað sig brosti hann aftur vingjarnlega framan í vin sinn. „Drottinn minn, þá er hún —“ „Já, Nanette og börnin em hjá mér hérna í herbúðunum og ég ætla að senda þau til Skotlands í kvöld.“ „Hvemig líður henni — og litlu börnun- um,“ spurði Hermann ákafur. „Þeim líður, öllum þremur, ágætlega,“ sagði majórinn. „Nú eru börnin orðin stór og myndarleg. Eiríkur er níu ára og Fríða átta.“ Stór herflugvél flaug yfir þakið og aft- ur heyrðust fallbyssudranur í f jarska, svo að rúðurnar nötruðu. Hermann settist aftur, en nú voru hendur hans ekki öragg- ar, þegar hann kveikti sér í öðram vind- lingi. Börnin muna sennilega ekki eftir mér,“ muldraði hann. „Þegar ég sá þau síðast var Fríða hvítvoðungur.“ „Mér þykir afar vænt um þau,“ sagði majórinn. „Hverjum líkjast þau, Kenneth?" Eiríkur er lifandi eftirmynd þín, Iler- mann, en Fríða líkist móður sinni.“ Majórinn lagði allt í einu hlustirnar við, því að honum heyrðist þjónninn mót- mælti einhverju ákaft. „Majórinn er ekki viðlátinn, frú. Það má ekki ónáða hann.“ „En það er áríðandi, ég skal ekki tefja hann lengur en eina mínútu.“ Þetta var málrómur Nanette. Tomlins varð alveg agndofa og áður en hann gæti nokkuð gert, var dyrunum hrandið upp og ljómandi lagleg kona um þrítugt kom inn. Hún var ferðaklædd. Á hæla henni komu tvö böm, bæði með gasgrímur dingl- andi á öxlimum. Þar sem Heinrich snéri baki að dyran- um, sá Nanette ekki strax andlit hans. Hún tók að segja erindi sitt og talaði á frönsku. „Garwood höfuðsmaður ekur norður eftir í kvöld, Kenneth. Hann segist hafa nóg rúm fyrir okkur. Hvers vegna þurfum við þá að fara með þessari leiðinlegu og lokuðu lest? Er ekki betra —“ Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.