Vikan - 04.09.1947, Side 10
10
VIKAN, nr. 36, 1947
• HEIMILIÐ •
.... / ----
Verið grönn og ungleg.
ftlatseðillinn Tízkumynd
Hakkað buff.
2 kg. malað kjöt (nauta- eða
kálfskjöt). % 1. kjötsoð eða vatn.
50 gr. hveiti. 6 laukar. Steikt í
175 gr. smjöri, iy2 tesk. salt.
Kjötið er þvegið með klút; stærstu
sinar og himnur teknar af, skorið í
litla bita og hakkað einu sinni. Bún-
ar til litlar buffkökur með hníf,
stráð á salti og pipar. Kökunum dýft
í hveiti og brúnaðar fallega ljósbrúnar
báðum megin. Látnar í pott með
heitu vatni eða soði og soðnar hægt
í 45 mín. Þá eru þær teknar upp og
haldið heitum; sósan jöfnuð með
hveitinu, sem áður er hrært út í
köldu vatni, hún er soðin í nokkrar
mínútur; salt látið í, ef þarf. Kökun-
um raðað á fat og sósunni hellt yfir.
— Laukurinn er brytjaður smátt,
brúnaður og stráð yfir stykkin. Brún-
aðar kartöflur bomar með.
Brúnaðar kartöf lur.
1Í4 kg. kartöflur. 150 gr. smjör.
100 gr. sykur (gjarnan púður-
sykur).
Kartöflurnar eru þvegnar, soðnar
og afhýddar og látnar kólna. Syk-
urinn er settur á pönnu, og þegar
hann er fallega brúnn, er smjörinu
hrært saman við, kartöflumar látn-
ar á og brúnaðar ljósbrúnar.
Blár sloppur úr ullarefni með satín-
bryddingum, hentugur fyrir veturinn.
HJÓNASKILIMAÐIR
13. Sitjandinn:
Ef þér hafið gert undanfarandi
æfingar samvizkusamlega, þá á
að vera auðvelt að gera þá æf-
ingu, sem hér fer á eftir.
Setjist á gólfið og styðjið
höndunum niður til beggja hliða.
Réttið vel úr fótunum, og lyftið
þeim saman skáhalt upp og til
vinstri, og siðan niður aftur.
Gerið síðan sömu æfingu til
hægri. Þér finnið alveg hvort þér
gerið æfinguna rétt, því sé svo,
þá finnið þér glöggt að mjaðm-
arvöðvarnir hreyfast.
Þetta er skemmtileg æfing, og
þér munuð smám saman fá vel
lagaðann og grannan sitjanda.
koma harðar niður á börnunum
en foreldrunum.
Stöðugt fjölgar til mín bréfunum
um böm skilinna foreldra. Venju-
lega eru þau skrifuð af móðurinni eða
ömmunni. Og enn á þeim sjálfsagt
eftir að fjölga, því að hjónaskilnuð-
um fer stöðugt fjölgandi.
Það er erfitt að svara þessum bréf-
um að gagni, því að öll uppeldisvanda-
mál verða erfiðari viðfangs, þegar
foreldrarnir eru skildir. Bamið hefur
orðið að búa við hið óholla andrúms-
loft á heimilinu, sem leiddi til skiln-
aðarins, og áhrifin sitja eftir í bam-
inu. Annað foreldrið eða ættingjar
reyna að vekja óbeit eða hatur hjá
þvi til hins foreldrisins. Hitt foreldrið
og ættingjar þess reyna hið sama.
• Og svo hendir suma dómara, sem
ekki virðast hafa neinn skilning á
eðli og þörfum bama, sú hræðilega
skissa að úrskurða, að barnið skuli
vera til skiptis hjá foreldrunum. —
Veslings bamið, því er sparkað á milli
foreldra og ættingja þeirra eins og
fótknetti. Ég mun berjast gegn slíkri
villimennsku meðan mér endist heilsa
og líf. Ef foreldrarnir skilja þetta
Eftir dr. G. C. Myers.
ekki, finnst mér að dómararnir ættu
að hafa vit fyrir þeim.
Oft er baminu komið fyrir hjá afa
og ömmu. En þó að þau séu vitur og
öll af vilja gerð, em þau svo miklu
eldri en barnið, að þau geta átt erfitt
með að skilja það og leiðbeina því.
Auk þess er það alltof þung byrði að
leggja á svo aldraðar manneskjur.
Ef foreldrið, sem hefir barnið í
umsjá sinni, giftist aftur, getur ver-
ið að seinni makinn eigi einnig böm,
eða ef til vill fæðast börn í seinna
hjónabandinu, og eykur þetta allt á
uppeldiserfiðleikana. Hver getur séð
fyrir öll þau öfl, sem meinað geta
hjónaskilnaðarbami að njóta þeirra
uppeldisáhrifa, sem stuðla að heil-
brigðum þroska ? Samt eru sum þess-
ara bama svo lánsöm að eignast gott
stjúpforeldri. '
Mér er það fyllilega ljóst í hvert
skipti sem ég gef ráðleggingar í
sambandi við ákveðin uppeldisvanda-
mál, að ef andrúmsloftið á heimilinu
er ekki heilbrigt, getur brugðið til
beggja vona um árangur af ráðlegg-
ingum mínum. Og þegar vandamál-
ið er x sambandi við hjónaskilnaðar-
barn, segir mér enn þyngri hugur um
árangur.
Rétt er það, að stundum getur það
verið betra fyrir bamið, að foreldr-
amir skilji. En foreldrar, sem raun-
verulega gera sér fulla grein fyrir
skyldum sínum gagnvart barninu,
ættu að finna hjá sér ríkari hvöt en
almennt gerist til að halda áfram
að búa saman sem góðir félagar. Auð-
vitað getur það reynzt öðru foreldr-
inu ofvaxið að framkvæma slíkan
ásetning. Að þvi getur komið að sam-
búðin við maka verði óbærileg, og af
rannsóknum, sem gerðar hafa verið,
virðist mega ráða, að það sé miklu
oftar konan, sem verður að hliðra til
en maðurinn. Hvernig eiginmenn og
konur og foreldrar verða þessi hjóna-
skilnaðarbörn ? Og hvað getum við
gert fyrir þau á meðan þau era ung ?
Þetta eru spurningar, sem við getum
öll búizt við að þurfa að svara ein-
hvem tíma, og mikið veltur á, að við
svörum þeim af ábyrgðartilfinningu.
SKRÍTLUR
„Nei, mamma, ertu komin? Við
Filippus áttum ekki von á þér fyrr
en eftir 10 mxnútur!“
Hollenzkur bóndi var að sá þegar
tveir þýzkir liðsforingjar fóru fram
hjá honum.
„%á, sáðu, góðu maður," sagði ann-
ar Þjóðverjinn, „það erum við sem
uppskerum."
„Það vona ég,“ svaraði bóndinn,
„ég er að sá hampi.“