Vikan


Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 11

Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 37, 1947 Framhaldssaga: 11 SPOR ■■■■ l■llll■m■l■■■■■■■■■lll■■■lll■l■■■ll■l■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■ ■■■•■■••>■• •■■■■■■■■■ iiii FORTÍÐARINNAR 11111111111 iii iii iii iii iii i ii 11 ÁSTASAGA eftir Anne Duffield .. ars hafði hann bara talað við hana á nokkurs- konar rósamáli — orðatiltæki, sem hann þýddi úr sínu eigin máli, og Sybil lét hrífast af hinum fögru orðum. Rödd hans, sem var djúp og hörku- leg, varð blíð þegar hann talaði við hana. Hún hræddist hann ekki, þvi að hégómagirnd hennar og vanþekking var svo mikil, að hún hugði sig hafa yfirhöndina, Eins og henni var eðlilegt, daðraði hún við hann, stríddi honum, og var duttlungafull gagnvart honum. Hún hafði afar gaman af að striða honum, til þess að fá augu hans til að leiftra. Hún vissi vel, að hún lék sér að eldinum, en henni datt ekki i hug, að hún gæti brennt sig. Hana grunaði ekki, að Hussein fannst hún vera fráhrindandi og hataði það, sem hann girntist. Linda stóð á svölunum fyrir utan herbergið sitt og horfði yfir skuggsælan garðinn. Sólin var gengin til viðar, og það var farið að rökkva. Loftið var fullt af blómaangan, það var hægt að sjá blómin á appelsinutrjánum, og reykinn, sem lagði frá varðeldunum — hinn sérkennilegi ilm- ur Austurlanda, sem vakti gleymdar tilfinning- ar. Dularfull ró hvíldi yfir öllu, en undir þess- ari ytri ró loguðu sorgir, eftirvænting og gleði, sem gátu losnað úr læðingi þegar minnst von- um varði. „Ó, K! Hversvegna get ég ekki slitið mig lausa frá þér? Ætt hún ekki að fara og slíta sig lausa frá þeim manni, sem olli henni hugar- kvölum ? Henni gafst núna gott tækifæri, þar sem bróðir hennar og mágkona voru að fara. Hún gat fundið gilda afsökun. Það var bezt að fara. Og þó — þó að yfirgefa La Tranquelitté. Henni þótti þótti svo undurvænt um þetta allt saman, að hún gat ekki slitið sig lausa frá því. Eg er veiklynd — og ég er ekki með öllum mjalla. Eg gæti gefið öðrum góð ráð og leið- beiningar í þessu máli, en ég get ekki farið eftir mínum eigin ráðleggingum. Ég get ekki farið. Á meðan hún afréð þetta, leitaðist hún við að beina huganum heim til Englands, þar var ró og frið- ur, sem enginn gráeygður maður gat raskað. Ég er trygglunduð, það veit hamingjan, þar sem ég hefi getað verið trú minningu þess manns, sem ég kynntist 16 ára gömul, þá hlýt ég að halda tryggð við mitt gamla heimkynni. Hvernig getur staður, sem ég hefi aðeins dvalið á í nokkra mánuði haft slík áhrif, að allt annað verði að þoka fyrir þessu? En það kom fyrir ekki, sveitasetrið í Eng- landi var horfið í skugga af Priðarlundi. „Ó — ég get ekki farið héðan. Það er ekki einungis Kaye, sem ég get ekki skilið við — heldur er þaS allt.“ Auðvitað var það Kaye, en það var bara ekki hægt að hugsa sér Kaye annars ataðar en á Friðarlundi, eða Friðarlund án Kaye. Að lokum snéri Linda sér við og gekk til her- bergis síns, þar sem logaði á stóru kerti í stjaka. Hún gekk að snyrtiborðinu og sá andlit sitt í speglinum, afmyndað og útgrátið. Það var mál til komið að skipta um kjól fyrir kvöldverðinn, en Tony Severing var boðinn að borða með þeim. Það var föstudagur, en Kaye var samt ekki ennþá kominn heim. Linda harkaði af sér, baðaði sig og klæddist svörtum kjól, sem fór henni sérlega vel. Hún ætlaði að fara að blása á kertaljósið, þegar hún hrökk við og stóð kyrr. 1 fjarlægð heyrðist lágt, suðandi hljóð, það var svo ógreinilegt að óvanir hefðu naumast heyrt það. Blóðið hljóp fram í kinnar Lindu. Kaye var að koma heim! Tiu minútum seinna voru Kaye og Axel greifi komnir. Þeir þrömmuðu upp stigann og hrópuðu til ungfrú Summers, sem hafði mætt þeim í and- dyrinu að þeir kæmu strax að borða. Tony kom nokkrum mínútum síðar — og Sybil, sem hafði snemma haft kjólaskipti kom hlaupandi inn frá garðinum. Það var fremur þögult við matarborðið, enda þótt Axel, sem hafði haft mikla ánægju af ferða- laginu, reyndi að halda uppi samræðum. Kaye var þreytulegur og fölur. Öðru hverju fann Linda þunglyndislegt augna- ráð hans hvíla á sér — og hann var næstum því biðjandi og spyrjandi á svipinn. Þetta var um mánaðarmót nóvember og des- ember, en það var hlýtt og logn þetta kvöld, svo að þau sátu úti á svölunum eftir borðhaldið. Enginn virtist hafa löngun til að tala. Sybil og Tony settu grammofóninn af stað, en Kay skipaði þeirn að stöðva hann aftur og var óvenju höstugur í máli. „Ég get ekki þolað að hlusta á „jass“ í kvöld.“ Sybil hlýddi því, en þó með grömu geði. Síðan bað hún Axel um að syngja. „Hefur þú heyrt hann syngja, Tony? Hann syngur svo dásamlega." Kaye tók undir það með Sybel, fremur af kurteisi en af því að hann langaði til að hlusta á söng. „Ef þér eruð ekki of þreyttur til þess,“ bætti hann við. „Ég er aldrei svo þreyttur að ég geti ekki sungið, ef þér hafið einhverja ánægju af því.“ Það var lítil slagharpa inni í setustofunni og við hana settist Axel greifi og lét fingurnar renna eftir gulnuðum nótunum. Sybil og Tony fóru inn og settust í legubekkinn fyrir framan arininn. Linda sat kyrr i stóra stólnum úti í myrkrinu. Kaye hallaði sér fram á handriðið skammt frá henni og reykti vindling. Rödd Axels greifa hljómaði sterk og falleg út í kvöldkyrrðina. „En hvað þetta er fallegt,“ sagði Kaye lágt, en hann hafði ekki heyrt hann syngja áður. Linda sat þögul og hreyfingarlaus. Axel hélt áfram að syngja —• nú söng hann gamla Vínar- söngva. Kaye sá Lindu allt í einu kreista hvxtar hendurnar í kjöltu sér. Hann kastaði vindlingnum út fyrir handriðið, tók eitt skref, en stanzaði svo og hallaði sér upp að súlu. Linda var ókyrr í stólnum og allt í einu var Kaye kominn að hlið hennar. Hún leit upp og hann sá að tár blikuðu í augum hennar. Kaye lagði hendurnar á axlir hennar og þrýsti þær. „Linda — hugsið ekki um Vín, þá bölvuðu borg. Þér megið ekki rifja upp endurminningar — ég vil ekki láta yður fara burt. Linda — hættið að láta yður dreyma." Hún starði á hann og gat ekki hreyft sig í járngreipum hans. Hún tók andköf, reyndi að segja eitthvað, en kom engu orði upp. „Linda — augu yðar koma upp um yður! Mér er alveg sama hvað þér hafið gert eða hverju þér hafið lofað, þér sleppið ekki — ég vil eklci að þér farið — ég get engum unnt áð fá yður!“ Hann beygði sig nær henni og kyssti hana með áfergju, en Linda reif sig lausa með snöggri hreyfingu, sem kom honum á óvart, og stökk upp úr stólnum. „Nei, Kaye. Ekki aftur! Það skal ekki verða af því í annað sinn.“ Hann starði á hana þar sem hún stóð beint á móti honum, skjálfandi, eldrauð í framan og með leiftrandi augu. „Við hvað eigið þér?“ Hann barðist við að muna eitthvað — eitthvað, sem var nærri gleymt. Hún líktist — líktist — já, á hvern minnti hún hann núna? „Ég á við — að þér skuluð ekki fá tækifæri til að gabba mig aftur-------“ „Ég — —“ en Linda var farin áður en hann komst lengra. Hún stóð núna inni í uppljómaðri setustofunni hjá hinu fólkinu. Utan við sig, ráða- laus og reiður elti hann hana. Hann reyndi að rifja upp fyrir sér atburð, sem nú stóð honum fyrir hugskotssjónum aðeins sem draumur. Axel greifi snéri sér brosandi frá slaghörp- unni. „Hafið þið fengið nægju ykkar. Stundum hættir mér til að syngja of lengi.“ „Nei,“ flýtti Kaye sér að segja. „Haldið áfram, von Holtzein," og hin tóku undir með honum. „Þá ætla ég að syngja lag, sem þið kannizt öll við,“ sagði hann og byrjaði á gömlu, þekktu lagi — „I Know a lady —.“ Kaye stóð í dyrunum og horfði á Lindu, sem sat og horfði í gaupnir sér. „I did but see her passing by, and yet X love her till I die —.“ Linda leit upp og mætti augnaráði hans. „Drottinn minn!“ tautaði Kaye við sjálfan sig, „Ert það þxi-----“ 18 KAFLI. Linda vissi aldrei hvernig henni tókst að láta á engu bera það sem eftir var kvöldsins. Til allrar íiamingju fór Tony Severing snemma og þegar hann var farinn sagði Axel greifi að hann væri þreyttur og fylgdi glaður ráðleggingu Kaye að fara að hátta. Sybil var einnig fús til að fara í rúmið og að lokum stóð Linda ein eftir í herbergi sínu. Hún gekk að glugganum, opnaði hlerana og hallaði sér út. Hugsanir hermar voru á ringul- reið. Hún hafði séð það skina út úr augum Kaye að hann þekkti hana aftur. Hvað hugsaði hann núna um hana? Hvað segði hann við hana, þegar þau hittust næst? Hvemig gat hún staðið augliti til auglitis við hann eftir það, sem nú hafði gerzt? Varir hennar þráðu kossa hans og slagæðar hennar hömruðu — hún hafði eitt augnablik verið fullkomlega hamingjusöm, áður en reiðin náði tökum á henni. Það mátti ekki henda hana aftur. Hún gat ekki treyst þeim manni, sem hafði áður kysst hana og siðan yfirgefið, án þess að gera síðar tilraun til að finna hana. Söngur Axels i kvöld hafði haft djúp áhrif á hann og slíkt var engri konu næg sönnun þess að karlmaður elskaði hana. Hún starði út í biksvart myrkrið. Allt í einu kom hún auga á lýsandi depil, rauða glóð, sem fór upp og niður og í hringi. Hún horfði fast á depilinn og skildi að lokum hvað þetta þýddi. Þetta var Kaye, sem stóð fyrir neðan gluggann og gaf henni merki með vindlingnum sínum. Hún veifaði hendinni á móti, gekk hljóðlega

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.