Vikan


Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 15

Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 37, 1947 15 Vlada og sonur hennar Framhald af bls. 7. var hún látin þræla 16 tíma af sólarhringn- um. Hún frétti ekkert af drengnum sínum. Stundum var hún vongóð, en annað slagið fylltist hún kvíða og örvæntingu. Er Rúss- arnir nálguðust var Vlada látin fara með öðrum föngum Þjóðverja yfir þvert landið. Að lokum kom hún til hinna illræmdu Belsenfangabúða. En þar frelsuðu Eng- lendingar hana úr illvirkja höndum. Eftir fjögra mánaða sjúkrahúsvist hafði hún náð heilsunni og fékk starf sem hjúkrun- arkona á stöð fyrir útlendinga. Og svo gerðist kraftaverkið. Eitt kvöld var hún að gera herbergi sitt hreint. Þá var drepið á dyr þess sem bjó í næsta her- bergi, og gengið inn í herbergið. Einhver ókunnur maður spurði eftir manni nágrannakonunnar. En hann var þá ekki viðlátinn í augnablikinu. Konan og maðurinn fóru að tala saman. Vlada gaf því í fyrstu lítinn gaum, þó að hún gæti heyrt hvert orð. Skyndilega heyrði hún ókunna manninn segja: „Nei, ég á engin börn. En ég hef tekið fósturson. Hérna hef ég mynd af honum, ef þér viljið líta á hana. Vlada þaut út úr herbergi sínu til þess að fá að sjá myndina, því hún gleymdi aldrei drengn- um sínum, og trúði því að hún fyndi hann einhverntíma. Hún leit á myndina. Hún var af Pavel! Hálfringluð af gleði og æsingu hlustaði hún á frásögnina um björgun drengsins. Þessi ókunni maður hafði verið í skæruliðaflokki, er hélt til í skógnum nærri þeim stað sem drengnum var ýtt nið- ur af lestinni. Maðurinn fann drenginn illa á sig kominn, hálfkalinn á fótum. Hann bar Pavel heim í bækisstöðin og annaðist hann svo vel að drengurinn náði sér. Seinna náðu Þjóðverjar bæði Pavel og manni þessum á sitt vald. Þeir voru fluttir í fangabúðir, og voru frelsaðir rétt áður en átti að taka þá af lífi. Svo hafði maðurinn ákveðið að taka Pavel sem kjorson. Honum var farið að þykja vænt um drenginn eins og hann væri faðir hans. Getið þið giskað á hvernig sagan endaði ? Vlada fór aftur til Belgrad í fylgd með Milan. En svo hét maðurinn. Er hann Sloveni. Vlada var afar þakklát þessum manni, og að skömmum tíma liðnum giftu þau sig Vlada og Milan. Þau ætla í félagi að ala Pavel litla upp. kennisklædda menn úti á götu — þér gætuð hitt mig í kvöld, ef þér gerið ekkert múður meira! Ferðamaður í Suður-Ameriku gekk inn í verzlun í einni borginni og keypti sér gullúr með festi. Kaup- maðurinn vafði hvort tveggja vand- lega inn í bréf, ásamt skammbyssu. „En ég hefi ekki beðið um skammbyssu," sagði ferðamaðurinn undrandi. „Keyptuð þér ekki gullúr og ætlið þér yður ekki að eiga það sjálfur?" Stjórnmálamaður einn, sem vildi að friður ríkti á milli allra ríkja í Evrópu, spurði einu sinni Clemenceau, hvort Þjóðverjahatur hans styddist við þekkingu á þýzku þjóðinni. „Haf- ið þér einhvern tíma verið í Þýzka- landi,“ spurði hann að endingu. „Nei,“ svaraði gamla tígrisdýrið. „Ég hefi aldrei verið í Þýzkalandi, en tvisvar eftir að ég kom til vits og ára hafa Þjóðverjami'r verið í Frakklandi.“ | Brunabótafélag | Islands vátryggir allt lausafé i (nema verzlunarbirgðir). i l Upplýsingar í aðalskrif- | i stofu, Alþýðuhúsi (sími i Í 4915) og hjá umboðsmönn- i Í um, sém eru í hverjum § Í hreppi og kaupstað. Bond Air Services tilkynna, að þeir hafa útnefnt Gotfred Bernhöft & Co. h.f. sem aðalumboðsmenn sína á Islandi. Þeir, sem hafa áhuga fyrir að flytja vörur loft- leiðis frá meginlandinu, fá allar nánari upplýs- ingar hiá umboðsmönnunum. Fósturdóttir úlfanna Sagan af Kamelu litlu, sem fóstruð var af úlfum, er nú komin í bókaverzlanir. Sagan er sönn. Hún lýsir hinni stuttu æfi litlu stúlkunnar, sem fannst meðal úlfa skokkaði á f jórum fótum, gelti og urraði að mönnum og lapti fæðu sína, en var að lokum farin að skilja og tala mannamál og semja sig að siðum þeirra. Bókin sýnir, hvernig uppeldið getur skapað manninn á hvorn veginn sem því er beitt. Amerískur prófessor og uppeldisfræðingur, Arnold Gesell, hefir skrifað bókina, en Steingrímur Arason, kennari hefir þýtt hana og fylgt úr hlaði. Bókaverslun ísafoldar Septembersýningin 1947 opin daglega frá kl. 11 til 11. Sýningin stendur yfir til 14. % sept. Komið því tímanlega j til að sjá sýninguna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.