Vikan


Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 1

Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 1
16 síður Verð 1.50 Nr. 37, 11. september 1947 JAKOB MOLLER, sendiherra Islands í Danmörku. T^egar Þjóverjar höfðu gefizt upp í maí- byrjun árið 1945, svo að hægt var að taka upp fyrri samskipti við Norðurlönd og önnur lönd á meginlandi Evrópu, var stjórnmálamönnum hér á landi ljóst, að mikils væri um vert, að mikilhæfur mað- ur, kunnugur málefnum öllum og traustur veldist í stöðu sendiherra Islands í Kaup- mannahöfn. Island hafði rúmu ári áður endurreist lýðveldið og sagt skilið við Dani fyrir fullt og allt. Vegna styrjaldarinnar hafði þó ekki verið unnt að ganga frá ýms- um sameiginlegum málefnum ríkjanna og gat mikið og margt oltið á því, að Islend- ingar ættu góðan fulltrúa í Kaupmanna- höfn meðan samningar um þau færu fram og raunar einnig annars. Jakob Möller, fyrrum f jármálaráðherra, varð fyrir valinu í þetta þýðingarmikla embætti og er óhætt að segja, að menn af öllum flokkum hafi verið ánægðir með það val, enda hefir sendiherrann síðan gegnt starf i þessu með prýði og áunnið sér hvar- vetna virðingu manna og vinfengi, bæði vegna sjálfs sín og þjóðar sinnar. Jakob Möller sendiherra er fæddur í Höfðakaupstað í Austur-Húnavatnssýslu 12. júlí 1880. Poreldrar hans voru þau Óli Möller kaupmaður í Höfðakaupstað og síðar á Hjalteyri við Eyjafjörð og Ingi- björg kona hans, fædd Gísladóttir. Jakob Möller var settur til mennta og útskrifað- ist úr Lærða skólanum árið 1902. Ári síð- ar lauk hann prófi í heimspeki í'Kaup- mannahöfn, en stundaði jafnframt verk- fræðinám. Hætti hann því námi árið 1905 og stundaði síðan um nokkurn tíma nám í læknisfræði hér í Reykjavík, en hvarf frá því námi árið 1909. Jafnframt náminu var hann bankaritari í Landsbankanum, frá 1904 til 1915, en það ár tók hann við rit- stjórn Vísis. Var hann ritstjóri blaðsins til 1924, en eigandi blaðsins varð hann 1918. Nokkru síðar seldi hann þó hlut af blaðinu. Er Jakob Möller hætti ritstjórnarstörfum, Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.