Vikan


Vikan - 22.04.1948, Blaðsíða 10

Vikan - 22.04.1948, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 17, 1948 HEIM Matseðillinn Fiskfilé með Farsi. Fiskurinn er hreinsaSur, flattur og flökin tekin af hryggnum í heilu lagi. Á hvort flak eru bomar tvær mat- skeiðar af farsi, og þau síðan vafin upp frá breiðari endanum, og eld- spýtu, sem tálguð hefir verið odd- hvöss stungið í, til þess að halda rúllunni saman. Rúllumar settar í flatbotnaðan pott og soðnar í 8—10 mínútur. Bornar á borð með ljósri sósu, svo sem humarsósu, ætisveppa- sósu o. s. frv. Rúllunum er raðað á fat, sósunni hellt yfir og smjördeigs- sneiðunum raðað í kring. Súpa með makaróni og rifnum osti. 2 lítrar kjötsoð, (rúllupylsu- eða saltkjötssoð er ágætt), 40 gr. • smjör, 40 gr. hveiti, 35 gr. maka- róni og 30 gr. rifinn ostur. Makaróni er soðið í söltu vatni í 40 mínútur. Hellt upp á gatasigti og skolað úr köldu vatni og vatnið látið síga vel af. Soðið er hitað, smjörið brætt og hveitinu jafnað saman við og þynnt út með sjóðandi soðinu. Súpan er soðin hægt í tíu mínútur. Þá er ostur og makaroni látið út í. ILIÐ * HÚSRÁÐ Gætið þess þegar þér emð að sauma, að nota nálarstærð, sem hæf- ir efninu. Stærð tíu hæfir að jafnaði venjulegum kjólaefnum. Stærð sjö og átta eru fyrir þykk ullarefni. Svaladrykkir úr kaffi eða te eru ágætir. Þeir em þannig búnir til, að kaffinu eða teinu er hellt heitu yfir mulinn ís. Gæta verður þess, að ís- inn sé nógu mikill til að kæla drykk- inn nógu vel. Ullaráklæði á húsgögnum má hreinsa með þurri sápu. Leysið hálf- an bolla af sápu upp i einum iítra af sjóðandi vatni. Látið það síðan kólna, unz það er orðið þykkt, þá skuluð þér þeyta það með hring- þeytara, þangað til allur vökvi er horfinn úr því. Berið síðan froðuna á lítinn blett í einu með mjúkum bursta. Gætið þess, að ,,stoppið“ vökni ekki. Þegar froðan er orðin ólírein, skuluð þér skafa hana af með spaða og nudda burt öll merki eftir sáp- una með svampi, sem undinn hefir verið upp úr volgu vatni. Haldið þessu áfram, unz skolvatnið hættir að óhreinkast, og gæti þess að skipta undir eins um vatn og það fer að óhreinkast. TÍZKUMYND Þegar heitt er í veðri á sumrin er hentugur svona nærklæðnaður, sömu- iteiðis undir kvöldkjóla. Á pilsið eru „appliqueraðar“ rósir. Heimagerðir Hentug budda. Prjónaðu langan poka, lokaðan f báða enda, en með opi í miðjunni. Miðjan verður lika að vera miklu mjórri. Áður en þú byrjar að prjóna síðari breiða endann, komdu þá fyr- ir tveimur hringum á miðju „budd- unnar“, sem hægt verður að ýta til og loka fyrri hólfin með (sjá mynd- ina). MISTÚK Húsbóndinn: Að þessu sinni er kaffið bæði heitt og sterkt, Anna. Anna: Þá hefi ég af misskilningi látið yður hafa kaffið mitt. ................................................................................................■■■■■■...............■■■■■..................••■•>* Gleðilegt sumar! Byggingafélagið Brö h.f. Gleðilegt sumar! mm IMl QSíDSQÍMMOÍÍM) % * ^B|lll||||l|||g|||i|||B|||||||||||||||l|l|lll||,l,||l>l||||l|l,|lll|l|ll|l|B||l|lll|BIII||,>l|||B|B|l,|,|l,|IB||||l||,l||||||l||||>|||||||||||>|,,|I|,|< '/> Gleðilegt sumar! Flóra Gleðilegt sumar! Raftækjaverzlunin UÓSAFOSS Fermingagjafir í fjöhreyttu úrvali Gottsveinn Oddsson Cirsmiður. — Laugavegi 10. (Gengið inn frá Bergstaðastræti 6). Gleðilegt sumar!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.