Vikan


Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 2

Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 23, 1948 PÓSTURINN Halló, Vika! Viltu segja mér eitthvað um leik- arana Susan Peters og Tom Drake? Heldurðu, að þú gætir haft mynd af leikurunum í Vikunni. Óska fremur fljótt eftir svari. Forvitinn. Svar: Susan Peters er fædd 3. júlí 1921 í Spokane, Washington. Hæð hennar er 163,75 cm. og þyndin 47,1 kg., og er hún af ríku fólki komin. Myndir, sem hún hefir leikið í, eru: Susan Peters / Tom Drake „Song of Russia", „Secrets in the Dark“, „Young Ideas“ og „Women’s Army“. Maður hennar heitir Dick Quipe. Tom Drake er fæddur 5. ágúst 1918 í New York og heitir Alfred Alder- dice. Kæra Vika! Ég hefi oft sótt góðan fróðleik í dálka þína, og þó sérstaklega „Bréf- in“ þín, þótt oft vilji verða upp- lýsingar um leikara og annað slíkt, sem lítið „intereserar" mig, en ekki verður þér álasað fyrir að svara spurningum lesendanna, heldur mætti það vera hið gagnstæða. Nú langar mig til að biðja þig um að svara mér nokkrum spurningum, sem mér liggur á að fá að vita, þar sem til greina getur komið í náinni framtíð, að mér sé nauðsynlegt að vtia þessa hluti. 1. Hvar get ég fundið lagaákvæði um hlutafélög og stofnun þeirra ? 2. Hver er mismunurinn á Company og H/F? 3. Hvað er það, sem ■ þeir kalla “remburs" x bönkunum? Ég treysti því að þú gefir mér greinileg svör, og það hið allra fyrsta, eins og þinn er vani við alla aðra les- endur. Með beztu óskum og fyrirfram þökkum. „Tilvonandi hluthafi“. Svar: 1. 1 lögum um hlutafélög, en hvar þau er að finna í laga- safninu vitum við ekki. Vafalaust má fá um það upplýsingar á skrifstofu Alþingis. 2. Company er sameignai'félag og gilda um þau aðrar reglur en hlutafélög (h.f.) 3. Rembours er einskonar fyrirfram greiðsla. Að kaupandi opnar rembours í banka þýðir það, að hann gefur seljanda tryggingu gegnum bankann fyrir því, að varan verði greidd við afhend- ingu. Hljómsveit Aage Lorange Sjá forsíðu. Svar til H. A. J.: Til Ríkisútvarps- ins og auðkenna umslagið „Óskalaga- þátturinn." — 2. Litli vin. — 3. 59,5 kg. — 4. Skriftin er sæmileg. Kæra Vika! Mig langar til að spyrja þig nokk- urra spurninga. 1. Af hverju er maður andfúll, þótt maður bursti í sér tennurn- ar, og hvernig er hægt að lækna það ? 2. Er hægt að læra að þekkja nót- ur og spila eftir þeim án til- sagnar ? 3. Hvernig er hægt að venja sig af feimni ? Með fyrir fram þökk fyiir svörin. Hreiðar Heimski. Svar: 1. Andremma getur stafað af öðru en illa hirtxnn tönnum, t. d. frá slæmum hálskirtlum eða mag- anum. 2. Enginh vandi er að læra að þekkja nótur án tilsagnar, en hætt er við, að sjálfsnám í hljóð- færaleik verði brotasamt. Það er svo margt, sem kemur til greina við slíkt nám, sem erfitt er að tileinka sér án tilsagnar. 3. Feimni eldist, sem betur fer, oftast af unglingum. Ráð til að sigrast á henni er varla annað en að láta ekki undan henni, forðast ekki umgengni við fólk hennar vegna. Á forsíðu Vikunnar eru nú myndir af mjög vinsælli hljóm- sveit, sem flestir landsmanna munu hafa heyrt í og fjölda- margir séð: BDjómsveit Aage Lorange. Hljómsveitarstjórinn, Aage Lorange, er fæddur í Stykkis- hólmi 1907, en fluttist til Reykja- víkur tíu ára gamall. Hann lærði fyrst að spila hjá móður sinni. Hann hóf að spila á dans- leikjum, er hann var við nám í Menntaskólanum. Þegar hann hafði lokið gagnfræðaprófi, hætti hann námi í skólanum og hefir gefið sig að hljómlist upp frá því. Lék hann síðan einn og í hljómsveitum, þangað til hann Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Gunnhildur G. Sigurðardóttir (við pilta 25—35 ára, sem eru vel að sér í íslenzku), Þingeyri. Helga Finnsdóttir (við pilta 18—25 ára), Helga Jónasdóttir (við pilta 18—25 ára), báðar í Húsmæðraskólanum Varmalandi í Borgarfirði. Indíana Jónasdóttir (18—20 ára), Suðurgötu 110, Akranesi. Dorte Odds (14—16 ára), Kii-kjuveg 15, Vestmannaeyjum. Ida Stanley (14—16 ára), Sólhlíð 24, Vestmanneyjum. Ingibjörg Jónsdóttir (15—17 ára), Hafnarstræti 33, Isafirði. Kristín Halldórsdóttir (20—22 ára), Bergstöðum, Svartárdal, A.-Húnv. Sigríður Pálsdóttir (20—22 ára), Króksseli, Skagaströnd, A.-Húnv. Dagný Karlsdóttir (18—28 ára, mynd fylgi bréfi), Múla, Álftafirði, pr. Djúpavogi. stofnaði eigin hljómsveit. Hún starfaði fyrstu fjögur árin í Iðnó, næstu níu árin í Oddfellow- húsinu og í Sjálfstæðishúsinu síðan það var opnað. Hljómsveitin er skipuð sex mönnum (3 saxófónar, trompet, tromma og píanó). Þrír þessara manna leika einnig á fiðlu og einn á harmoníku, og kemur það sér mjög vel í tangó og valsa- músik, því að þeir verða að leika bæði gamla og nýja dansa, allt frá aldamótadönsum upp í villt- asta jazz! Mennirnir í h jómsveitinni eru: Þorvaldur Steingrímsson, sem leikur á 1. es saxófón, clarinet og 1. fiðlu, Ólafur Pétursson á ten- orsaxófón og harmoníku, Skafti Sigþórsson á 3. es saxófón og fiðlu, Jónas Þórir Dagbjartsson á trompet og fiðlu, Paul Bern- burg á trommu og Aage Lor- ange á píanó. Þetta eru allt þekktir hljóðfæraleikarar og hafa mikla og góða reynslu í að leika fyrir dansi. Að undanförnu hefir hljóm- sveitin oft leikið fyrir útvarpið. Hefir það orðið mjög vinsælt. Venjulega er útvarpað frá dans- leikjum í Sjálfstæðishúsinu og verða því hljómleikarnir líflegir, eðlilegir og skemmtilegir. Forsíðumyndirnar: Á efri myndinni er hljómsveitin á æf- ■ingu. Talið frá vinstri: Aage Lorange, hljómsveitarstjóri, Paul Bernburg, Jónas Þórir Dag- bjartsson, Skafti Sigþórsson, Ólafur Pétursson og Þorvaldur Steingrímsson. — Neðri mynd- in: Hljómsveitin að leika. (Ljósmyndimar tók Vigfús Sigur- geirsson). Svar til „Leymfélagsins S. L. 1. K.: Við getum ekki gefið umbeðnar upplýsingar. Þeir, sem vilja kaupa gott og ódýrt, verða sjálfir að leita fyrir sér. Viðskiptaskráin gefur upp- lýsingar um seljendur hverskonar varnings. Happdrætti Háskóla íslands Dregið verður í 6. floklá 10. júní. 452 viimingar — samtals 150600 kr. ♦ Hæsti vinningur 15000 krónur. Endurnýið strax í dag Ctgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.