Vikan


Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 6

Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 6
6 VTKAN, nr. 23, 1948 „Og þér einnig?" „Nei, fjölskylda mín er frá Suður-Ameríku og ég komst fyrst hingað þegar ég giftist." „Þá eruð þér langt að komnar, engu siður en ég,“ sagði Stella. „Öneitanlega. En þegar stúlkur giftast, verða þær að semja sig að nýjum siðum og eignast nýja vini,“ sagði frúin glaðlega. „Eins og til dæmis Harringay," skaut Stella inn í brosandi. ,,Já,“ svörtu augun ljómuðu. „Við eigum góð- an vin þar sem Piers Harringay er, ungfrú Man- nering, en það vitið þér vist þegar.“ Hún leit á eiganda Paradísar og bætti við, fremur eins og hún væri að tala við sjálfa sig en ungu stúlk- una: „Það þarf ekki annað en að iíta á hann til að sjá hvem mann hann hefir að geyma. Hann hefir dásamlegt andlit og svip.“ Stella brosti undrandi. Dásamlegt andlit sagði hún! Þetta andlit, sem hafði há kinnbein, djúp- ar hrukkur og hnykklaðar brúnir. Ófríðasta and- lit sem Stella hafði nokkumtíma séð. Hún horfði því vantrúuð á spönsku konuna, en frúin sagði undrandi: „Finnst yður ekki?“ „Já — nei —“ Stella vissi ekki hverju svara skyldi. „Hann hefir svipmikið andlit," stamaði hún, „en mér finnst það afar óviðfeldið." „Óviðfeldið? Þér eigið líklega við hvað það er hörkulegt? En ef þér væmð allan daginn úti í þessum sólarhita, ungfrú Mannering, myndi and- lit yðar áreiðanlega verða einnig óþýðlegt og hmkkótt." Það var vottur af aðfinnslu í biíðlegri röddinni. Stella fyrirvarð sig — fannst hún vera krakkakjáni, sem hefði fengið ákúmr. En áður en hún gæti sagt nokkuð hélt frú Gavarro áfram og roðnaði við: „Við sitjum þá héma og rökræð- um um húsbóndann og á það illa við. En emð þér duglegar að synda?" Hún talaði um stund við Stellu og var afar vingjamleg, en síðar sneri hún máli sínu að ung- frú Emrys, sem var að segja Biil Freeland frá Englandsferð sinni. Stella sat grafkyrr í stól sínum og spennti greipar í kjöltu sér. Gay talaði við Clark og Pussy var niðursokkin í samræður við Senor Gavarro. Hún var af þeirri tegund kvenna, að ef karlmaður var viðstaddur virti hún ekki neina af kynsystrum sínum viðlits. Harringay sat einn og dálitið afsíðis. Hann hafði ekki rótað sér þótt frú Gavarro færi til að tala við einkaritara Gays. Stella leit í iaumi á hann, þar sem hann sat þama og reykti vindling og hafði koníaksglas á tágastólnum við hliö sér. Birtan féll á hörkulegan munn hans og höku, en augun vom í skugga. Stella gat ekki séð augnatillit hans, en gat sér tii að haxm væri að horfa á Gay og ungfrú Montrose. Hvert var álit hans nú á Clare? Iðraðist hann nú hleypidóma sinna um Clare — sem var svo fögur og glæsileg? Hann gat ekki hafa búizt við annari eins stúlku og henni. Hann hafði búizt við ævintýradrós, eins og þeim sem úði og grúði af á baðstöðunum. Nú hlaut hann að gieðjast yfir hinu mikla láni Gays. „Hún hefir allt til brunns að bera,“ sagði Stella við sjálfa sig, „bæði fegurð og gáfur. Svo var það röddin. Bara að Harringay hefði ekki heyrt Clare kalla hann apa! Clare gat orðið nokkuð hvoss og óvægin í orðum.“ En hvers vegna skyldi hún vera að hafa með- aumkun með manni, sem var jafn vel sjálfbjarga og Harringay og sem aldrei hlýfðist við að særa aðra, ef honum bauð svo við að horfa. Og hafði hann ekki gert allt til að telja Gay á að slíta trúlofvminni við Clare. Það skildist henni bæði á Clare og ungfrú Emrys. Gerði það þá nokkuð til þótt hann hlyti þá refsingu að heyra ummæli Clare um hann ? Hann var drottnunargjam og þrár, en þó kænn. Hvað hafði hann nú í hyggju, yjnyndi hann viðurkenna misskilning sinn? Það var líkast þvi sem Harringay fyndi augna- ráð Stellu hvíla á sér, því að hann leit allt í einu á hana, stóð upp og gekk til hennar. „Jæja ungfrú Mannering!“ Hann settist við hlið hennar og rétti henni vindlingaveskið. Hún tók vindling og hann kveikti í honum fyrir hana eins og fyrr um kvöldið og eldurinn blossaði upp á milli andlita þeirra. „Þér emð þreytulegar," sagði hann, „ég er hræddur um að þetta sé leið- inlegur félagsskapur fyrir yður.. Því er nú ver að það er ekkert imgt fólk hér á eyjunni ■— að minnsta kosti ekki, sem við þekkjum vel.“ „Eg er ekki þreytt," sagði Stella. „Mér finnst afar gaman héma.“ „Ég sá að þér vomð að tala við frú Gavarro!“ sagði hann. „Hún er óvenju viðfeldin kona.“ Hann sat um stund og reykti hugsandi; augu hans hvíldu nú aftur á Clare og bróðumum. Stella fylgdi augnaráði hans — hún horfði á Gay, depl- aði augunum og leit svo niður. „Er eitthvað að?“ spurði Harringay. „Ekkert,“ stamaði hún. „Það var bara andlit bróður yðar. „Blá augu hennar rpættu augnaráði hans og án þess að hugsa neitt frekar, sagði hún lágt: „Þér getið ekki —• og fáið ekki af yður —“ en þá áttaði hún sig skelfd yfir dirfsku sinni. „Ó, fyrirgefið! þetta kemur ekki mér við.“ ,„Nei, auðvitað ekki,“ En nú brosti hann. „Og ekki mér heldur, ungfrú Mannering,“ bætti hann við. Stella leið með furðusvip á hann og hleypti brúnum bamalega. 1 sama bili kom hreyfing á fólkið. Frú Gavarro og frú Freeland voru staðn- ar upp — það var líka orðið mjög áliðið. „Ég er hræddur um að gestimir okkar séu að fara,“ sagði Harringay. „Viljið þér fylgja konun- um inn í húsið og sækja kápumar með þeim.“ „Já, herra Harringay.“ Stella stóð við gluggann í herbergi sínu og horfði út í svartnættið. Hún hafði dimmt í her- berginu. Rósailmur barst upp til hennar frá garðinum fyrir neðan og saman við, hann bland- aðist sterkur þefur frá lauftrjánum og hafinu. Það ríkti dauðaþögn, nema öðru hverju heyrðist öldugjálfur frá ströndinni og skellir frá hesta- hófum yfir í hesthúsunum. Gestimir vom famir. Stella hafði boðið öllum góða nótt og Clare hafði deplað stómm augunum ibyggin framan í hana. Þegar hún bauð Gay góða nótt hafði hann allt í einu gripið óvænt í hönd hennar og þrýst hana vingjamlega, eins og hann vildi segja: „Þetta fór vel, óskið mér til hamingju." Harringay hafði horfið eftir að hann fylgdi gestunum út í bilana. Stella og ungfrú Emrys höfðu orðið samferða upp að húsinu og skilið á svölunum án frekari viðræðna. Og nú stóð Stella i myrkrinu og starði út í nóttina. Henni var eitthvað svo undarlega órótt. Hina stuttu athugasemd Harringays var ekki hægt að misskilja, hann hafi auðsjáanlega viðurkennt ó- sigur sinn og ætlaði að veita trúlofunni sam- þykki sitt. Framkoma Clares og Gays benti sömuleiðis til þess. Það var þá allt komið í lag. Blessað barniðl Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Nú skulum við koma út, Lilli, og taka Mamman: Gáttu á undan elskan, svo að Lilli geti séð, þegar þú dreg- hundinn með okkur. Ég ætla að vita, hvort mamma ur hestinn. er tilbúin. Pabbinn: Sjálfsagt, elskan — hott-hott! Mamman: Nei, agalega eru þessir hattar smart! Pabbinn: Hott-hott allir 1. vegfarandi: Hann er vist genginn í bamdóm. Pabbinn: Hott-hott allir mínir hestar! minir hestar Pabbinn: Hott-hott allir mínir hestar! 2. vegfarandi: Ég hefði ekki átt að drekka síðasta sjússinn!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.