Vikan


Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 5

Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 23, 1948 5 Ný framhaldssaga: iiNHiiiiiiiiiiHHiiHHiiiiHMNiiiiiiiimiiimmiiiinNiiiiMumiiiiiiiiiuiiiiiiniiiiiiimiiHiiiniNuiwniiiiniiai PARADÍS 8 ÁSTASAGA EFTIR ANNE DUFFIELD á eyjunni og það heldur að það verði að halda vináttu við hann. Ég myndi kalla hann drottn- unargjaman.“ Þegar konurnar gengu út úr borðstofunni, greip Clare í hönd Stellu. „Lofaðu mér að koma með þér upp í herbergi þitt. Ég hefi ekki fengið að tala eitt einasta orð við þig ennþá.“ Hún sneri sér að ungfrú Emrys og sagði: „Stella og ég förum upp til að laga okkur til.“ „Jæja,“ sagði Clare, þegar þær voru komnar inn í herbergi Stellu og hún setzt á rúmið. „Hvem- ig líður þér þá og hvernig likar þér hér á Para- dís?“ „Paradís er yndislegur staður," svaraði Stella. Clare brosti. „Einmitt það! Og undarlegur staður! Að því er Pussy Freeland hefir sagt mér, er búgarður- inn líka rekinn á undarlegan hátt.“ „Hann er rekinn af miklum dugnaði og hald- ið vel við.“ „Og hvernig semur þér við hina konunglegu tign?“ hélt Clare áfram. „Hvorki vel né illa,“ svaraði Stella og bló við. „Hann lætur blátt áfram eins og ég sé ekki til.“ „Þú ættir að lofa guð fyrir það. Hvilikur maður!" „Hann er ekki svo illur,“ sagði Stella hikandi. „Vertu ekki svona göfuglynd, Stella. Það er mikill ókostur á þér og er leiðinlegur eiginleiki hjá ungum stúlkum." „En hann — jæja —,“ stamaði unga stúlkan. „Geðjast þér vel að honum?“ spurði Clare. „Nei,'alls ekki. Ég skil ekki að nokkmm geti geðjast vel að honum.“ „Hann er alveg ótækur,“ sagði Clare. „Pussy hefði átt að vera búin að búa mig undir þetta. Það er ekki hollt að verða fyrir svona geðshrær- ingum." Glettni skein út úr rafgulum augum hennar, en Stellu leið ekki vel — eins og svo oft þegar hún yar með Clare. „Geðshræringu!“ át hún upp eftir henni, „Áttu við þegar Chang þaut á móti þér og gjammaði?“ „Ég á ekki við hundinn, heldur manninn. Ef það er þá hægt að kalla hann mann.“ „Harringay? Drottinn minn, Clare, hvað viltu kalla hann annað? Mér geðjast ekki að honum — ég þoli hann hreint ekki — en hann — hann er karlmannlegasti maður, sem ég hefi nokkum tíma séð.“ Clare hló, stóð upp af rúminu og tók að púðra á sér nefið. „Hann et- eins og api — api í kjólfötum." Stellu brá aftur. Að geta sagt annað eins og þetta' Clare var oft nokkuð orðhvöss. Stellu geðjaðist ekki sjálfri að Harringay, en það var ódrengilegt að baknaga hann. Verst var, að þessi samlíking Clare var ekki fjarri sanni. Stór o’g þreklegur likami hans, langir handleggirnir og hörkulegt sólbrennt andlitið— en augun, aug- un, sem lágu «vo djúpt. „Apar hafa ekki önnur eins augu og Harrin- gay," sagði hún og hafði naumast sleppt orð- inu, þegar þær heyrðu kallað. „Ljósið, ungfrú Mannering!" Stella þaut að glugganum. „Ó, fyrirgefið'' „Allt í lagi,“ kallaði Harringay til svars, „en setjið hlerana fyrir, ef þér ætlið ekki að koma strax niður.“ „Við komum strax,“ kallaði Stella og sneri sér að Clare. „Dæmalaus klaufi get ég verið. Þetta er i annað sinn, sem ég gleymi þessu. Mercedes er vön að setja hlerana fyrir, þegar hún kemur upp til að taka ábreiðuna af rúm- inu, og auðvitað er hún ekki ennþá farin að koma upp. Ertu tilbúin, Clare. Vertu svo góð að opna hurðina um leið og ég slekk ljósið.“ „Vertu ekki svona hrædd, Stella," svaraði Clare og gekk í hægðum sínum að hurðinni. „Það er eins og þú hafir stórsekt á samvizkimni, stúlka mín.“ „Mér líður líka þannig," svaraði Stella stutt- lega. Það var ekki gleymskan með gluggahlerana, sem kvaldi hana. Þetta hafði að vísu verið hirðu- leysi af henni, en rödd Harringays hafði ekki bent til þess að hann væri reiður, — hann hafði aðeins varað hana við. En — hvað hafði hann kannske heyrt af tali þeirra? Hafði hann heyrt Clare líkja honum við apa í kjólfötum? Húsið var lágt og gluggamir höfðu staðið opn- ir upp á gátt. Hver sem hafði komið yfir sval- imar, hlaut að hafa heyrt tal þeirra. Stella gat ekki þolað Harringay, en fannst þetta þó ódrengi- lega mælt af Clare. Hún horfði alvarleg á Clare, þegar þær gengu saman út á svalimar, en Clare brosti bara til hennar og lagði handlegginn utan um hana. Stella, sem var blíðlynd og sáttfús að eðlisfari, brosti á móti og lagði handlegginn þéttar að grönnu mitti Clare. Allir vom famir ofan í forgarðinn. Harringay stóð fyrir endanum á stígnum og horfði á ungu stúlkumar koma, leiðandi hvora aðra. Stella horfði feimnislega á hann — hvað hafði hann heyrt til þeirra? Andlit hans var alvarlegt og gaf ekkert í skyn. Það var oftar, sem hann var alvarlegur á svip en hitt. Hann var þreytuleg- ur, fannst henni, en það var hann einnig svo oft. Hún sá að augu hans hvíldu fyrst á Clare, en síðan á henni sjálfri, þegar þær komu á móti hon- um og leiddust svona innilega. „Heyrði hann til okkar?“ hugsaði hún hnugg- in. „Heldur hann að ég sé henni sammála og að ég baknagi hann á svona viðbjóðslegan hátt!“ Hún brosti feimnislega til hans, þegar þær náðu til hans. En þá var eins og hann sæi hana ekki. Þau héldu til hins fólksins, sem sat í hóp > í birtunni frá kertaljósunum. Harringay dró fram stól fyrir ungfrú Montrose og Stella sleppti Clare, rjóð í framan og settist yzt, bak við stól ung- frú Emrys. Stella sat í skugganum og horfði á fjörlegan hópinn í kringum borðið. Clare, frú Freeland og karlmennimir fjórir töluðu og hlógu. Clare var miðdepill allrar glaðværðarinnar og Pussy fylgdist vel með. Clare var ekki aðeins fögur og hafði töfr- andi rödd, heldur taláði hún líka gáfulega og var skemmtileg. Stella sá frú Freeland, þar sem hún sat þarna, grannvaxin og fríð sýnum og það var auðséð að hún ætlaði sér ekki að hverfa algjörlega í skuggann af Clare. Augu Gays ljómuðu og þau urðu biðjandi, þegar þau hvíldu á Clare, og Senor Gavarro var auðsjáanlega hrif- inn af þessum fallega, gesti. Frú Gavarro var mjög fáorð, enda hefði það verið erfitt fyrir hana eða nokkurn annan kvenmann, að fá skotið inn orði, þegar Clare og Pussy vom annars vegar. Hver var í rauninni tilgangurinn með þessu kvöldverðarboði, þar sem ungfrú Montrose var heiðursgestur ? Þessu var Stella að velta fyrir sér. Hvers vegna hafði Harringay haldið það? Var það af kurteisi eða undanlátssemi gert — eða kannske af einskærri forvitni? Ef til vill vildi hann vera sanngjam gagnvart bróður sín- um, til þess að Clare eða hann hefði ekki ástæðu til að kvarta. Stellu gmnaði, að sú væri ástæðan. Það styrkti aðstöðu eldra bróðurins og Harringay var þannig maður, að hann lét ekkert tækifæri ónotað til þess að ná meiri áhrifiun. „Hann er kænn,“ hugsaði Stella. Hann hafði glatt Gay, en um leið lækkað segl- in hjá Clare. Clare átti í baráttu við Piers Har- ringay og Stella var algjörlega á hennar bandi, en hún varð þó að viðurkenna, að Harringay hafði haft betur í fyrstu viðskiptunum. Skömmu siðar urðu samræðumar almennari — og það kom meiri kyrrð yfir hópinn Við borðið. Bill Freeland kom og fór að tala við ungfrú Emrys, Gay dró stólinn nær Clare, Pussy beindi tali sínu að Senor Gavarro og Harringay að frú Gavarro. Þau töluðu fyrst ensku, en í ákafanum tók frúin að tala á móðurmáli sínu, spænsku. Rödd hennar var skemmtileg og hljómfögur. Stella skildi ekki hvað hún sagði, en hún varð samt hugfangin af röddinni. Málið fannst henni fagurt. Frú Gavarro hafði aftur lagt slæðuna yfir höfuð sér og hélt henni saman undir hökunni, svo að það myndaðist dökk gjörð um hvítt andlit hennar. „Hún er elskuleg," hugsaði Stella. Hún mætti augnaráði frúarinnar og brosti hálf-vandræða- lega, en frú Gavarro brosti á móti. Skömmu síðar stóð frúin á fætur og settist við hlið Stellu. „Þér emð komnar langt að heiman, imgfrú Mannering," sagði hún, „ég vona að yður finn- ist ekki einmanalegt héma.“ „Ég sakna frænku minnar,“ svaraði Stella, „en mér finnst ég ekki einmana — það eru allir héma svo alúðlegir við mig.“ „Ég heyri sagt, að þér aðstoðið Gay við rit- störfin?" „Já, frú.“ „Finnst yður það skemmtilegt ? “ „Já, afar. Hann hefir mikla hæfileika.“ „Og þér vafalaust líka,“ sagði frúin brosandi. „Þér emð líka hugrakkar að fara svona langt einar yðar liðs til að vinna fyrir yður. Mér finnst það gott, þegar ungar stúlkur em færar um að sjá fyrir sér sjálfar. Þær em frjálsar og óháð- ar og ráða hverju þær taka.“ „Það var óhjákvæmilegt fyrir mig,“ svaraði Stella, sem geðjaðist alltaf betur og betur að frú Gavarro. „Og ég hefi verið óvenju lánsöm. Ég gæti trúað, að þær væm ekki auðfengnar stöður, eins og sú sem ég hefi hér, og það er vandfundinn annar eins staður og Paradis." „Það segið þér satt. Á heimili Piers Harrin- gays hljóta allir að vera ánægðir. Paradís er einstakur staður og fáir menn eins og eigandi hennar.“ „Ég vona það að minnsta kosti,“ hugsaði Stella og var ekki laus við illgimi. En upphátt sagði hún: „Emð þér og Senor Gavarró gamalkunnug Har- ringay?“ „Já, og maðurinn minn hefir þekkt hann ámm saman. Fjölskylda mannsins mins hefir búið hér á eyjunni i marga mannsaldra, eins og ættfeð- ur Harringays."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.