Vikan


Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 12

Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 12
12 ákvað að reyna að láta líta svo út, sem um slys hefði verið að ræða. Fyrsta verk hans var að klippa af sér skeggið í þeirri von, býst ég við, að geta komizt í gegnum Gatehouse óþekktur. Það hefir ekki verið sársaukalaus rakstur. Samt kann honum að hafa tekist að líkjast manni, sem hefir ekki rakað sig í hálfan mánuð. Því næst gerði hann allt það, sem þér tölduð að Farren hefði gert. Hann faldi líkið í hliðargötunni og ók bíl Campells aftur til Gatehouse. En hversvegna var hann að því?“ „Einmitt." sagði Maepherson. „Það er spurning- in. Hversvegna tók hann ekki líkið með sér. Það var skiljanlegt meðan við héldum, að morðinginn hefði verið Farren í bíi Strachans, því að við mynduðum okkur þá skoðun, að hann hefði í fyrstu ætlað sér að koma sökinni á Strachan, en því skyldi Gowan fara svo heimskulega að ráði sínu?“ „Bíðum við,“ sagði Parker.,, Hann varð ein- hvem veginn að koma bíl Campbells aftur. Hugs- anlegt var, að Ferguson tæki eftir því, ef annar bíll hefði komið. Og hann tók ekki með sér líkið, af því að Ferguson eða einhver annar hefði getað séð hann með það. Bíll Gowans var tveggja manna. Ef tii vill var ekki nóg pláss í honum til að fela líkið vandlega. Hann álítur betra að hætta á að skilja líkið og bílinn sinn .eftir á hliðargöt- unni en að aka rakleitt til Gatehouse með dauðan mann sitjandi við hliðina á sér. En nú þarf hann að komast aftur á morðstaðinn. Hvernig? Gang- andi- ? — Nei, hér held ég að hjólið sem stolið var við hótelið, komi til sögunnar." „Trúlega," sagði Macpherson. „Þér þurfið ef till vill að breyta dálítið tíma- áætlun yðar, þegar hér er komið, en þér hafið nóg upp á að hlaupa. Þér áætluðuð, að bíll Campells hefði komið til Standing Stone Pool klukkan 21.20. Gott og vel. Eftir er þá fyrir manninn að komast til baka á hjólinu. En þá hefir hann ekki tima til að fara gangandi heim að húsi Strachans. Hann getur því hafa komið fyrr á morðstaðinn en við gerðum ráð fyrir. Hann tekur því bílinn sinn, setur hjólið í skottið — en nú er orðið svo dimmt, að engin hætta er á, að það veki eftirtekt. Vel á minnst, eg sé, að þessi Ferguson segir, að bill Campbells hafi komið rétt eftir klukkan tíu. Það kemur alveg heim við fyrstu tímaáætlun yðar. Það bendir til, að morðinginn hafi komið rakleitt með bílinn eftir morðið. En ég sé, að þér hafið gert bréytingu hér.“ „Já,“ sagði Macpherson. „Við töldum, að hann hefði skilið bíl Campbells eftir einhversstaðar á veginum og flutt líkið yfir í hann í annari ferð- inni. Það hefði verið grunsamlegt, ef annar bíll hefði komið heim að húsi Campbells." „Það er satt; en ef Ferguson skjátlast ekki um tímann, getur það ekki komið heim. Er Ferguson nákvæmur ?“ „Já; mér er sagt, að hann sé mjög minnugur á smáatriði." „Þá hlýtur morðinginn að hafa komið í annað sinn með líkið í sínum eigin bíl. Það er skrítið, að Ferguson skuli ekki hafa heyrt seinni bílinn koma eða fara.“ „Já, það er satt.“ „Seinni bíllinn — hvenær hefði hann átt að koma ? Fimm til sex míiur á hjóli — segjum hálf- tíma. Þá er klukkan orðin 22.50, Svo setur hann hjólið í bílskottið og ekur fimm til sex mílur til baka — segjum fimmtán mínútur í mesta lagi. Þá er klukkan orðin 23.05, þegar bíllinn kemur í annað sinn. Ferguson segist hafa farið í rúmið rétt eftir klukkan tíu. Hann hlýtur þá að hafa verið sofnaður. Og hann hefir enn verið sofandi þegar bíllinn fór aftur — bíll morðingjans á ég við. Nei, það getur ekki gengið. Ef Gowan var morðinginn, hvenær og hvernig hefir hann þá komið bílnum aftur til Kirkcudbright ? Hann varð að vera í Gatehouse til að líta eftir líkinu og undirbúa fölsunina næsta morgun. Eg býst við, að hann hafi getað ekið bilnum heim til Kirkcud- bright um lágnættið og gengið svo eða hjólað aftur til Gatehouse." „Já, það er enginn efi á, að hann hefði getað það en það var óþarfi. Hammond, bílstjórinn hans, gat hafa ekið honum til baka.“ „Það gat hann. Og þá hlýtur Hammond að vera meðsekur. Enda er engin ástæða til að ætla að svo geti ekki verið. Ef Gowan hefir framið morðið, er bersýnilegt, að allt þjónustulið hans — nema ef til vill Betty — lýgur, og stigsmunurinn skiptir ekki svo miklu máli. Þetta kemur allt heim, og eftir er ekki annað en að gera ráð fyrir, að Gowan hafi framkvæmt það sem eftir var samkvæmt áætlun, farið yfir í Lundúnarlestina í Ayr og leynist nú í London á meðan skeggið er að vaxa aftur. Og þetta skýrir það, sem annars mundi vera lítt skiljanlegt, sem sé það, hvers vegna harm lét ekki sjá sig opinberlega í Kirkcudbright til að firra sig öllum grun." „Já,“ sagði Macphenson ákafur, „en sjáið þér ekki, að þetta er engin skýring? Það kemur ekki heim við lýsinguna á manninum i gráu fötunum, sem fór með hjólið til Ayr. Það kemur heldur ekki heim við söguna, sem Betty sagði Bunter, eða dúðaða manninn, sem fór frá VIKAN, nr. 23, 1948 FELUMYND húsi Gowans um miðja nótt, eða manninn með kanínuandlitið í lestinni frá Castle-Douglas til Euston. Og hvað um manninn, sem barði að dyrum hjá Campbell á mánudagsnóttina ? “ Parker strauk kjálkann hugsandi. „Það er skrítið með lýsingima á manninum." sagði hann. „Ef til vill hefur Gowan tekizt að dulbúa sig á einhvern hátt, með fölsku, ljósu yfir-' skeggi eða einhverju öðru. Og frásögn Betty getur verið að einhverju leyti ímyndun, eins og Alcock heldur fram. Gowan kann að hafa komið aftur til Kirkcudbright seinnihluta þriðjudags i stað þess að fara beina leið til London, þó að ég geti ekki séð, hversvegna hann hefði átt að gera það, og bréfið, sem sent var frá Mahlstick bendir vissulega til, að hann hafi verið í London á mið- vikudaginn. Og maðurinn með kanínuandlitið getur verið einhver allt annar maður. Og mér er nær að halda, að maðurinn, sem barði að dyrum um miðnættið, hafi verið einhver annar." „En,“ sagði Macpherson, „ef sá maður kom inn í húsið og fann Campbell dauðan og Gowan hjá honum, af hverju hefir hann þá ekki gefið sig fram?“ „Ef til vill hefur hann ekki verið í neinxim skemmtilegum erindagerðum," sagði Parker. „Verið getur, eins og þér hafið áður minnst á, að það hafi verið kvenmaður. En þrátt fyrir það verð ég að viðurkeima, að sagan er glompótt. Ég held við ættum að reyna að komast á spor Gowans og mannsins með kaninuandlitið sinn i hvoril lagi, og komast endanlega að því, hvaða leið Gowan fór. Og þegar við erum búnir að ná Gowan, held ég við ættum ekki að taka hann til fanga heldur taka hann í gæslu á þeirri forsendu, að harm kunni að geta gefið þýðingarmiklar upplýsingar. Þegar öllu er á botninn hvolft, vitum við ekki með fullri vissu, að það hafi verið hann, sem hitti Campell á veginum. Það em til fleiri svartskeggjaðir menn.“ „Það er enginn annar málari með svart skegg eins og hann,“ sagði Macpherson þrár. „Ekki í allri sveitinni." „Já, hver skollinn." sagði Parker. „Hann verður að vera málári auðvitað. Jæja, en hvað sem öllu líður tökum við Gowan i gæzlu.“ Macpherson þakkaði honum. „Og svo er það þessi Farren," hélt Parker áfram. „Viljið þér fá hann líka? ef hann skyldi nú ekkert hafa gert af sér.“ „Ég held við ættum samt að finna hann,“ sagði Macpherson. „Hann heyrðist hafa í hótxmum ■— og auk þess er hann horfinn, sem út af fyrir sig er sorglegt fyrir fjölskyldu hans og vini.“ „Það er rétt. Við skulum spyrjast fyrir um hann týndan. Það getur aldrei sakað. En mig grunar, að þér eigið eitthvað i bakhöndina handa honum. Og hverjir fleiri? Englendingurinn — hvað hét hann — Waters. Hvað um hann?“ „Ég var búinn að gleyma Waters,“ sagði Mac- pherson hreinskilningslega. „Ég get ekki séð, að • hann sé nokkurnstaðar við þetta riðinn." MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.