Vikan


Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 3

Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 23, 1948 3 / Kvenfólk iðkar glímu 1. mynd. Mildred ber glæsileg-t belti sem tákn um drottningartign sína. Mynd af henni sjálfri er framan á miðju beltinu. Takið eftir vöðvun- um. Þeir eru ekki beinlínis kvenlegir. 2. mynd. Mildred er að glíma við einn skæð- asta keppinaut sinn, Elvíru, og hefir Elvíra náð góðu taki í hári Mildred og snúið hana i gólfið. En Mildred er ekki fallin, brátt er hún komin upp á fætuma aftur og glíman heldur áfram. Giíma er fom íþrótt og til í mörgum myndum. Öll þekkjum við íslenzku glím- una, en hún er mjög frábrugðin þeim glímutegundum, sem iðkaðar eru annars staðar. I Bandaríkjunum og engilsaxnesku löndunum yfirleitt er iðkuð glíma, sem á ensku er kölluð ,,catch-as-catch-can“. Að heita má öll brögð eru leyfileg nema bar- smíði og spörk. Fall er talið, ef annar glímumaðurinn snertir gólfið með báðum öxlunum í einu. Eins og gefur að skilja, er nauðsynlegt fyrir þá, sem þessa glímu iðka, að hafa krafta í kögglum og vera harðir af sér. Yfirleitt mun því kvenfólk ekki iðka hana. En í Ameríku er allt mest, eins og við vitum, og amerískt kvenfólk lætur sig þá heldur ekki muna um að iðka glímu eins og aðrar íþróttir. Myndirnar, sem hér fylgja, eru af glímu- drottningu Bandaríkjanna, Mildred Burke frá Kansas City. Hún er 31 árs og hefur verið glímudrottning í undanfarin tólf ár. Kvenfólk beitir nokkuð öðrum brögðum en karlmenn, einkmn nota þær sér af því að taka í hárið hvor á annarri, því að þótt þær séu tiltölulega stutt klipptar, vilja þær ekki fórna höfuðprýði konunnar fyrir íþróttina og láta snoðklippa sig. Maður Mildred Burke, Billy Wolfe, er þjálfari hennar og f járhaldsmaður. Þau græða 170 þúsund krónur á ári á kröftum hennar. 4. mynd. Keppninni er lokið og Mildred býr sig undir hina eilífu keppni'— fyrir utan glimu- pallinn. Viðar kjólaermar skýla vöðvahnyklun- um á handleggjunum. 3. mynd. Og ekki líður á löngu áður en Mild- red nær góðum tökum á Elviru, hefir endaskipti á henni og flækir hana í köðlunum umhverfis glímupallinn, eins og sést á myndinni. Dómar- inn er kurteis maður og bregður fljótt við til að losa hana úr flækjunni. Úr ýmsum áttum! Tiu ára gamall epskur drengur, Donald Robins, skrifaði bréf til „Póst- meistarans í Kanada“, og sagði hon- um, hvað hann og fjögur systkini sín hefði öll langað mikið til að verða „kúrekar", þegar þau yrðu stór, og að faðir sinn hefði nú nýlega dáið af slysfönim. Bréfið var birt í Kanada og bréf bárust hvaðanæva úr landinu, þar á meðal bréf til móður Donalds frá kanadískum búgarðseiganda, sem þauðst til að giftast henni og láta henni í té heimili fyrir hana og börnin hennar fimm. ; m ; Brezk hjón, Richard Lewis (91 árs) og kona hans Susan (90 ára) hafa verið gift i meira en 70 ár, og mun það vera eízta núlifandi hjóna- band á Englandi. Þau eiga 64 lifandi afkomendur í fjórum ættliðum. !!!! Gömul piparmey í Cheshire á Eng- landi ánafnaði eftir sinn dag 20.000 sterlingspundum „Manchester-deild bindindisfélags brezkra kvenna. Lögfræðingar eru að leita að þess- ari félagsdeild, en þeim hefir ekki enn tekizt að finna hana. !!!! Nýlega hrapaði flugvél til jarðar í fjöllum Skotlands með tuttugu far- þega innan borðs og fórust allir. Helicopterflugvél var send tólf sinn- um til að bjarga öllu fémætu úr flakinu, og tókst henni að bjarga vélahlutum og öðru, að verðmæti nærri 30 þúsund krónur. !!!! Stór pakki kom nýlega til brezka utanríkisráðuneytisins og stóðu vír- ar út úr honum hér og þar. Grun- ur lék á, að hér væri um vítisvél að ræða, og var öryggislögreglan strax kvödd á vettvang. Opnaðk hún pakkann með allri varúð, og reynd- ist þá vera í honum appelsínur handa matstofu ráðuneytisins! !!!! 1 dýragarðinum i Bristol á Eng- landi var górilla, sem gekk undir nafninu Alfred. Honum var illa við flugvélar, og stafaði sú óbeit frá því, er hann var fluttur frá Kongó til Bristol í flugvél, fyrir 18 árum. Nýlega var Spitfireflugvél að æfingu og steypti sér yfir dýragarðinn. AL- fred rak upp öskur mikið, rétti úr þriggja álna löngum skrokk sínum og skauzt svo inn i innzta búrið sitt. Þar gekk hann í þrjá hringi — og datt svo niður dauður. Hann var tutt- ugu ára, elzti górillaapinn, sem vitað er að lifað hafi í dýragarði. Hann S KRÍTLU R Stúlkan: Málverkið er fallegt, én hvernig stendur á því, að. þér hafið málað handleggi konunnar alveg bláa? Málarinn: Það var svo kalt i vinnu- stofunni! ,,Ó,“ sagði tilfinningarík ung stúlka við gamlan fiskimann. „Haf- ið þér ekki séð sólina hverfa í hafið með slíkum roða að það væri líkast þvi sem jörðin logaði ? Hafið þér ekki veiktist nýlega, og var honum hald- ið við með þvi að gefa honum eina flösku af sterkum bjór á hverjum degi. ! i » 1 febrúax siðastliðnum rak björg- unarfleka á land á norðvesturströnd Irlands. Hann reyndist vera frá Ný- fundnalandi; hafði verð notaður þar við björgun i nóvember siðastl. — 3000 km. í burtu! séð þokubakkann læðast eins og vofu niður hlíðamar? Eða tunglið reyna að brölta út úr skýjaþykkninu." „Ég var vanur að sjá þetta, en nú orðið er ég algjör bindindismaður," var svarið. Læknirinn: Gætið þess nú að muna, að þessar pillur em fyrir hjartað, töflumar fyrir magann og duftið fyrir taugamar! Sjúklingurinn: Já, ég skal muna það, en hvemig veit hver tegund hvert hún á að fara, þegar ég er búinn að gleypa hana?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.