Vikan


Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 11

Vikan - 03.06.1948, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 23, 1948 ------ Framhatdssaga: 11 19 Grunsamlegar persónur Sakamálasaga eftir Dorothy L. Sayers vitleysa, en varð þó til að hann missti af sög- unni um (fbwan, heldur hafði Sir Maxwell ein- hvern veginn klúðrað málið. Þó að hann hefði (eða segðist hafa) símað strax lýsingu á bílnum og þeim tveim, sem í honum voru, til Castle- Douglas, Dumfries, Carlisle og millistöðvanna altt til Euston, varð hvergi vart við þá. Fyrir- spurnir í áttina til Stranraer höfðu heldur ekki borið neinn árangur. „Það er blátt áfram hlægilegt,“ sagði Macp- herson. „Það er ekkert sennilegra en að bíllinn hafi numið staðar í úthverfum Castle-Douglas eða Dumfries, og Gowans farið gangandi til stöðv- arinnar, en óhugsandi er, að þeim hafi sést yfir Gowan; eins og hann er líka auðþekktur á svarta skegginu." Wimsey hrópaði allt í einu upp yfir sig. „Nei, Macpherson! Þarna látum við leika lag- lega á okkur! Miklir erkibjánar höfum við verið! Og nú býst ég við, að þessi mynd hafi verið send um allt land. Sýndu Bunter lokkinn. Ég sagði strax, að við hefðum átt að gera það fyrst af öllu. Þetta verður okkar bani. Við getum aldrei litið upp á neinn mann framar. Lokkinn, Macp- herson, lokkinn!" „Guð minn góður,“ sagði Macpherson. „Þú hef- ir rétt fyrir þér, lávarður. Og ég, sem hélt endi- lega, að það hefði verið Farre'n!" Hann tók upp vasabókina sína og rétti Bunter hrokkinn, svartan hárlokk. „Lávarður minn,“ sagði Bunter ásakandi, „Það var slæmt, að þið skylduð ekki sýna mér þetta fyrr. An þess að ég vilji telja mig sérfræðing, leyfi ég mér að segja, að ég hafi nokkrum sinn- um tækifæri til að rannsaka skegg á Múhammeðs- trúarmanni. Yður er vafalaust kunnugt um, lá- varður minn, að Múhammeðstrúarmenn telja sér óheimilt að klippa skegg sitt, en við það verður skeggið silkimjúkt og hvert hár heldur hinni náttúrulegu lögun sinni — það mjókkar i end- ann.“ Wimsey rétti Bunter stækkunarglerið sitt án þess að mæla orð. „Lávarðurinn hefir vafalaust tekið eftir," hélt Bunter áfram, „að þessi lokkur kemur nákvæm- lega heim við lýsingu mína, og með því að ég hefi séð skegg Gowans, hika ég ekki við að láta í ljósi það álit mitt, að Gowan muni vera sviftur að öllu eða einhverju leyti andlitsprýði sinni.“ „Eg er hræddur um, að þér hafið rétt fyrir yður, Bunter," sagði Wimsey raunamæddur. „Nú vitum við, hver ókunni maðurinn var, og hvað að honum var. Þú verður að endurskoða tímaáætl- un þína Macpherson og setja Gowan í aðalhlut- verkið.“ „Eg verð að senda út rétta lýsingu undir eins,“ sagði Macpherson. „Einmitt," sagði Wimsey. „En hefirðu hug- mynd um hvernig Gowan lítur út skegglaus? Eg er hræddur um, að þér verði mikið um þá sjón. Þeir, sem rækta slíkan frumskógagróður framan í sér, upp á kinnbein og niður á bringu, eru venju- lega að fela eitthvað. Ég hefi þekkt menn —“ hann stundi. „Gerirðu þér ljóst, góði maður, að þú hefir aldrei séð neitt af Gowan nema augun og stóra nefið?“ „Við náum honum á nefinu," sagði Macpherson og rauk af stað. * „Bunter," sagði Wimsey, „þetta mál svipar til sögu Wilkie Collins, þar sem allt skeði of seint, til þess að koma í veg fyrir að sagan fengi góð- an endi of snemma." „Já lávarður rninn." „Það versta við þetta er, að það kollvarpar al- veg kenningu okkar og útilokar að því er virðist Farren." „Einmitt, lávarður rninn." „Og ef Betty vinkona yðar lýgur ekki, útilokar það líka Gowan." „Það virðist sem svo sé, lávarður minn.“ „Því að ef hann hefir falið sig heima aUa mánudagsnóttina og þriðjudagsmorguninn, vegna slyss, gat hann ekki verið að mála myndir fyrir handan Newton-Stewart." „Mér er þafi ljóst, lávarður rninn." „En segir Betty satt?" „Mér virðist hún vera heiðarleg stúlka. En eins og þér munið, var það ekki fyrr en eftir hádegi á þriðjudaginn, að hún sá Alcock fara inn í herbergi Bláskeggs, ef ég má nota það orð, og að hún sá ekki veika manninn fyrr en á mið- vikudagsmorgun. * ‘ „Það er satt,“ sagði Wimsey hugsandi. „Við höfum enga vissu fyrir því, að hann hafi verið þar á þriðjudaginn. Það verður að spyrja Alijock. Og að mínu áliti er Alcock greindur og skarp- skyggn maður." „Einmitt, lávarður minn. Og það, sem meira er, Alcock er lika horfinn." 16. Parker yfirlögregluþjónn. Þegar til kom reyndist ekkert dularfullt við ferðir bílsins. Tilkynning um hann kom frá litlu gistihúsi í Brig of Dee, smáþorpi nokkrar mílur út með veginum frá Castle-Douglas tU Kirkcud- bright. Þegar lögreglan kom á vettvang, voru þar fyrir Alcock og Hammond, bílstjóri Gowans, og sátu þeir í rólegheitum að snæðingi. Saga þeirra var ósköp blátt áfram. Gowan hafði skrifað þeim frá London og stungið upp á, að þeir tækju sér frí á meðan hann væri í burtu og leyft þeim að nota bílinn. Þeir höfðu ákveðið að fara í smá- veiðitúr og hér voru þeir. Þeir höfðu lagt seint af stað, vegna smáviðgerðar, sem Hammond þurfti að framkvæma á vélinni. Maðurinn með trefilinn fyrir andlitinu, sem sézt hafði fara upp í bílinn, hafði verð Alcock sjálfur. Lögreglunni var vel- komið að sjá bréf Gowans. Hérna var það, skrifað í klúbb Gowans, Mahlstick, á bréfhaus klúbbsins, og sett í póst í London á miðvikudaginn. Hvað viðvék frásögn Bunters, þá neitaði Alcock sannleiksgildi hennar með öllu. Betty væri móður- sjúkur stelpukjáni, sem gerði sér allskonar griliur. Það væri alveg satt, að frú Alcock hefði bannað henni að fara inn í ónotaða hluta hússins. Betty væri slórgefin. Þar uppi væri geymt mikið af gömlum tímaritum, og að hún væri alltaf að laumast þangað upp til að lesa þau, þegar hún ætti að vera að vinna. Frú Alcock hefði haft til- efni til að tala um það við hana fyrr. Það væri satt, að hann (Alcock) hefði farið með heitt vatn þangað upp á þriðjudaginn. Einn af hundunum hefði særzt í kanínugildru. Hann hefði búið um hann í ónotaða herberginu og hreinsað sárið með sótthreinsunarvökva. Frú Alcock myndi fúslega sýna lögrreglunni hundinn, ef farið yrði fram á það. Hvað atburðinn á þriðjudagsmorguninn við- véki, væri augljóst, að stúlkan hefði fengið mar- tröð út af ímyndunum sínum um líkið. Það væri enginn sjúklingur i húsinu og hefði aldrei verið. Herra Gowan hefði farið frá Kirkcudbright, eins og hann hefði áður sagt, með bil á mánudags- kvöldið til að ná í lestina klukkan 20.45. Maðurinn, sem Bunter hafði séð fara inn í bilinn á fimm- tudagskvöldið, hefði verið Alcock. Hammond og frú Alcock gætu staðfest það. Þau gerðu það. Særði hundurinn var leiddur fram og reyndist vera með ljótt sár á fætinum, og Betty játaði, við nánari yfirheyrslu, að hún hefði oft verið staðin að því að lesa tímarit í ónotaða herberginu. Gegn þessu var vitnisburður bílstöðvareiganda í Castle-Douglas um, að maður, sem kvaðst heita Rogers, hefði símað til sín kvöldið áður og beðið um hra,ðskreiðan bíl til að ná hraðlestinni í Dum- frieds klukkan 24.02. Hann hefði fengið bílinn, og um klukkan tuttugu mínútur yfir ellefu hafði maðurinn komið á bílstöðina. Hann var hár og dökkeygður og hafði það sem stöðvarstjórinn kallaði „kanínuandlit". Stöðvarstjórinn hafði sjálfur ekið Rogers til Dumfries og komið með Iinnn á jámbrautastöðina nákvæmlega fjórum mínútum fyrir tólf. Miðasalinn í Dumfries staðfesti þetta í öllum atriðum. Hann mundi eftir að hafa selt fyrsta farrýmis miða til Euston manni, sem hafði komið rétt fyrir miðnætti. Hann mundi ekki greinilega, hvemig maðurinn var útlits — hann var eins og fóik er flek, en nefið ef til vill í stærra lagi og tennumar framstandandi. Lestarvörðurinn var litið hjálplegur. Ferða- menn með næturlestum væru oft syfjaðir og dúðaðir. Nokkrir fyrstafarrýmis farþegar hefðu komið um borð í Dumfries klukkan 24.02. Areið- anlegt væri, að enginn þeirra hefði neitt líkzt myndinni af Gowan. Var þá nokkur þeirra líkur því, sem Gowan myndi vera skegglaus? Gat yfir- lögregluþjónninn gert sér grein fyrir, hvemig broddgölturjnn liti út broddalaus? Nei, Það gæti víst enginn. Hann væri lestarvörður en ekkii myndagátusérfræðingur. Macphjerson, sem hafði þrætt þessa leiðinlegu rannsókn til Euston, beindi næst athygli sinni að klúbbnum, sem Gowan átti að hafa skrifað bréf sitt í. Þar voru fréttirnar betri. Gowan hafði vissulega ekki verið þar. Eitt eða tvö bréf höfðu komið til hans, og þau hafði sótt maður, sem sýndi nafnspjald Gowans, Maðurinn hafði kvittað fyrir móttöku bréfanna. Vildi yfirlögregluþjónn- inn sjá kvittunina? Undirskriftin var J. Brown. Macpherson gat ekki varizt því að hugsa, hve margir menn með þessu nafni væm i London og arkaði þreyttur til Scotland Yard. Þar spurði hann eftir Parker lögregluforingja, sem tók á móti honum hjartanlega. Allir vinir Wimseys áttu vísar góðar móttökur hjá Parker, sem hlustaði með athygli á frásögn Macpherson af hinu flókna máli. „Við skulum finna Gowan fyrir ykkur,“ sagði Parker hughreystandi. Með þær upplýsingar, sem þér hafið gefið ætti það ekki að taka langan tíma. Hvað viljið þið láta gera við hann, þegar við emm búnir að ná honum?“ „Nei, herra Parker," sagði Macpherson lotning- arfullur, „haldið þér, að við höfum nægar sann- anir til að taka hann fastan?" Parker íhugaði málið vandlega. „Mér skilst," sagði hann, „að það sé skoðun yðar, að Gowan hafi hitt þennan Campbell á veg- inum milli Gatehouse og Kirkcudbright og drepið hann í bardgga. Þá varð hann hræddur og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.