Vikan


Vikan - 25.11.1948, Page 9

Vikan - 25.11.1948, Page 9
VIKAN, nr. 48, 1948 9 Sagan segir, að þegar Leofric Saxajarl, sem uppi var á elleftu öld, lagði óbærilega þunga skatta á íbúa Coventryborgar á Eng- landi, hafi Godiva kona hans riðið nakin á hesti um götur borg- arinnar í mótmælaskyni, og neyddist jarlinn þá til að lækka skattana. — Frönsku dómararnir þrir á myndinni hér að ofan eru í svipuðum vanda og jarlinn. Þeir eiga að fella dóm í máli leikkonunnar (til vinstri), sem ákærð var fyrir að koma fram á leiksviði „óklædd". Frönsku dómaramir kváðu upp sinn Saló- monsdóm og úrskurðuðu, að leikkonan skyldi klæðast ,,að minnsta kosti einhverju" og dæmdu hana auk þess í 3000 franka sekt. Þetta skeði i gleðibænum Nice i Suður-Frakklandi. Fréttamyndir Oba Aderemi, sem hefur nafnbótina Oni af Ife, er biskup yfir 3.200.000 negrum af Yorubaskynstofninum í Nigeria. Hann var nýlega á ferðalagi í Englandi og Skotlandi ásamt dóttur sinni og var þessi mynd tekin af þeim fyrir framan gistihús i London. Brezki flugherinn er um það bil að taka í notkun nýja tegund flutningaflugvéla, sem kallast „Hastings". Þær koma í staðinn fyrir fjögra hreyfla „York“ vélamar, sem mest hafa verið notaðar hingað til. „Hasting‘‘vélarnar hafa fjóra 1675 hestafla „Hercules“hreyfla og geta flogið 5000 km. án þess að lenda. Á myndinni sjást nokkrar þessarra véla. Seglsnekkjan „Bluebottle“, sem Elísabet Englandsprinsessu og hertog- anum af Edinborg var gefin í brúðkaupsgjöf, sést hér sigla framhjá stærsta skipi í heimi, „Queen Elizabeth“, sem er 85000 lestir. Tvö munaðarlaus grísk börn, fórnarlömb hinnar blóðugu borgara- styrjaldar. Þau fundust á flækingi í Konitsahéraðinu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.