Vikan


Vikan - 03.03.1949, Side 3

Vikan - 03.03.1949, Side 3
VIKAN, nr. 9, 1949 3 Hedvig Collin Framhald af forsíðu. danskar söngvabækur með teikningum eftir hana frá æskuárunum. Hedvig Collin á langan listferil að baki. Fyrstu listmenntun sína fékk hún á listaskóla Kaupmannahafnar; síðan lærði hún að mála í París. Hún hefur ferðazt mjög mikið um heiminn, dvaiið langdvölmn á ítalíu og í Þýzkalandi, ver- ið í Grikklandi og nokkra mánuði var hún einu sinni í Rússlandi með vinkonu sinni, rithöfundinum Karin Michaelis. Þær skrifuðu og teiknuðu BIBI-bækurnar sam- an, en þær barnabækur hafa notið mik- illa vinsælda og hafa komið út á tuttugu og tveim tungumálum. I Bandaríkjunum dvaldi Hedvig Collin öll stríðsárin. Hún kom til New York í heimboði American-Scandinavian Founda- tion um það bil að Hitler ruddist inn í Danmörku. Enginn þekkti hana í Ame- ríku, en þegar hún varð peningalaus — ep ómögulegt var að fá peninga frá Dan- mörku — fór hún að vinna fyrir sér sem teiknikennari á kvennaskóla og með þvi að mála andlitsmyndir, síðar gaf Viking Press út sögur hennar, en er stríðinu lauk hafði hún unnið sér frægð og frama í Ameríku. Lengst dvaldi hún í Kaliforníu, en einnig í Maine, Minnesota, New Mexico og Florida. Þegar stríðinu lauk fór Hedvig Collin heim til Danmerkuú. Þar höfðu ræningjar látið greipar sópa um eignir hennar. Hús hennar á Fanö var að mestu í rústum og stolið þaðan öllu, sem hönd mátti á festá, þar á meðal dýrmætum málverkum gam- alla meistara. Jonas Collin, langafi Hedvig Collin, veitti ævintýraskáldinu H. C. Andersen hjálp og stuðning í vandræðufn hans og fátækt á yngri árum, þegar enginn vildi við honum líta, en Collin þessi varð heims- frægur fyrir. Afkomandi hans, Hedvig Coilin, er, meðal annars, fræg fyrir teikn- ingar sínar í fegurstu útgáfu Andersens- ævintýranna á frönsku . . . Eins og oft er um listamenn er Hedvig Colli'n sérvitur nokkuð. Hún á t. d. erfitt með að muna mannanöfn og á því til að kalla fólkið þeim nöfnum, sem henni finnst hæfa því. Hún veit auðvitað vel, að útgefandi bóka hennar hér á Islandi heitir Jakob Benediktsson, en henni dett- ur aldrei í hug að kalla hann annað en Benjamín — og þá oft : „hann Benjamín minn! Ég man, að það er eitthvað úr biblíunni“, segir hún. —- Sjálfa sig kallar hún öllum mögulegum iiöfnum. — Þegar hún heyrði, að afkomendur Egils Skalla- grímssonar væru margir hér á Islandi — en Egill er uppáhald hennar úr sögunum — útnefndi hún sjálfa sig strax sem af- komanda Skallagríms gamla . . . og ekki var hún fyrr búin að ákveða þetta en hing- að fóru að berast bréf frá henni með af- sendaranafninu Heiðveig Skallagrímsdótt- Mynd af málverki eftir Hedvig Collin af Brynju sál. Hliðar. ir . . . jafnvel á hún til að undirskrifa bréf sín ,,Skallagrímsa“, eða bara ,,Grímsa“, þegar hún þá ekki ,,fordanskar“ það og undirskrifar sig ,,Skallagrimrian“! Ást á íslandi fékk Hedvig Collin, er hún las sögurnar í æsku. Hún er kona blátt áfram, vingjarhleg í viðmóti, en hún er einnig ,,elegant“ heimsdama og samir sér hvar sem er. Hún getur verið framúrskarandi fjörug og skemmtileg og segist alltaf hafa verið fallega-ljót og ef til vill er nokkuð til í því. Þegar Hedvig Collin kom hingað fyrst sumarið 1946, þóttist hún myndi læra íslenzku á þrem mánuðum — hún tálar mörg mál — en íslenzkan veittist henni erfið! Þegar hún var að fara héðan í síðara skiptið, í hittiðfyrra, spurði ég hana, hvað hún eiginlega hefði lært í ís- lenzku . . . ,,nú skaltu heyra“, sagði hún hlæjandi. „Kron, Síld og. fiskur, Silli og Valdi“! Henni þótti gaman að orðinu listakona á íslenzkunni, en hún heyrði það í fyrsta sinn á Akureyri og sagði mér þetta sigri hrósandi: „Veiztu, hvað ég er? Listakona, sem lister sig op i Lystigarðinn"! Hedvig Collin undraðist mjög, að enginn Islendingur vildi taka á móti drykkju- peningum, „þetta er stolt þjóð“, sagði hún full aðdáunar. Hedvig Collin hefur skrifað unglinga- bók, sem heitir „HELGA JARLSDÖTT- IR“, inndæl bók, bæði að innihaldi og teikningum. Efnið er sótt í Harðar sögu Hólmverja, margar teikningar af Hval- firði í bókinni, og nútíma íslendinga hef- ur hún sem fyrirmyndir söguhetjanna. Teikningarnar eru bæði fallegar og mjög nákvæmar, eins og henni er lagið. Þa"ð hefði verið gaman ef þessi bók hefði getað komið fyrst út á íslandi, en þess var ekki kostur. Nú á hún að koma út í Svíþjóð. Það er ósiður, sem algengur er í voru landi, að forvitnast um aldur manna. Minnst hundrað sinnum — og ég er ekkert að ýkja — hef ég verið spurð, hvað Hedvig Collin sé gömul . . . og, svei mér þá, ég veit það ekki! Helzt vildi ég svara: Hún er kona, sem engan aldur hefur . . . kannske er hún hundrað ára, kannske þrjátíu og fimm . . . en þó líklega hvor- ugt! En fjörið og starfsþrekið er eins og í tuttugu og fimm ára stúlku. Þegar hún ekki er að vinna, teikna mála eða skrifa, þá er hún að ferðast. I fyrra vetur var hún hjá systur sinni í París, þeirri sem gift er frægasta leikara og leikstjóra Frakka, Louis Jouvet . . . en kvikasilfrið í henni Heiðveigu Skallagríms lætur hana aldrei í friði. Hún hefur verið í Maine í Bandaríkjunum í vetur, og kannske kem- ur næsta bréfið frá Brasilíu eða Norður- heimskautinu. . . . Hér í Reykjavík er maður, sem segist hata alla útlendinga. Hann er þekktur fyrir gamansemi sína og fyndni, en hann komst svo að orði, þegar hann sá Hedvig Collin, að hún liti út eins og kona, sem lifað hefði villtu lífi. Þetta var skritið, vegna þess, að það var svo mikil fjar- stæða, enda hló hún dátt, þegar henni var sagt það. Hún málaði ágæta mynd af þess- um gamansama manni, og játaði hann af- brot sitt og vildi bæta fyrir það með því að senda henni villtar rósir . . . en hún fékk bara aldrei rósirnar — líklega feng- Pramhald á bls. 10. Jól í Florida 1945. Hedig Collin á miöri myndinni.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.