Vikan


Vikan - 03.03.1949, Síða 14

Vikan - 03.03.1949, Síða 14
14 VIKAN, nr. 9, 1949 LPPREISTIIM Framhald af bls. 7. kastaníutrjánum, er voru úti fyrir íbúö hennar. En hún var einungis lítið her- bergi. Hann mælti: „Farðu ekki strax inn, Gerd. Ég þarf að segja þér nokkuð.“ „Gerðu það ekki, Johan. Látum okkur vera vinir eins og við höfum verið fram til þessa. Ég hef aldrei fyrr verið svo hamingjusöm og nú. Og ég er svo hrædd um að þetta tæki enda, einn góðan veður- dag.“ Hann sá að tár komu í fögru augun hennar. Hann faðmaði hana að sér. „Johan! en Johan!“ sagði hún kjökr- andi, og sleit sig lausa úr örmum hans. Hún þaut inn í húsið hágrátandi. Daginn eftir var Johan mjög alvarleg- ur. Og þennan dág valdi móðir hans til þess að tala um málefni, sem hún lengi' hafði dregið að minnast á. Hún mælti: „Þú hefur verið all súr á svipinn upp á síðkastið, drengur minn. Ég álít að við þörfnumst tilbreytingar.“ Hún klappaði Johan undir hökunni með vísifingri. Þetta var siður hennar þegar hann kom í nánd við hana. Johan ýtti hönd móður sinnar burt. Hann sagði: „Ég er ekki fýldur.“ „Jú, Jonne minn,“ sagði frúin. „Ég hefi veitt þér athygli. Það er nú kominn tími til þess að við förum þessa Frakklands- för.“ Fyrir tveim árum var það heitasta ósk Johans að fara til Frakklands. En það var þá ekki vilji móðurinnar. Hún lagðist um það leyti, og kvaðst sárþjáð fyrir hjartanu. Nú var málum öðruvísi háttað. Hún vildi fara, en hann ekki. Johan mælti: „Ég fer ekki-í ferðalag. Mig langar ekki til þess að sjá heiminn í núverandi ásigkomulagi. Mér líður ágæt- lega hér heima, og ég vil vera óáreittur.“ Að svo mæltu stóð hann á fætur.og fór. Þannig hafði Johan aldrei fyrr komið komið fram gagnvart móður sinni. Til þess, hlaut einhver ástæða að vera. Hana ákvað frúin að finna: Að nokkrum dögum liðnum hafði Johan ekið til kaupstaðarins til þess að hitta Gerd. I fyrstu vildi hún ekkert við hann tala. En hann gat þó talið hana á það að aka með sér um stund. í þessari bílferð sagði Gerd Johan, með grátinn í kverkunum, að hún elskaði hann svo heitt, að hún hefði ákveðið að vera aldrei framar með honum. I næstu skiptin sem Johan kom að finna Gerd, lét hún segja honum að hún væri ekki heima. Johan gafst því upp við þessar heimsóknir. Hann óttaðist það, að Gerd flytti úr byggðarlaginu, ef hann yrði of frekur. Einn dag, er Johan kom heim, sagði læknirinn honum að móðir hans hefði veikzt. Læknirinn var ungur maður, og höfðu 463. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring: 1. Staðarheiti. — 4 6- æti. — 8. atv.orð. — 12. Skyldm. — 13. upphr. — 14. kv.n. — 15. sjór. — 16. ílát. — 18. röng. — 20. segja. — 21. tala. — 23. hljóð. — 24. geð- prúð. — 26. flækingur. 1— 30. fornafn. — 32. dygg- — 33. miskun. — 34. dýr. — 36. á litinn. — 38. útlend. — 40. staf- imir. --- 41. óhreinindi. — 42. bær skammt frá R.v.k. — 46. verzlunar. — 49. skepnu. — 50. hægt. -— 51. sláa. — 52. tap. — 53. veiki. — 57. rengi. — 58. dýr. — 59. atv.orð. — 62. hrópa. — 64. streymdu. — 66. líkamshl. — 68. á litinn. — 69. manni. — 70. ending. — 71. fóru. — 72. farir. — 73. á bátnum þ.f. — 74. framkvæmdar- leysi. Lóörétt skýring: 1. Bæjarnafn. — 2. kraftar. — 3. farartæki. — 4. hl.stafir. — 5. drykkjarílát. — 6. málið. — 7. atv.orð. — 9. djörf. — 10. grænmeti. — 11. ending. — 17. samhl. — 19. blað. — 20. stúlka. — 22. ílátið. — 24. geðprýði. — 25. for- setning. — 27. fljótt. — 28. mannsn. —- 29. ólgar. - 30. gælun. — 31. klúra. — 34. gáum. — 35. samtal. — 37. hl.stafir. — 39. mann. — 43. atv,- orð. — 44. hætta boðh. — 45. hleður. — 46. fornan. — 47. rand. — 48. mann. — 53. skyldm. — 54. tala. — 55. þjóta. — 56. gælun. — 57. hrörnun. — 60. lækning. 61. bað. — 63. atv.- orð. — 64. forsetn. —65. kv.n. — 67. mánuði. Lausn á 462. krossgátu Vikunnar Lárétt: 1. tvö. — 3. fast. — 7. fósann. — 12. sláttuvélin. — 15. mókir. — 17. ósi. — 18. annar. — 20. marðir. — 22. kló. — 24. kem. — 25. aða, — 26. næga. — 28. Larsen. — 31. kg. — 32. gutl. — 33. hina. — 34. ró. —35. eta. — 37. tæting. — 39. lít. — 40. hnípa. — 42. rrr. — 43. Aníka. — 45. aga. — 46. lárétt. — 49. átu. — 50. ui. — 51. sili. — 52. arar. — 54. mó. — 56. slátra. — 58. hníf. — 59. sem. — 60. err. — 61. glæ. —63. ósanna. — 65. egnir. — 67. agn. — 69. afinn. — 70. Akrafjallið. — 71. túrana. — 74. agla. — 75. sóa. Lóðrétt: 1. tomman. — 2. öskra. — 3. fárinu. — 4. at. — 5. stó. — 6. tuska. — 7. fé. — 8. Óla. — 9. sinkra. -— 10. annes. — 11. nær. — 13. lið. — 14. vil. — 16. óaðgengileg. -— 19. ameríkumenn. — 21. rætt. — 23. ólin. — 27. glærri. 29. anga. — 30. nóta. — 32. gap. -— 33. hirtan. — 36. tía. — 38. tré. — 39. lít. — 40. haus. — 41. alin. — 44. nár. — 47. álag. — 48. trió. — 51. strika. — 53. afsala. —- 55. ópaanna. — 57. árnar. — 58. hægja. — 59. sniðs. 62. laf. — 64. afi. — 65. ert, — 66. rrn. — 68. nag. — 71. aa. — 72. 11. þeir Johan og hann, kynnst í íþróttafé- laginu. Læknirinn sagði: „Frú Huysman hefur veiklað hjarta. En aðalveikindi hennar eru þó í tauganum? Það hvílir mikil á- byrgð á yður sem syni hennar.“ Johan mælti: „Þér álítið að hún gæti veikzt, en það er hún ekki nú, ef ég fer ekki í öllu eftir hennar höfði.“ Læknirinn svaraði: „Það er ekki fjarri sanni, sem þér segið. En móðir yðar er roskin ágætiskona, sem hefur fórnað æfi sinni fyrir einkason sinn. Það er eðlilegt að hún búist við að tillit sé tekið til sinna skoðana.“ Johan mælti: „Hún hefur ekki verið beitt skoðanakúgun og verður tekið það tillit til hennar vilja er hún á heimtingu á. En það er einkennilegt að hún hefur aðeins veikzt þrisvar alla sína æfi. 1 fyrsta skipti veiktist hún er ég ætlaði í skóla, í annað sinn er ég ætlaði til Frakklands, og í þriðja sinn nú, þegar Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Claire Trevor. 2. Gránufélagið var stofnað 1870 og veitti Tryggvi Gunnarsson því forstöðu. 3. Austurrískur, uppi 1759—-91. 4. 1447 m. 5. 314. 6. 489. 7. Úr Rangárvallasýslu. 8. Árið 1875. 9. Tage Erlander. 10. 2 km! og 2000 íbúar. Hann fór inn í sjúkraherbergið. Móðir hans mælti með þjáningarhreim í röddinni og svo lágt að telja mátti hvísl: „Hér lætur þú þína deyjandi móður og ekur til kaupstaðarins til þess að finna búðarstúlku. Aðeins venju- lega stúlku!“ Johan svaraði: „Þú hefur rétt að mæla. Hún er venjuleg stúlka, og ég ætla að giftast henni, ef hún tekur mér. Þetta er venjuleg stúlka og venjuleg saga.“ Framhald á nœstu síðu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.