Vikan


Vikan - 14.04.1949, Blaðsíða 1

Vikan - 14.04.1949, Blaðsíða 1
Miskwp&hýónin Vikan birtir nú forsíðumyndir af biskupshjónunum, sem teknar voru á heimili þeirra í vetur, og finnst okkur velvið- eigandi að nota þær í sambandi við páskana. Sigurgeir Sigurðsson, biskup yfir Islandi, var skipaður biskup 29. nóvember 1938, frá 1. janúar 1939, en vígður til biskups 24. júní 1939. Sigurgeir biskup Sigurðsson er fæddur 3. ágúst 1890 í Túnprýði á Eyrarbakka. Foreldrar hans voru Sigurður regluboði Eiríksson, bónda á Ólafsvöllum á Skeið- um, Eiríkssonar, og konu hans, Svanhildar Sigurðardóttur, hafnsögumanns í Mundakoti á Eyrarbakka, Teitssonar. Biskupinn varð stúdent í Reykjavík í júní 1913 og tók guðfræðipróf við Háskóla íslands 14. febrúar 1917. Var vígður til prests 7. október það ár. Hafði fengið staðfesta aðstoðarprestsköllun á Isafirði tveim dögum áður, en honum var veittur fsafjörður 11. marz 1918. Hann var skipaður prófastur í Norður-Isafjarðarpróf- fastdæmi 4. maí 1927 frá 1. júní sama ár. Hann þjónaði og um tíma Ögurþingum og Staðarprestakalli í Súgandafirði. Formaður Prestafélags Vestfjarða var hann frá stofnun þess, 1. september 1928 til 1939. Á Isafirði var hann í skólanefnd, sátta- nefnd og bamavemdarnefnd og tók mik- inn þátt í bindindisstarfsemi. Námsfarir hefir hann farið til Dan- merkur og þýzkalands, 1928, og London, Cambridge, Oxford og Danmerkur, 1937 —1938. Hann var fulltrúi Islands á 25. þingi Þjóðræknisfélags íslendinga í vestur- heimi í febrúar 1944 og ferðaðist víða um byggðir Islendinga í Norður-Ameríku um nærri þriggja mánaða skeið. Hann mætti og á fundi höfuðbiskupa Norðurlanda í Kaupmannahöfn í ágúst 1945 og á biskupa- fundi Norðurlanda í Stokkhólmi í ágúst 1946. Biskupinn hefur verið sæmdur ýmsum heiðursmerkjum og kjörinn heiðursdoktor við háskóla vestan hafs. Biskupinn kvæntist, 17. nóv. 1917, Guð- rúnu Pétursdóttur, bónda í Hrólfsskála á Seltjarnamesi, Sigurðssonar. Þau eiga fjögur böm. (Pétur Thomsen tók myndimar).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.