Vikan


Vikan - 14.04.1949, Blaðsíða 13

Vikan - 14.04.1949, Blaðsíða 13
I VIKAN, nr. 15, 1949 13 Fjársjóður prinsessunnar BARNASAGA Veslings litla Irmelía prinsessa átti enga foreldra, þau höfðu dáið þegar hún var smábarn. En frændi hennar, sem var biskup, ól hana upp og gætti þess, að enginn stæli stóra fjársjóðnum frá henni. En prinsessan átti fjársjóð, sem hún erfði eftir foreldra sína, en það var járnbentur kassi fullur af gimsteinum. Margir vissu, hversu auðug prins- essan var, og þess vegna lét biskup-1 inn grafa kassann úti í skógi, þar sem hann einn vissi um hann, til þess að honum yrði ekki rænt. I blómagarðinum bjó garðyrkju- maðurinn og átti hann lítinn son, sem vanur var að leika við prinsess- essuna, þegar þau voru lítil börn. Hét hann Anton og var skyggn og sá þvi margt, sem hulið var öðrum mönnum. „Sjáðu, þarna koma litlu álfarnir“, sagði hann dag einn við prinsessuna „Er það satt, að þú sjáir ekki þessa tvo álfa, sem bera fjöl með jurta- pottum á milli sín?“ „Nei ég sé þá ekki. Ég er ekki skyggn eins og þú,“ svaraði prins- essan. Irmelín hafði afar gaman af að hlusta á Anton segja frá álfunum, en þegar bðrnin eltust, urðu þau að skilja. Prinsessan hafði núorðið alltaf svo mikið að gera með kenn- urum sínum og kennslukonum, al- veg frá morgni til kvölds, að hún fékk sjáldan tækifæri til þess að ganga i blómagarðinum. Og Amton varð að hjálpa föður sínum við að grafa, sá og gróðursetja, en þetta var ein- mitt starf, sem féll honum vel í geð, þvl að þá fékk hann eífellt tækifæri til að sjá og hlusta á álfana. Þeir hjálpuðu honum einnig við starfið, svo að hann varð á skömmum tíma duglegasti garðyrkjumaðurinn í öllu landinu. En nú vildi til sá sorglegi atburður að gamli biskupinn varð veikur, svo BIBLIUMYNDIR veikur, að hann var nærri að dauða kominn. En til allra hamingju náði hann sér þó að lokum, en þá varð honum Ijóst, honum til skelfingar, að hann hafði gleymt, hvar f jársjóð- ur prinsessunnar var grafinn. Var nú það boð látið út ganga, að sá sem gæti fundið fjársjóðinn skyldi eignaet prinsessuna fyrir konu og prinsar og riddarar, iðn- aðarmenn og bændur streymdu út í skóginn til að leita að fjáfsjóðum. „Þetta er sjálfsagt til einskis!" andvarpaði biskupinn. „Ég veit, að ég faldi hann svo vandlega, að þótt leitað yrði í hundrað ár myndi hann ekki finnast." „Það gerir ekkert til, frændi," reyndi Irmelín prinsessa að hug- hreysta gamla manninn. „Ég kæri mig ekkert um alla þessa skart- gripi. Mér þykir miklu vænna um blómin í garðinum." „Heyrðir þú þetta?" hvislaði álfur, 1. mynd. Þá mælti konungur: Höggvið sundur barnið, sem lifir, í tvo hluti og fáið sinn helminginn hvorri. Þá sagði konan, sem átti lifandi barnið, við konung — því að ástin til barnsins brann i brjósti hennar — hún mælti: Æ, herra minn, gefið henni barnið, sem lifir, en deyðið það ekki. En hin sagði: Njóti þá hvorug okkar þess; höggvið það sundur. Þá svaraði konungur og sagði: Fáið henni barnið, sem lifir, en deyðið það ekki; hún er móðii þess. Og allur, Israel heyrði dóminn, sem konungur hafði dæmt; og þeir óttuðust konung, því að þeir sáu, að hann var gæddur guðlegri speki til þess að kveða upp dóma. 2. mynd. Á fjögur hundruð og áttugusta ári frá því, er Israels- menn fóru af Egyptalandi, fjórða árið, sem Salómó ríkti yfir Israel, í síumánuði — það er öðrum mánuð- inum — reisti hann Drottni musterið. Og musterið, sem Salómó konungur reisti Drottni, var sextíu álnir á lengd, tuttugu álnir á breidd og þrjá- tíu álnir á hæð. 3. mynd. En er drottningin í Saba spurði orðstír Salómós og orðróm- inn af húsinu, sem Salómó hafði reisa látið nafni Drottins, kom hún til þess að reyna hann með gátum. 4. mynd. En Drottinn reiddist Salómó fyrir það að hann sneri hjarta sinu frá Drottni, Israels Guði, sem þó hafði vitrazt honum tvisvar og bannað honum að elta aðra guði, en hann hafði ekki haldið það, sem Drottinn bauð honum. Fyrir því sagði Drottinn við Salómó: Sökum þess að þú hefur farið svo að ráði þínu og eigi haldið sáttmálann við mig, né skipanir þær, er ég fyrir þig lagði, þá mun ég rífa frá þér konungdóm- inn og fá hann í hendur þjóni þín- um. «K. ——....... sem heyrt hafði til prinseseumiar, að félaga sínum. „Þetta er skyn- söm prinsessa. Blómin eru miklu fegurri en þessir köldu, dauðu stein- ar.“ „Ég veit hvar þeir eru,“ svaraði hinn álfurinn. „Eigum við að segja henni það ?"* „Nei, segjum heldur Antoni það. Honum þykir svo vænt um prins- essuna, og hann fær að 'kvænast henni, ef hann finnur fjársjóðinn." Álfamir flugu niður í garðinn og sögðu Antoni, að þeir vissu, • hvar fjársjóður prinsesunnar var grafinn. Þeir ætluðu að vísa þeim leiðina, svo að Ánton gæti grafið hann upp. Snemma næsta morgun riðu þau af stað með fríðu föruneyti og var gamli biskupinn einnig í förinni, dúðaður í kufl sinn. Þau komu nú að eyðilegum stað langt úti í skóginum. Þar tók Anton að grafa og áður en klukkutími var liðinn, kom kassinn með fjársjóðnum í ljós. „Já!" tautaði biskupinn. “Nú man ég það líka. Hérna faldi ég hann, En ég hefði aldrei fimdið hann aftur sjálfur." „Nú á Anton að verða konungur og ég drottning hans," sagði Irmelín prinsessa og það urðu þau. Við brúð- kaup sitt bar prinsessan kórónu úr rósum og myrtusvið og kjóll hennar var skreyttur blómum, en ekki gim- steinum. „Ég kæri mig ekki um þá!“ sagði hún. „Við seljum þá alla og notum peningana til að reisa snotur og góð hús fyrir fátæklinga, sem engin heimili eiga, og gerum blómagarða í kringum þau.“ Litlu álfunum, sem höfðu hjálpað þeim féll sú tilhögun vel í geð. Áætlaðar Flugferðir í apríl 1949 (innanlands) Frá Reykjavík Sunnudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Keflavíkur Mánudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja Þriðjudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja Miðvikudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Hólmavikur — ísaf jarðar Fimmtudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Seyðisfjarðar — Norðf jarðar — Reyðarf jarðar — Fáskrúðsf jarðar Föstudaga: Til Akureyrar — V estmannaey ja — Hornaf jarðar — Fagurhólsmýrar — Kirkjubæjarkl. Laugardaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Isafjarðar — Keflavíkur Ennfremur frá Akureyri: Til Siglufjarðar alla daga og frá Akureyri til Ólafs- f jarðar mánudaga og fimmtudaga. Ferðist með Föxunum. Flugfélag íslands h.f. 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.