Vikan - 14.04.1949, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 15, 1949
5
Framhaldssaga:
Bei&hur dryhkur
16
Ástasaga eftir Anne Duffield
„Þér getið orðið óhamingjusöm. Þér stökkvið
í blindni. Hversu lengi hafið þér annars þekkt
Lance 7 Litið meira en einn mánuð?"
„Ég þekki hann svona álika og hann þekkir
mig,“ svaraði Celía. „Ef hann er ósmeykur að
hætta á —“
„Ein vika, jafnvel einn dagur er nógur timi
til þess að vita, að þú ert engum lík, Celía. Það
er engin áhætta fyrir Lance!"
Hún greip andann á lofti, hann hafði afvopn-
að hana, eins og oft áður.
„Það var mjög vingjarnlegt af yður að segja
þetta" — stamaði hún.
„Það er ekki vinátta, það er heilagur sann-
leikur. En þér, barn, hvað vitið þér um Lancing?
Hjónabandið er alvarlegt fyrirtæki, sem á að
standa lengi."
„Ég veit það. Ég veit, að þér viljið vel. En
ég — ég get ekki rætt þetta við yður, dr.
Mackenzie. Yður koma mín mál ekkert við.“
„Þér eruð á ókunnum stað. Þér eigið enggn
hjálparmann eða ráðgjafa."
„Ég er ekki ein. Ekki núna! Lance" -— rödd
hennar titraði — „Lance stendur með mér. Ef
hann væri hér mundi hann ekki leyfa yður að
tala svona við mig."
„En viljið þéf ekki leyfa mér það, Celía?
Treystið mér, það er aðeins af því, að ég ber
hamingju yðar mjög fyrir brjósti. Ég álit ekki,
að þessi ráðahagur stuðli að hamingju yðar.
Viljið 'þér ekki a. m. k. biða dálítið?"
„Við ætlum að bíða einn mánuð."
Hann gaf henni ekkert út á þetta svar.
„Væri það ekki betra, að þér færuð heim til
Englands, heimsæktuð frændfólk yðar og hugs-
uðuð um þessi mál í næði?“ sagði hann. „Ung
stúlka á að giftast úr heimahúsum. Ef þið
Lance eruð enn sama sinnis, eftir nokkra mán-
uði, getur hann komið til Englands og kvænzt
yður þar. Parðu frá Blanque, Celía." Hann tal-
aði hraðar: „Þér eruð tröllnumin. Staðurinn hef-
ur unnið yður með töfrum. Ég sagði yður, að þetta
er illur staður,"
„Illur staður! Þetta?" Hún leit yfir blóm-
skreyttan garðim/og dimmbláan himininn, sem
hvelfdist yfir eynni.
„Það er hann," endurtók hann. „Ég skal viður-
kenna töfra staðarins, en það eru óheillatöfrar.
Þér eruð í álögum. Þér hafið misst dómgreind-
ina. Farið heim, Celía, þar sem þér getið hugsað
skýrt."
„Ég vil ekki fara heim. Og ég held dómgreind
minni alveg óskertri. Hvað er það, sem þér eruð
aö reyna að segja mér. Þér eruð vinur Lance —
hvað liafið þér á móti honum?"
„Já, ég er vinur hans,“ svaraði Alec og hún
fann, að hann átti bágt með að koma orðunum
upp. „Ég hef ekkert á móti honum, eins og þér
segið, ég hygg, aðeins, að hann sé ekki maður
handa yður. Lífið hér á Blanque er ekki fyrir
yður. Ég veit, hvað ég er að segja. Viljið þér
e’;ki hlusta á mig?“
Hún sneri sér við.
„Það eruð þér, dr. Mackenzie, sem ekki skiljið,
það yruo þér, sem ekki getið fellt yður! við stað-
i.nn. Þér tilheyrið yðar eigin landi, þar sem eru
þokur og kuldar, þar sem allt er dauft og kald-
ranalegt, þar sem fólk — eftir því sem. þér
segið — tekur ekki ákvörðun, fyrr en eftir hálft
ár eða meira, hvort það ætlar að eigast eða ekki.
Þar sem allir eru gætnir og hugsandi og kaldir.
Þér skiljið ekki, það getið þér aldrei."
„Ég skil yður,“ svaraði Alec.
„Ef þér gerðuð það, munduð þér vita, að það
er gagnlaust að tala svona við mig.“
„Ég verð að tala við yður. Þér gerið yður seka
um mikinn misgáning."
„Og þótt svo væri, kæri ég mig kollótta,"
hrópaði hún æðislega. „Ég tek Blanque langt
fram yfir himnaríki."
„Þér eruð ástfangin af Lance — eða haldið,
að þér séuð það.“
„Ástfangin! En — ó, nei, ég get ekki rætt
þetta við yður. Getið þér ekkert skilið? Þér eruð
óréttlátur og þver. Hvorki þér né ég ætti að tala
um Lance eða væntanlegt hjónaband hans og mín
á þennan hátt.“
„Hugsið yður, hverskonar líf bíður yðar hér.
Þér sjáið, hvað eyin hefur gert úr hinum hér.
Unga fólkið — gömlu konurnar —“
„Mér finnst það albezta fólk í heimi," svaraði
hún reiðilega.
„Haldið þér því fram að líf þess sé normalt.
Langar yður til þess að verða eins og það?.“
„Ég sé ekkert ónormalt við líf þeirra, dr.
Mackenzie."
„Munduð þér kalla Misseenu, þennan vesling,
eðlilega mannveru?"
„Misseena? Hvað kemui hún þessu við? Hún
er ekkert nema taugaveikluð kona, sem — sem
hefði átt að giftast — en það er til sandur af
konum af hénnar tagi. Og hún kemur þessu máli
ekkert við. Hvers vegna að tala um hana.“
Hann var hljóður eitt andartak, en síðan mælti
hann:
„Ég er eldri en þér og allmiklu lífsreyndari.
Ef ég segi, að þér eigið eftir að sjá eftir þessu,
viljið þér þá ekki taka orð mín trúanleg, af
því að ég veit, hvað ég er að segja. Frestið að
minnsta kosti brúðkaupinu um nokkra mánuði,
kynnist Lance betur, kynnist eynni betur."
„Ég fresta þvl ekki, ég veit, hvað ég er að
gera, dr. Mackenzie. Það er tímaeyðsla að segja
rneira."
„Hvað á ég að segja?" hrópaði hann. „Hvernig
á ég að fara að því að sannfæra yður. Er ekki
hægt að koma neinu tauti við yður?“
„Nei, ég giftist Lance í lok mánaðarins. Ég
hef ekkert að segja frekar, og ég neita að hlusta
á eitt einasta orð meira. Og hvað yður liður —
hún vildi ekki verða óvinur hans, hún gat verið
reið við hann — þá munið þér bráðlega koma til
mín og taka öll orð yðar aftur." Hún brosti til
hans. „Þegar þér sjáið mig — okkur —“
„Ég vil ekki sjá yður, Celía."
Hún hrokk við. Hún roðnaði og fölnaði á víxl.
„En þér eruð þó ekki að fara? Ég hélt að
þér munduð verða á Blanque enn um stund."
„Ég vil ekki vera í brúðkaupi yðar,“ svaraði
hann:
,,Ekki?“ hún varð enn skelfdari á svipinn.
„Bjuggust þér við, að ég yrði þar?“ spurði
hann hásum rómi.
Hún horfði á hann, glápti á hann.
„Auðvitað gerði ég það. Ég bjóst jafnvel við,
að þér munduð vilja verða svaramaður minn.
Ég hef engan og þér hafið haft svo miltinn
áhuga á mér, þér hafið skipað mér — og skamm-
að mig allt frá því að við hittumst um borð í
skipinú. Mér fannst að þér væruð sá, eini, sem ég
gæti leitað til.“
„Og þér hélduð, að ég mundi gefa yður burtu
til hjónabands? Til Lance! Mér finnst þér ætla
mér nokkuð, Celía!"
Hún var orðin mjög föl og leit á hann með
stórum augum, fullum af undrun og sorg. Harð-
neskja hans skelfdi hana.
Hann sá, að hún var óhamingjusöm, og með
sýnilegum erfiðismunum, tókst honum að tala
rólegar.
„Ég hef sagt yður, hvert álit ég hef á þessum
ráðahag. Þér getið ekki vænzt þess, að ég verði
svaramaður yðar, gangi í stað föður eða bróður
og gefi yður manni, sem ég veit, að getur aldrei
gert yður hamingjusama."
Hann talaði með erfiðismunum, eins og hann
þyrfti að rífa orðin út úr munni sínum. Celía
fann allt í einu, að hún mundi aldrei geta af-
borið það, ef Alec færi, áður en brúðkaupið yrði
haldið. Hún óskaði þess, að hann væri þar áfram
þessi stóri og sterki maður með hörkulega and-
litið og rólegu augun. Hún óskaði eftir návist
hans, hann var eins og traustur klettur mitt í
allri rómantík og sælu.
Fyrir viku, já, einni klukkustund, mundi hún
hafa álitið þetta óhugsanlegt, jafnvel hlægilegt.
Nú vissi hún allt i einu, að hún væri glötuð, ef
Alec^ væri ekki við brúðkaupið til þess að óska,
henni til hamingju og gefa henni styrk.
„Þér megið til. Þér getið ekki“ — hún stanz-
aði, roðnaði, beit sig í vörina. Svo braust út
úr henni: „Alec, þér getið ekki farið, áður en
við höldum brúðkaupið."
Hann horfði lengi hvasst á hana og sagði:
„Svo að þér biðjið mig um að vera?"
„Já, ég bið yður þess. Þér sögðuð, að við vær-
um vinir. Vinur — getur ekki —“, hún gat ekki
haldið lengra.
„Grátið ekki,“ sagði hann með ólýsanlegri
blíðu. „Ég þoli ekki að sjá yður gráta."
„Ég ■— ég græt ekki.“ En hún var mjög nærri
því. „Ég bið yður, Alec —“
„Jæja þá, ég verð kyrr," svaraði hann.
-,,Ó,“ hún horfði á hann glöðum, tárvotum aug-
um.
„Þér hafið á réttu að standa, ég er alltof var-
kár, alltof hugsandi, alltof hæggerður. Ég,“
hann brosti allt í einu, „ég kom of seint til hátíð-
haldanna — þeim var næstum lokið, áður en ég
vissi af. Það minnsta, sem ég get gert, er að
sjá þau til enda."
„Ég skil ekki —“ sagði hún rugluð.
„Nei,“ Hann talaði enn í þessum ólýsanlega
málrómi. „Ég veit að þér skiljið mig ekki. Lát-
um það svo vera. Fyrst ég get ekki komið við
yður neinu tauti og þér eruð staðráðin í —“
„Nei, byrjið þér nú ekki aftur. Ég er fast
ákveðin, það getur enginn haggað því.“
„Ég held það,“ svaraði hann, „og úr því svona
er, ætla ég að vera kyrr, Celía.
Hann kvaddi hana og hætti við að heilsa upp
á Olgu. Hann hafði komið með vélbát frá borg-
inni og ætlað yfir sundið til þess að heimsækja
prestinn. Celía horfði á eftir þessum sterklega
manni ganga niður stíginn að ströndinni. Þótt
hann væri þrekinn, var hann ekki luralegur.
Vinur hennar, já, þau voru orðnir vinir. Fyrst