Vikan


Vikan - 14.04.1949, Blaðsíða 2

Vikan - 14.04.1949, Blaðsíða 2
2 VTKAN, nr. 15, 1949 PÖSTPRIWH • Kæra Vika! Viltu vera svo góð og birta mynd af Thuran Bey fyrir mig, og segja mér eitthvað um hann. Hann er nefni- lega uppáhalds leikarinn minn. Hvemig er skriftin ? Með fyrirfram þökk. Greta. Um Thuran er annars staðar skrif- að, en mynd getum við ekki birt að sinni. Skriftin er allgóð. Kæra Vika min! Viltu vera svo góð, að leysa úr eftirfarandi spurningum fyrir mig: 1. Viltu segja mér eitthvað um Tur- han Bey? Það er uppáhaldsleik- arinn minn ? 2. Var Gene Raymond rithöfundur, áður en hann gerðist leikari? 3. Er Gene Raymond hans rétta nafn ? 4. Viltu birta mynd af honum, ef þú getur ? 5. Er Ann Sheridan gift, og þá hverjum ? 6. Er Ginger Rogers gift? 7. Á hún mörg börn? Með hjartans þakklæti fyrir vænt- anleg svör. Með beztu kveðju. Alda Guðjóns. P.S. Hvernig er skriftin? Svar: 1. Hann er Tyrki. Faðir hans var í utanríkisþjónustunni, svo að hann hefur allvíða farið um heiminn. Hann er stór og stæðilegur, ea. 185 cm. á hæð og að sama skapi þungur. Hann er rólyndur og reykir mikið pípu. 2.—4. Hann heitir réttu nafni Ray- mond Guion, mun ekki vera rithöf- undur. 5. Hún hefur gifzt 2—3 sinnum, m. a. George Brent. 6. —7. Hún er gift Jackie Briggs. Bamlaus. Skriftin er sæmileg. Kæra Vika! Ég hef aldrei spurt þig áður, svo að ég vona, að þú svarir nokkrum spurningum fyrir mig. 1. Hvað heitir mamma hennar Mar- grét O’Brien ? 2. Hvað heitir pabbi hennar? 3. Viltu gera svo vel, að birta mynd af Margrét O’Brien? 4. Hvað er Shirley Temple gömul? 5. Er það satt, að hún sé byrjuð að leika aftur ? Svana (11 ára). Svar: 1.—3. Bókfellsútgáfan hefur alveg nýlega gefið út bók með mynd- um um Margrét O’Brien, heitir hún „Dagbókin mtn“. Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar ritgerðir og bráðsmellnar skop- sögur. 10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. 4.—5. Fædd 1928 eða ’29; hún leik- ur af og til. Kæra Vika! Þú gætir víst ekki gefið mér ein- hverjar upplýsingar um skáldið Peter Cheyney, hverrar þjóðar hann sé og hvort nokkur bók sé eftir hann á íslenzku. P.S. Hvernig lízt þér á skriftina? H. P. G. Svar: Hann er enskur, f. árið 1897. Hann strauk að heiman, þegar hann var 16 ára, til þess að verða leikari. En 1914 gekk hann í herinn. Særðist 1917. Eftir stríðið gerðist hann blaða- maður og rithöfundur og rak jafn- framt leynilögregluskrifstofu. Af reynslu sinni í þeim störfum tók hann að rita leynilögreglusögur. — Nokkr- ar af bókum hans hafa verið þýdd- ar á íslenzku. Kæra Vika! Eg er þrettán ára gömul, eldheitur leiklistarunnandi. Mig langar þess vegna að leggja fyrir þig nokkrar spurningar, sem ég vona, að þú svar- ir eins fljótt og unnt er, því þetta er dálítið áríðandi. Viltu segja mér hvernig leikskóla Ævars R. Kvarans eða Lárusar Pálssonar er háttað. Er ég of ung til að byrja nám hjá öðr- um hvorum? Hver er lágmargsald- ur ? Hvað kostar ? Starfa þeir á sumrin? Hvað eru námskeiðin löng? Með beztu þökkum fyrir allar ánægjustundirnar. G. H. Svar: Hvað leikskóla Lárusar Páls- sonar snertir, viljum við benda á Vikuna, nr. 37, 9. september 1948, en í því blaði er viðtal við Lárus Pálsson. — Leikskóli Ævars R. Kvar- an starfar 7—8 mánuði (ekki á sumr- in) á ári, 9 tímar í viku. Af þeim kennir Ævar sjálfur 4 klukkustund- ir leiklist almennt og tækni, Klemens leikari Jónsson látbragðsleik 2 klst. og skylmingar 1 klst., og Brandur skólastjóri Jónsson raddþjálfun 2 klst. Ævar tekur ekki yngri nem- endur en 16—17 ára, og þó drengi ekki svo unga. Gjaldið er 160 krón- ur á mánuði. Skólinn starfar ekki í námskeiðum, en gert er ráð fyrir, að námið taki 2—3 vetur. Kæra Vika! Þetta er í þriðja sinn sem ég skrifa þér, og aldrei hef ég fengið svar mitt birt eða bréf. Nú langar mig að fá birt í næsta blaði texta, sem byrjar svona: ,,Ein í húmi, áfram líður, áin lygn og tær." Þetta er það eina, sem ég kann í honum. Nú treysti ég þér, elsku Vika mín, að birta þetta fyrir mig. — Þúsund kossar. J. Pétursd. Svar: Við könnumst ekki við kvæð- ið, sem þessar línur eru úr, — en þökkum kossana! Svar til Binnu: Vitum ekki úr hvaða kvæði þetta er. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Elísabet Kristjánsdóttir (við pilt og stúlku 15—17 ára), Hraðfrystihús- inu Xnnri-ISIjarðvík, Keflavík. Jóna Guðmundsdóttir (17—19 ára), Hraðfrystihúsinu Innri-Njarðvík, Keflavík. Hafsteinn Magnússon (við stúlkur 14—18 ára, æskilegt að mynd fylgi), Haukadal, Rangárvöllum, Rangárvallasýslu. Sigurvin Guðbrandsson (við stúlkur 18—22 ára), Munaðarnesi, Árnes- hreppi, Strandasýslu. Þorleifur Hallbertsson (við stúlkur 16—18 ára), Veiðileysu, pr. Djúpa- vík, Strandasýslu. Guðbrandur Kristinsson (við stúlkur 18—20 ára, mynd fylgi), VeiCi- leysu, Árneshreppi, pr. Djúpavík, Strandasýslu. Framhald á bls. 7. TÉKKÓSLOVAKIA er eitt mesta sokkaframleiðsluland í Evrópu, þaðan koma hinir heimsþekktu P E R LOIM - kvensokkar (sama gerð og nylon). Það hefir nú fengist svo góð reynsla fyrir PERLON sokkum, hér á landi að þeir eru taldir margfallt endingarbetri en venjulegir nylon sokkar, sem stafar af því, að lykkjur dragast ekki til, og þessir sokkar hafa miklu meiri teygju. Þrátt fyrir þessa miklu kosti hvað endingu snertir, kosta PERLON sokkar aðeins kr. 18,90 í smásölu. PERLON eru því vaíalaust ódýrustu kvensokkar, sem til landsins hafa ltomið. Sömu verksmiðjur bjóða einnig ULLARSOKKA og ULL og SILKI bl. með alveg sérstaklega hagkvæmu verði. Þórður Sveinsson & Co. h.f. Reykjavík. Einkaumboðsmenn fyrir ríkisverksmiðjurnar í Tékkóslóvakíu, sem framleiða P E R L O N og KUNERT kvensokka. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður; Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.