Vikan - 14.04.1949, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 15, 1949
3
Kvikmyndin „Björgunarafrekiö við Látrabjarg"
Slysavarnarfélag íslands er
xim þessar mundir að sýna í
Tjarnarbíó kvikmynd, sem Ósk-
ar Gíslason, ljósmyndari hefur
tekið á vegum félagsins af hinni
frækilegu björgim skipshafnár-
innar af enska togaranum
DHOON, sem strandaði við
Látrabjarg í desembermánuði
1947. Björgunarafrek þetta var
mjög rómað og vakti mikla at-
hygli, bæði innan lands og ut-
an; ekki sízt í Englandi, enda
var björgunarsveitin heiðruð
bæði af brezku stjórninni og
Slysavarnarfélagi Islands fyrir
þessa frækilegu björgun.
Kvikmyndin hefur vakið verð-
Þórður Jónsson HvaJlátrum.
skuldaða athygli, enda var
björgun þessi einstök í sinni röð,
sökum hinna gífurlega erfiðu
aðstæðna, þar sem t. d. þurfti
að síga niður glerhált 200
metra hátt bjarg.
f myndinni leika flestir sömu
mennirnir og að hinni raunveru-
legu björgun unnu, en taka
kvikmyndarinnar fór fram á
nákvæmlega sama stað og at-
burðirnir gerðust, og er hún út-
af fyrir sig afrek, þar sem Ösk-
ar þurfti sjálfur að síga í bjarg-
ið eins og björgunarmennimir.
Um það leyti sem töku kvik-
myndarinnar var að ljúka, vildi
svo einkennilega til, að annar
enskur togari SARGOON,
strandaði á svipuðum slóðum og
fyrra slysið varð. Sama björg-
unarsveitin fór þá á vettvang,
og slóst Óskar í för með henni
á strandstaðinn og kvikmyndaði
hann þar raunverulega björgun
þess hluta skipshafnarinnar,
sem hægt var að bjarga. Að-
sém hægt var að bjarga. Kvik-
myndatakan af þeirri björgun
var miklum erfiðleikum bimdin
vegna gífurlegs roks. Þykir
ekki hvað minnst til þessa kafla
myndarinnar koma.
Skýringarnar í myndinni eru
talaðar af formanni björgunar-
sveitarinnar Bræðrabandið,
Þórði Jónssyni, Hvallátrum, og
hefur hann einnig samið text-
ann og lagt fram mikið starf
við myndatökuna.' Hljómupp-
tökuna annaðist „Radio- og raf-
tækjastofan“, Óðinsgötu 2.
Hljómlist myndarinnar valdi
Jón tónskáld Þórarinsson.
Ágóðinn af sýningum þessum
rennur að sjálfsögðu til Slysa-
vamarfélags Islands.
Þetta fólk var í björgunarsveit-
inni: Frá Hvallátrum: Árni Guð-
mundsson, Ásgeir Erlendsson, Daniel
O. Eggertsson, Hafliði Halldórsson,
Halldór Ólafsson, Kristján Sigmunds-
son, Oddný Guðmundsdóttir, Ólaf-
ur Halldórsson, Ólöf Hafliðadóttir,
Sigríður Erlendsdóttir, Þórður Jóns-
son. Frá Breiðavík: Guðmundur
Kristjánsson. Frá Kollsvík: Andrés
Karlsson, Árni Helgason, Ingvar
Guðbjartsson. Frá Hænuvík: Agnar
Sigurbjörnsson, Bjarni Sigurbjörns-
son, Björgvin Sigurbjörnsson, Krist-
inn Ólafsson. Frá örlygshöfn: Albert
Guðmundsson, Egill Ólafsson, Ingv-
ar Ásgeirsson, Jón Hákonarson,
Júlíus Kristjánsson, Kjeran Ingvars-
son, Ólafur Ingvarsson. Frá Hval-
skeri: Þórir Stefánsson. Frá Rauða-
sandi: Halldór Halldórsson, Jóhann
Halldórsson. Frá Patreksfirði: Áðal-
steinn Sveinsson, Bragi Ó. Thorodd-
sen, Karl L. Jóhannesson, Kristinn
Guðmundsson.
Einn úr björgimarsveitinni kveður móður sina áður en hann leggur í hina
hættulegu för í bjargið.
Skipið á strandstaðnum.
Látrabjarg. örin bendir á Flaugamefið, þar sem nokkur liluti skipshafn-
arinnar á togaranum ,,DHOON“ varð að fyrirberast alla nóttina.
Björgunarmenn á bjargbrúninni að draga upp skipbrotsmennina.