Vikan


Vikan - 14.04.1949, Blaðsíða 7

Vikan - 14.04.1949, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 15, 1949 7 Bréfasambönd Framháld af bls. 2. Sigurður Guðmundsson (við stúlkur 17— 20 ára, mynd fylgi), Munað- arnesi, Árneshreppi, Strandasýslu. Addý Nicolai (við pilta og stúlkur 18— 22 ára) Lindargötu 58, Rvík. Ármann E>. Ásmundsson (við stúlku 14—16 ára, mynd fylgi), Suður- götu 25, Akranesi. Karl Þórðarson (við stúlku 14—16 ára, mynd fylgi), Skagabraut 19, Akranesi. -Jórunn Axelsdóttir (við pilt eða stúlku, helzt í Reykjavík eða á :Siglufirði, 13—16 ára), Hjalteyri við Eyjafjörð. Lóa Friðriksdóttir (við pilta eða stúlkur 16—18 ára), Simstöðinni Egilsstöðum, Suður-Múlasýslu. Helga Binna Jónasdóttir, Benný Jónasdóttir, Svandís Runólfsdóttir, Dodda Runólfsdóttir, (við pilta eða stúlkur 15—18 ára), allar á Reykjaskóla, Hrútafirði, V.-Húnavatnssýslu. Fregn Björgvins (við pilt eða stúlku 14—16 ára, mynd fylgi), Ketils- stöðum, Jökulsárhlíð, N.-Múlasýslu. Guðmundur Pétursson (við pilta eða stúlkur 12—14 ára, mynd fylgi), Hverfisgötu 19, Siglufirði. Rögnvaldur Haraldsson (við stúlku 14—15 ára, mynd fylgi), Unastöð- um, Hólahreppi, Skagafirði. Elín Þórhallsdóttir (við pilta 19—21 árs), Ása Guðmundsdóttir (við pilta 15—17 ára), báðar til heimilis Hvamms- tanga, V.-Húnavatnssýslu. Aðalheiður Isleifs Hafliðadóttir, Ólöf Egilsdóttir, Petrina Kristjánsdóttir, Petrea Vilhjálmsdóttir, Rannveig Wormsdóttir, (við pilt eða stúlku 18—23 ára), allar St. Jósepsspítala, Hafnarfirði. Guðmundur Guðmundsson, Knútur Bergsveinsson, Sigurður Karlsson, Sigvaldi Júlíusson, Sigurberg Júlíusson, Bergvin Guðmundsson, (við stúlkur 16—25 ára), allar á m/b Sæbjörg GK 86, Grindavík. Þórdís Pálsdóttir (við pilt eða stúlku 16—19 ára), Núpsskóla, Dýrafirði. Elisabet S. Guðmundsdóttir (við pilt eða stúlku 16—19 ára), Flateyri, önundarfirði. Hreinar láreftstuskur keyptar háu veröi. Steindórsprent h.f. Rit Matthíasar Jochumssonar ísafoldarprentsmiðja h.f. er í þann veg- inn að hefja heildarútgáfu af ritum Matthíasar Jochumssonar, í bundnu máli og óbundnu, og mun fyrsta bindið koma út að áliðnu komanda sumri. Verður, -eins og skyldugt er, allt gert til þess að útgáfan verði sem rækilegast af hendi leyst og að sem fæst verði út undan af því, er þar á að réttu leyti að koma. Er þegar allmikið efni kom- ið, sem ekki er í hinum fyrri út- gáfum, og talsvert mun án efa bætast við ennþá í þeirri leit, sem nú er verið að framkvæma. Þó mun efalaust meira eða minna verða út undan nema til komi góð- viljuð aðstoð þjóðarinnar í heild. Mun og mörgum góðum manni verða það ljúft, að leggja fram sitt liðsinni, svo að þessum konungi í ríki andans megi verða sýnd svipuð ræktarstarfsemi af hendi þjóðar hans eins og aðrar þjóðir sýna minningu hinna mestu og beztu sinna manna. Það eru því vinsamleg tilmæli mín til allra þeirra, er undir höndum hafa eitthvað það, er að gagni mætti koma við útgáf- una, hvort heldur eru bréf eða ljóð, að þeir láni það til afnota, frumrit ef þess er kostur, en ella nákvæmar afskriftir. Má senda allt slíkt annaðhvort til mín undir- ritaðs eða til sonar skáldsins, Magnúsar ? tatthíassonar, Túngötu 5, Reykjavík. Mun allra slíkra gagna verða vandlega gætt c'; bau á sínum tíma endursend þeim er 'ánað hafa, nema þeir geri sjálfir þær ráð- ptafanir að afhenda skuli Landsbókasafni. Sömuleiðis mundu með þökkum þegnar hverskonar upplýsingar og fróðleikur, er ætla má að gagni mætti koma við útgáfu lióða eða bréfa, svo að slíkt verði notað við athugasemdir þær og skýringar, sem gerðar verða við textana. Alveg sérstak- lega er til þess mælzt, að aðstandendur, ættmenn eða venzlamenn þeirra, er Matthías kvað eftir, vildu senda svo itarlega greinargerð, sem kostur er á um þá hina sömu, ef ekki er aug- ijóst, að auðvelt muni vera að afla Söngvin systkin Vikan birtir hér myndir af systkinum, sem eru söngvin mjög, þeim önnu Þórhallsdóttur og Daníel Þórhallssyni. Þau eru börn Ingibjargar Friðgeirsdóttur og Þórhalls Daníelssonar, kaup- manns á Hornarfirði. Á æskuheimili þeirra var bæði píanó og orgel og var það eina píanóið, sem þá var til í héraðinu. Anna fluttist hingað til Reykjavíkur 1928 og gerðist bókari hjá Landssímanum og síðan gjaldkeri. Hún hóf söngnám hjá þekktri norskri söng- kennslukonu í Kaupmannahöfn og var þá eitt ár þeirra upplýsinga. Það er svo um mjög mörg af hinum mikla sæg tækifæris- kvæða, er Matthías kvað, að enda þótt sjálf nöfnin séu kunn, þá getur nú reynzt hartnær eða með öllu ómögulegt að vita við hvern átt er. Útgefandi er litlu nær þó að við eitt kvæðið standi ,,Jón Jónsson d. 1872“ eða ,,G. Jónsdóttir d. 1881“ eða „eftir barn“. Þetta á ekki við um erfiljóðin ein heldur og ýms önnur tækifæriskvæði og tækifærisvísur. En úti á meðal fólksins mun í langflestum til- fellum enn vera einhver, sem að meira eða minna leyti getur látið í té gagnlegar erlendis.* Hvatti kennarinn önnu til að halda áfram námi, en þá voru ekki ástæður til þess. 1945 fór hún svo aftur i námsför og þá vestur um haf og stundaði söngnám tvö skólatímabil í „Juillard School of Music“ í New York. Að því loknu fékk hún lofsamleg ummæli fyrir söng- námið. Hún starfar alltaf hjá Landssímanum og syngur við og við í útvarp og þá eingöngu sigild lög. Daníel Þórhallsson hefur lika sungið mikið um dagana. Hann vinnur hjá Síldarverksmiðjum rik- isins á Siglufirði og tekur drjúgan þátt í söng- lífi bæjarins. Hann hefur og sungið í útvarp. Hann fór í söngför með Karlakór Reykjavíkur til Ameríku. upplýsingar. Menn mega ekki draga sig í hlé fyrir það, að þeim finnist það vera of fátæklegt, sem þeir geta lagt til mál- anna. Lítilfjörleg bending getur oft og einatt einmitt vísað á réttu leiðina. Með fyrirfram þökk til allra þeirra, er við þessum tilmælum verða og sýna þar með minningu Matthíasar Jochumssonar ræktarsemi — stundum máske um leið minningu látinna náunga sinna; Reykjavík, 24. marz 1949. f.h. Isafoldarprentsmiðju h.f. Gunnar Einarsson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.