Vikan - 14.04.1949, Blaðsíða 4
VIKAN, nr. 15, 1949
4
Kommóðan Þýdd smásaga
„Ert það þú, Adolf. Hvernig þorir þú
þetta? Komdu inn fyrir.“
„Svo frænka þín er þá ekki héima,“
svaraði Adolf, lokaði dyrunum á eftir sér
og leit í kringum sig í stofunni.
„Já, svona búum við núna — gerðu svo
vel og líttu inn í næsta klefa. Þetta er
svefnherbergið með tveimur rúmum. Og
hér er eldhúsið með öllum nútíma þæg-
indum — komið fyrir á allra óþægileg-
astan hátt. Settu þig á legubekkinn, og
láttu eins og þú fáir kaffi,“ mælti Kamma
og ýtti unga manninum út úr svefnher-
berginu. Og síðan settist hún sjálf á pall-
inn við gluggann, bjástraði eitthvað við
lokkana og gaut á meðan hornauga til
unga, útitekna mannsins, sem reyndi að
sitja eðlilega í sófaskriflinu, sem minnti
óþægilega á öld Friðriks heitins sjötta.
„Viltu reykja?“ spurði hann og tók upp
vindlingahylki.
„Nei, í guðanna bænum ekki. Frænka
finnur þefinn, áður en hún er stiginn inn
úr dyrunum."
„Fyrirgefðu! Já, þú sagðir í gær, að
frænka þín ætlaði í bað í dag.“
„Svo þú hefur skilið, að ég var að bjóða
þér heim! — Er ekki dásamlegt héma?
Fjórir málaðir veggir með gulnuðum ljós-
myndum, skatthol í stíl við dómhúsið á
Nýjatorgi, málað borð og tveir ódrepandi
stólar.“
„Getur þú lifað héma?“
„Ég venst því. Frænka hefur samið um
það við forstöðukonuna og stjómina, að
ég skuli erfa öll ,,herlegheitin“ með mið-
stöðvarhitun og átta króninn á mánuði
— en þó ekki fyrr en ég er 65 ára. Nú,
þessi 47 ár, sem munar, ætlar hún sjálf
að sitja að krásunum — enda er hún ekki
nema liðlega hálfáttræð, gamla konan.
Þau skilyrði era sett, að ég gifti mig ekki,
eða skemmi mig á annan óverðugan hátt
— Samt ætla ég að laga kaffi handa þér.
— Bíddu andartak."
„Þakka þér fyrir, elskan, — en ef þú
gengur nú i berhögg við sett skilyrði?“
„Það geri ég nefnilega stundum. Því að
frænka telur það höfuðsynd að tala við
aðra karlmenn en dyravörðinn, sem skip-
ar þann hæpna virðingarsess að vera tal-
inn hvomgkyns. — Já, þá missi ég bæði
frítt húsnæði, miðstöðvarupphitun, átta
krónur á mánuði og eftirskildar eigur
frænku gömlu.“
„Og er það mikið?“
„Það veit ég ekki upp á hár. En þar
sem hún segir, að bankainnstæða frá
dögum afa síns hafi aldrei verið hreyfð —“
„Já, sleppum því, þín æruverðuga frænd-
kona reiknar í löngum árabilum —“ —
„Já, já, einkum aftur á bak. Þú ættir
bara að vita, hvað hún er forn í sér. Hún
hefur mslaherbergi uppi á lofti og þar er
eldgömul kommóða. Hún segir að hún sé
frá dögum ensku árásarinnar — 1807 —
þú manst, en það get ég sagt þér seinna
allt saman. — Nú ætla ég fram og laga
kaffið, en við getum ósköp vel talað sam-
an, því að dymar eru opnar.“
Kamma fór fram í litla eldhúsið og
A-dolf heyrði, að hún var að bardúsa eitt-
hvað á meðan hún hélt áfram að skýra
fyrir honum furðulega háttu frændkonu
sinnar.
„Nei, Adolf. Það er ekki til neins, að
ég kynni þig sem unnusta minn. 1 fyrsta
lagi mundi hún svipta mig arfi og gefa
eigur sínar eitthvað út í bláinn, í öðru
lagi mundi hún slíta félagsskap við mig
og þriðja lagi mundi hún binda trúss sitt
við einhverja afdánkaða og margpipraða
frænku sína. Hvar ætti ég svo að fá fæði
og húsnæði fyrir það, sem ég vinn mér
inn. Við verðum heldur -—“
Kamma stanzaði allt í einu. Hún heyrði,
að útidyrnar vom opnaðar, og angistar-
vein kvað við frá frænku gömlu, sem hafði
fengið éinhvern nasaþef af því að karl-
maður væri í húsinu. Kamma vissi ekki
sitt rjúkandi ráð.
„Þér eruð ef til vill kirkjugjaldarukk-
arinn, — eða, hvernig stendur á yður?“
spurði Bína frænka.
„Afsakið, ég bið margfaldlega afsök-
unar, ungfrú — nei, ég er ekki kirkju-
gjaldamkkari, ég ætlaði hara að fá — fá
leyfi til þess að líta á kommóðuna, sem
ég hef heyrt að ungfrúin eigi — gömul
kommóða og mjög dýrmæt.“
„Kommóðuna mína? En hvemig hafið
þér komizt hingað inn?“
„Jú, ég barði að dyrum og ung —“
„Já, frænka, það var ég, sem opnaði.
Þessi ungi maður er sérfræðingur í að
rannsaka gömul húsgögn, og þess vegna
.................................
I VEIZTU -? j
I 1. I hvaða landi er banjóið fundið upp ? I
1 2. Hvenær var Jón Helgason biskup?
| 3. Hverrar þjóðar var tónskáldið Camille i
Saint-Saens og hvenær var hann uppi? |
§ 4. Hvenær var rithöfundurinn Jón Trausti i
uppi og hvað hét hann réttu nafni?
| 5. Hvar er Caracas höfuðborg ?
| 6. Er Toskanini frægur vísindamaður, :
hljómsveitarstjóri eða málari?
: 7. Hvað vegur einn litri af vatni við i
fjögur stig á Celsíus ?
= 8. I hvaða óperu er arían „La Donna e i
Mobile" ? i
i 9. Hvaða forseti Bandaríkjanna hefur |
lengst búið í hvíta húsinu?
| 10. Hver leikur Ofelíu í ensku kvikmynd- §
inni „Hamlet"?
Sjá svör á bla. 14. i
iiimiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiminiiiiiimiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiMiiiiiMiiiiiiiin/
kom hann,“ skaut Kamma inn í mjög
flaumósa.
„Já, ef yður langar mjög til, þá get ég
komið með yður upp á loft — ég þarf
bara að sækja lykilinn.“ Og frænka tók
upp lykil, opnaði eina skattholsskúffuna,
tók upp úr henni pakka og innan í hon-
um var annar lykill, og með honum opn-
aði hún aðra skúffu, tók upp úr henni
léreftspoka og svo koll af kolli.
„Ég er hræddur um, að ég geri yður all-
mikið ónæði, ungfrú —“
„Ég er nú af gamla skólanum, skal ég
segja yður, — þá höfðu menn nú reglu á
hlutunum, — en nú er svo hert að hnút-
unum, að ég get ekki leyst hann.“
„Ætli ég mætti líta inn seinna, ungfrú?
Það munar mig engu, því að ég á hér oft
leið um.“
„Já, ef þér gerið það, skal ég koma með
yður upp. Hún er svo sem ekki mikils
virði, gamla kommóðan, hún er frá tím-
um afa míns, og hann var ættaður frá
Jótlandi, — já, ef þér hafið gaman af,
það eru alltaf til menn, sem eru vitlausir
í gamla muni, eins og sagt er.“
Adolf og frænka skildu sem beztu vin-
ir, og þegar Adolf kom daginn eftir, var
harin svo lánsamur ( eða hitt þó heldur)
að hitta fyrir Bínu gömlu, sem var nú
búin að leysa hnútinn og fór með Adolf
upp á loft og lét móðan mása.
„Hvar ætti maður svo sem að geyma
svona skrifli, þegar maður býr á elliheim-
ili,“ sagði hún, er hún opnaði dyrnar.
„Hérna er hún nú, kommóðuskömmin,
alveg eins og hún var meðan hann afi
sálugi átti hana.“
Kommóðan fyllti út í helminginn af her-
berginu, og þótt Adolf bæri ekki mikið
skynbragð á gamla húsmuni, sá hann þeg-
ar, að hún mundi vera mikils virði.
„Ég hugsa, að ég geti útvegað yður góð-
an kaupanda, ungfrú,“ sagði hann og lét
augun hvíla á þessu einstaka listaverki
með málmleggingum og frábærum út-
skurði.
„Kaupanda?“ Ég hef alls ekki hugsað
mér að selja hana. Ég hef ekkert að
selja, það gerði fólk mitt ekki. Hvers
vegna ætti ég þá að gera það?“
„Ég átti bara við, að þér hefðuð ekki
rúm fyrir hana, svo að —“
„Það er rúm fyrir hana hér. Ég nota
hana til þess að geyma í fötin hennar
mömmu sálugi — hún átti svo indæla
kápu, sem ég ætla að nota, þegar ég hef
slitið minni. Nei, ég hélt, að þér vilduð
bara líta á hana.“
Já, Adolf var vissulega mjög glaður
að hafa fengið tækifæri til þess að sjá
hana, og hann ætlaði að segja manni, sem
hann þekkti, frá henni. Og síðan fóru
þau niður, og frænka gaf kaffi. Auðvitað
var Kamma heima, einkum meðan frænka
var að laga kaffið í eldhúsinu.
Þegar Adolf kom nokkmm dögum síð-
ar með fjörugan, roskinn mann, var hann
þegar spurður álits um kommóðuna.
Framhald á bls. 14.