Vikan


Vikan - 14.04.1949, Blaðsíða 10

Vikan - 14.04.1949, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 15, 1949 * HEBMILIÐ * BÖRIMIIM OG DVRIN f 5 ..... Eftir C. C. Myers, dr. phil. •■■■•■■■■■■■■... Kakaósúpa. 2 1. sæt mjólk. 40 gr. kart- öflumjöl. 40 gr. kakaó. Takið % hluta mjólkurinnar og látið hana sjóða. Kakaóinu, sykri og kartöflumjöli er hrært saman við það, sem eftir er af mjólkinni, en síðan hellt út í sjóðandi mjólkina. Látið sjóða vel saman og sykri bætt í, ef vill. Borið fram með tvíbökum. Kálfakjöts „fricandeau“. 1 þetta þarf helzt að hafa bita úr læri, um 2 kg. Kjötið er skorið af í heilu lagi, barið með kjöthamri, kryddað og velt upp úr hveiti. Kjötið er brúnað í smjöri í potti og síðan hellt svo miklu heitu vatni í, að það fljóti yfir kjötið. Það er látið sjóða þannig í klukkutíma, en síðan tekið upp úr pottinum. Einni matskeið af hveiti er hrært saman við mjólk og hellt út í vatnið í pottinum. Salt látið í eftir smekk, svo og nokkrir dropar af matarlit. Að lokum er kjötið hitað upp í sósunni við vægan hita í hálftíma. Smjörgrautur. IV2 1. mjólk. 100 gr. smjör. 200 gr. hveiti, salt. Smjörið er brætt og hveitinu hrært saman við það, þynnt út með mjólk- inni. Látið sjóða í 10 mín. Saltið grautinn rétt áður en hann «r tekinn af eldinum. Borinn fram með ávaxta- saft. Tízkumynd Það er eigi fátítt að konur kjósí fremur þennan klæðnað, þegar þær eru heima hjá sér, en þunna kjóla. Það er undarlegt, hversu margir foreldrar hræða börn sin á alveg ósaknæmum skorkvikindnm og alls kyns ormum. Foreldramir hafa auð- vitað lært um „skaðsemi" þeirra í æsku af sínum foreldrum, eins og gengur. Þessi ástæðulausi ótti, sem komið er inn hjá börnunum, veldur þeim óhamingju og rænir þau margs kyns ánægju, sem þau gætu haft af dýr- unum. Fróðleiksáhugi þeirra lamast við það og það sem verst er, þau fá alveg ranga hugmynd um hið sanna eðli þeirra dýra, sem þeim er kennt að forðast og það sem ekki er þaðan af betra, þau deyða eða særa dýrin, sem er ófagur leikur. Girnilegt efni til fróðleiks. Hugsið ykkur hins vegar, hversu skemmtilegt það er fyrir börnin, að vera vinir ánamaðka, fiskiflugna og kálorma, svo eitthvað sé nefnt. Hugs- ið ykkur, hversu menntandí það er fyrir litlu börnin, að fylgjast með lífi þessara ómannskæðu smákvikinda og hversu gott börnin hafa af því að umgangast dýrin eins og vini sína. Við höfum öll séð, hversu smá- börn, e. t. v. 2—3 ára, njóta þeirrar gleði að horfa á flugurnar flögra um, suðandi og eirðarlausar. Börnin gleyma sér af aðdáun og hjala og klappa saman lófunum af ánægju. Að ég ekki tali um, hvað þeim get- ur dvalizt við að horfa á ánamaðk- ana koma upp úr jörðinni, svo skrýtn- ir og skemmtilegir sem þeir eru. Sem betur fer, munu barnaskól- arnir stuðla að því, að börnin fái rétta hugmynd um Iægri dýrin, og Eins og gengur — Upp með hendurnar! þar mun þeim kennt, hversu dásam- legt það getur verið, að eiga þau að leikfélögum og vinum. Og hvað snertir æðri dýr, er þeim ekki síður nauðsynlegt að kunna að umgangast þau og meðhöndla. Því er ekki nema sjálfsagt, að börn eigi einhver dýr s. s. hunda, ketti — eða skjaldböku — til þess að annast. Mörg eru hrifin af fuglum, t. d. dúf- um eða kanarífuglum, og vissulega getur verið hið mesta yndi að um- gangast þá. En þess verður vel að gæta, að börnin hirði vel um dýrin, séu þeim góð og beiti þau aldrei hörðu. Ég veit dæmi til þess að iítil stúlka, sem átti skjaldböku, fór svo illa með hana, að hún drapst. Ef foreldrar verða varir við slíka vonzku hjá börnum sínum, verða þau tafarlaust að taka í taumana og sjá til þess, að börnin fái ekki lengur að leika sér að húsdýrum. Kartöflurettir Kartöflur má matbúa á margvís- legan hátt. 1. mynd. Hráar kartöflur eru skornar í fingurþykkar ræmur og soðnar í feiti í potti. 2. mynd. Hráar kartöflur, sem skornar eru í sneiðar þurfa ekki eins mikla feiti og má sjóða þær á steik- arpönnunni. 3. mynd. Soðnar, saxaðar kartöflur eru hrærðar með eggi, smjöri, söx- uðum lauk, steinselju og kryddi. Ur þessu eru búnar til bollur, þeim velt upp úr tvíbökumylsnu og „corn flakes" og síðan cteiktar í heitum ofni í 10—15 mín. Veiztu þetta Mynd efst til vinstri: „Coyotes" heitir tegund sléttu-úlfa í Ameríku og sofa þeir þannig að trýni þeirra snýr að greninu. Mynd lengst til vinstri: Elzti páfagaukur, sem vitað er um, varð 54 ára. Mynd í miðju: Meðal- aldur fíla er 45 ár. Mynd til hægri: 1 Miao Feng Shan-pílagrímsför- inni i Kína eru brennd blöð með áletruðum bænum, til þess að bæn- irnar geta stigið til himins með loganum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.