Vikan - 14.04.1949, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 15, 1949
11
BLAA LESTIN
Framhaidssaga:
Sakamálasaga eftir Agatha Christie
24
r
„Van Aldin lítur illa út,“ sagði hann.
-,,Er það nokkur furða?“ sagði Knighton.
„Handtaka Dereks iKettering var þungt áfall fyrir
hann ofan á allt hitt. Hann er jafnvel farinn
að sjá eftir, að hann skyldi biðja yður að kom-
ast til botns i málinu.“
„Hann ætti að fara heim til Englands," sagði
Poirot.
„Við förum ekki á morgun heldur hinn dag-
inn,“
„Það eru góðar fréttir," sagði Poirot.
Hann hikaði og leit yfir pallinn þangað sem
Katrín sat.
„Ég vildi óska,“ sagði hann, „að þér gætuð
sagt ungfrú Grey það.“
„Sagt henni hvað?“
„Að þér — ég á við Van Aldin sé að fara aftur
til Englands."
Knighton varð dálítið undrandi á svipinn, en
hann fór rakleitt til Katrinar.
Poirot horfði á eftir honum og kinkaði ánægð-
ur kolli, og sneri svo aftur að Lenox og Van
Aidin. Skömmu siðar gengu þau til Knightons
og Katrínar. Samræðurnar voru almennar um
stund, svo kvöddu miljónamæringurinn og ritari
hans. Poirot bjóst einnig til að fara.
„Þúsund þakkir fyrir gestrisni yðar, kæru
ungfrúr," sagði hann; „þetta hefur verið einstak-
lega skemmtilegur hádegisverður. Ég hafði líka
þörf fyrir hann, það veit trúa min!“ Hann þandi
út brjóstið og barði á það. „Nú er ég eins og
ljónrisi. Ungfrú Katrín, þér hafið ekki séð mig
eins og ég get verið. Þér hafið aðeins séð
Hercule Poirot blíðan og rólegan; en það er til
annar Hercule Poirot. Ég fer nú að ógna og
hræða, til að ljósta þá, sem á mig hlusta, ógn
og skelfingu."
Hann horfði á þær fullur starfsgleði, og þær
létu báðar sem þeim þætti mikið til um, þó að
Lenox biti í laumi á neðri vörina, og Katrín
væri með tortryggilegar viprur við munnvikin.
„Og mér skal ekki bregðast bogalistin,“ sagði
hann alvarlegur.
Hann hafði ekki gengið nema nokkur skref,
þegar Katrín kallaði á eftir honum.
„Poirot, mig —- mig langar til að segja yður
það. Þéj' höfðuð rétt fyrir yður. Ég fer heim til
Englands mjög fljótlega."
Poirot sfarði fast á hana, og hún roðnaði und-
an augnaráði hans.
„Já, ég skil,“ sagði hann alvarlegur.
„Það held ég ekki,“ sagði Katrín.
„Ég veit meira en þér haldið, ungfrú,“ sagði
hann rólega.
Það lék undarlegt bros um varir hans um leið
og hann fór. Hann fór upp í bíl, sem beið hans,
og ók af stað til Antibes.
Hippolyte, þjónn de la Roche greifa, var önn-
um kafinn að fægja kristalsborðbúnað liúsbónda
síns. De la Roche greifi hafði farið til Monte
Carlo. Þegar Hippolyte varð litið út um glugg-
ann, sá hann gest ganga rösklega upp að dyrun-
um, gest, sem var svo ólíkur öðrum gestum,
sem hingað vöndu komur sínar, að Hippolyte
átti erfitt með að gera sér grein fyrir, hvers-
konar maður það var. Hann kallaði til Maríu
konu sinnar, sem var i eldhúsinu og vakti athygli
hennar á komumanni.
„Það er ekki lögreglan aftur?“ sagði María
kvíðafull.
„Gáðu sjálf," sagði Hippolyte.
María leit út.
„Það er áreiðanlega ekki lögreglan," sagði hún.
„Ég er fegin.“
„Hún hefur svo sem ekki valdið okkur mikl-
um óþægindum," sagði Hippolyte. „Ef greifinn
hefði ekki verið búinn að aðvara okkur, hefði mér
aldrei dottið í hug, að ókunni maðurinn í vín-
búðinni væri sá, sem hann var.“
Dyrabjallan hringdi og Hippolyte fór og opn-
aði.
„Greifinn er því miður ekki heima."
Litli maðurinn með mikla yfirskeggið brosti
hæglátlega.
„Ég veit það,“ svaraði hann. „Þér eruð Hippo-
lyte Flavelle, er ekki svo?“
„Jú, herra, það er‘ nafn mitt.“
„Og þér eigið konu, Maríu Flavelle?"
„Já, herra, en —“
„Ég óska eftir að tala við ykkur bæði,“ sagði
ókunni maðurinn og smeygði sér með lipurð
framhjá Hippolyte.
„Konan yðar er vafalaust frammi í eldhúsi,"
sagði hann. „Ég fer þangað."
Áður en Hippolyte var búinn að átta sig, var
gesturinn kominn að dyrunum fram í eldhúsið
og búinn að opna þær. María stóð þar frámmi
og starði á hann gapandi.
„Sælar," sagði ókunni maðurinn og lét fallast
niður í armstól úr tré; „Ég er Hercule Poirot."
„Já, herra?"
„Þér kannist ekki við nafnið?"
„Ég hef aldrei heyrt það,“ sagði Hippolyte.
„Leyfið mér að upplýsa yður um, að þér hafið
hlotið slæma menntun. Það er nafn eins af mikil-
mennum þessa heims."
Hann andvarpaði og krosslagði hendurnar á
brjóstinu. ,
Hippolyte og Maria störðu á hann óróleg.
Þau vissu ekkert, hvernig þau áttu að taka þess-
um óvænta og ákaflega undarlega gesti.
„Herrann óskar —“ sagði Hippolyte eins og
í leiðslu.
„Ég óska að fá að vita, hvers vegna þér hafið
logið að lögreglunni."
„Herra minn!“ hrópaði Hippolyte; „ég — logið
að lögreglunni? Slíkt hef ég aldrei gert.“
Poirot hristi liöfuðið.
„Yður skjátlast," sagði hann; „þér hafið gert
það nokkrum sinnum. Bíðum við.“ Hann tók
litla vasabók upp úr vasa sínum og blaðaði í
henni. „Já, sjö sinnum að minnsta kösti. Ég
skal telja það upp fyrir yður.“
Með lágri, ópersónulegri röddu rakti hann máls-
atvikin sjö.
Hippolyte var hvumsa við.
„En það eru ekki um þessi gömlu atvik, sem
ég ætla að tala,“ hélt Poirot áfram, „Ég var
bara að minna yður á, kæri vinur, að þér megið
ekki fá oftrú á kænsku yðar. Ég kem nú að
ósannindum þeim, sem ég er kominn hingað út
af — fullyrðingu yðar um það, að de la Roche
greifi hafi komið hingað í húsið morguninn 14.
janúar."
„Það er ekki ósatt, herra; Það var satt. Greif-
inn kom hingað þriðjudagsmorguninn 14. janúar.
Það er rétt, María, er það ekki?“
María samsinnti af ákafa.
„Jú, jú, það er alveg rétt. Ég man það svo
vel.“
„Jæja,“ sagði Poirot, „og hvað gáfuö þér hús-
bónda yðar til morgunverðar þann dag?“
„Ég —“ María þagnaði
„Skrítið," sagði Poirot, „hvað menn muna
stundum sumt, en gleyma öðru.“
Hann hallaði sér áfram og barði í borðið með
hnefanum, augu hans skutu gneistum.
„Já, já, það er eins og ég segi. Þið skrökvið
og haldið að enginn viti það. En það eru tveir,
sem vita það. Já — tveir. Annar er góður guð —“
Hann lyfti annari hendinni til himins, svo
hallaði hann sér aftur á bak í stólnum, lokaði
augunum og sagði hátíðlega:
„Og hinn er Hercule Poirot."
„Ég fullvissa yður, herra, að yður skjátlast
algerlega. Greifinn fór frá París á mánudags-
kvöld -—
„Alveg rétt,“ sagði Poirot — „með hraðlestinni.
Ég veit ekki hvar hann skipti um lést. Þér vitið
það kannske ekki heldur. En hitt veit ég, að
hann kom hingað á miðvikudagsmorgun, en ekki
á þriðjudagsmorgun."
„Herranum skjátlast," sagði María sinnuleysis-
lega.
Poirot reis á fætur.
„Þá verða lögin að hafa sinn gang,“ sagði hann
lágt. „Það er leiðinlegt."
„Við hvað eigið þér, herra?" spurði Mar,a
kvíðafull.
„Þið verðið handtekin og ykkur haldið sem
meðsekum um morðið á frú Kettering, ensku
konunni, sem var myrt.“
„Morð!“
Andlit mannsins varð kríthvítt og hnén slóust
saman. María missti kökukeflið og fór að gráta.
„Það er ómögulegt — það er ómögulegt. Ég
hélt —“
„tír því að þið haldið fast við framburð ykkar,
er ekki meira um það að segja. Mér finnst þið
haga ykkur heimskulega bæði.“
Hann hafði snúið sér að dyrunum, þegar æst
rödd stöðvaði hann.
„Herra, herra, bíðið augnablik. Ég — ég hafði
ekki hugmynd um, að þetta væri svona alvar-
legt. Ég hélt, að það væri eitthvað í sambandi
við kvenmann. Það hefur nokkrum sinnum áður
komið fyrir. En morð — það gegnir öðru rnáli."
„Ég hef ekki nokkra þolinmæði gagnvart
yður,“ hrópaði Poirot. Hann sneri sér við og
skók hnefann reiðilega framan í Hippolyte. „Á
ég að hanga hér í allan dag og þjarka við tvo
fábjána ? Ég vil fá að heyra sannleikann. Ef
þið segið mér hann ekki, þá þið um það. Ég
spyr í síðasta sinn: hvencsr Jcom greifinn til
Villa Marina — kom hann á þriðjudagsmorgun
eða miðvikudagsmorgunf “
„Miðvikudagsmorgun," stundi maðurinn upp,
og Maria kinkaði kolli fyrir aftan hann.
Poirot horfði á þau drykklanga stund, svo
kinkaði hann kolli alvarlegur.
„Þið eruð skynsöm, börnin góð," sagði hann
stillilega. „Það lá nærri að þið kæmuð sjálfum
ykkur í vandræði.“
Hann brosti með sjálfum sér um leið og hann
fór frá Villa Marina.
„Þá hefur ein tilgátan hlotið staðfestingu,"
tautaði hann fyrir munni sér. „Á ég að tefla
á tvær hættur með þá næstu líka.?"
Klukkan var sex, þegar Mírellu var fært nafn-
spjald Hercule Poirot. Hún horfði á það andar-
tak og kinkaði svo kolli. Þegar Poirot kom inn
gekk hún um gólf æst í skapi. Hún sneri reiði-
lega að honum.