Vikan


Vikan - 20.10.1949, Qupperneq 4

Vikan - 20.10.1949, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 42, 1949 Hvor þeirra hafði réttari lífsskoðun? Smásaga eftir JÓHÖNNU. Ég stóð fyrir framan hvítmálað lítið hús, með rauðu þaki. Það var ekki um að villast, þetta var húsið, sem ég var að leita að. Þarna stóð talan, tuttugu og sjö. Ég fékk hjartslátt af tilhugsuninni, að bráð- um mundi ég standa andspænis henni. Hvað ætti ég að segja? Áður en ég vissi, var ég komin að dyrunum og þrýsti á dyrahnappinn eins og í leiðslu. Ég var ekki nema rétt búin að taka að mér höndina, er dyrnar opnuðust snögglega. Fyrir framan mig stóð stúlka. Hún var í meðallagi há, þykkleit. Hárið stutt, hrafnsvart, skift í miðju og féll slétt nið- ur með vöngunum. Andlitið var stórgert, en myndarlegt. Athyglisverðast voru aug- un. Þau voru stór, með dökkgrábláan lit. Augnaráðið var þunglyndislegt, með fjar- rænu bliki. Þetta var stúlkan, sem ég ætl- aði að hitta. Ég þekkti hana strax af myndum, sem oft birtust af henni í blöð- um og tímaritum. Við horfðum hvor á aðra litla stund. „Mig langar að tala við yður,“ gat ég loks sagt* „Nafn mitt er Dóra Eydal.“ „Nú þér mimið vera konan hans Héð- ins,“ sagði hún rólega. „Gerið svo vel og komið inn.“ Ég gekk á eftir henfii inn í mjög skemmtilega stofu. Þar var allt með græn- um blæ. Bólstraðir stólar, gluggatjöld og gólfteppi, allt 1 grænum lit. Hún bauð mér sæti og settist sjálf á stól andspænis mér. Framkoma hennar var örugg og frjáls- mannleg. Ég var enn í vandræðum með, hvernig ég ætti að koma orðum að erindi mínu. Það var hún, sem hjálpaði mér. „Ég stóð við stofugluggann og sá þeg- ar þér genguð að húsinu. Þá um leið var eins og hvíslað að mér, að þetta myndi vera konan hans Héðins.“ Hún beygði sig í áttina til mín. „Þér hafið heyrt, að Héðinn venji kom- ur sínar hingað og langar nú til að vita erindi hans. Hafið þér ekki spurt hann sjálfan?“ Hún rétti úr sér og horfði á mig með hálfluktum augum. Svipur hennar var kaldhæðnislegur. Mér rann í skap. Hvaða leyfi hafði hún til þess að horfa þannig á mig? Ekki var það ég, heldur hún, sem hlaut að hafa ó- hreina samvizku. „Nei, ég hef einskis spurt hann. Ég hef beðið eftir, að hann segði mér allt af létta, af eigin geðþótta. Það hefur ekki undrað mig, þótt hann fari oft út á kvöldin. Hann á marga kunningja. Ég hef aldrei haft ástæðu að vera hrædd um hann. Það er langt síðan ég frétti, að hann legði leið sína hingað, en ég hirði lítið um allan söguburð.“ „Þér hafið samt trúað því, fyrst þér komið hingað.“ Rödd hennar var hæðnisleg. „1 gærkvöldi kom hann heim með seinna móti. Hann gaf mér enga skýringu á fjarveru sinni. Þá fyrst hvarflaði að mér, að önnur stúlka væri að reyna að taka hann frá mér.“ „Taka hann frá yður.“ Hún át orðin hægt upp eftir mér. „Getur það ekki verið, að hann sé orð- inn leiður á yður.“ Orðin smugu sem hnífstunga í gegmnn mig. Leiður á mér! „Nei, það getur ekki verið,“ stundi ég upp. Hún hórfði fast á mig. „Nú skal ég gefa yður svar. Héð- inn hefur oft komið hingað. Hér í þessari stofu höfum við átt margar á- nægjulegar stundir." Þar fékk ég sannleikann. Mér næstum sortnaði fyrir augum. Héðinn, hvernig getur þú bakað mér þessa sorg? Er þér hætt að þykja vænt um mig og litlu dreng- ina okkar ? Tekurðu þessa stúlku fram yf- ir ást okkar? Sem í fjarska heyrði ég rödd hennar. „Ég sé, að yður hefur brugðið." Hún stóð snögglega upp, gekk að glugg- anum og horfði út. „Ég og Héðinn kynntumst í skóla, fyrir fimmtán árum. Við urðum hrifin hvort af öðru, en skoðanir okkar áttu ekki sam- an. Hann vildi kvænast, eignast heimili og börn. Það vildi ég ekki. Það höfðu alltaf verið framtíðardraumar mínir að ^miiiiiiiimiiimiiimiimbbiimiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiuhimmiiuhiiimii ! VEIZTU -? 1. Hvar er Bulovaúrin framleidd, og hvað | er maðurinn á myndinni að gera í f sambandi við þau ? 2. Hvert er hið norræna heiti Rouen? 3. Hvar eru upptök Nílar? 4. Hvað hét orrustuskipið, sem sökkt var | af þýzkum kafbáti á Scapa Plow 14 | okt. 1939. 5. Hvenær gáfust Þjóðverjar upp í Dan- jj mörku ? 6. Hvenær stóð búnaðarskóli á Eiðum? 7. Hver var fyrsti formaður Eimskipa- \ fél. Islands ? 8. Hvert er suðumark tins? 9. Hver er harka blýs? 10. Hvar og hvenær fæddist Jakob skáld | Thorarensen ? I Sjá svör á bls. 14. = '''■imii,,,,,,,,,,„m,„h,„„,i„i„„,,,,„,,„„„„,,,„,,,,,,,,„h,i„„iimH^ verða rithöfundur. Við deildum mikið um þetta. Þegar skólanum lauk, fórum við sitt í hvora áttina, Fjórum árum seinna las ég í blaði einu, að hann væri kvæntur. Þá voru farnar að koma út sögur eftir mig og höfðu fengið góða dóma. Takmark mitt var frægð. Eftir því sem ég varð frægari, var samt eitthvað að. Eitthvað, sem skyggði á gleði mína. Ég minntist líka oft orða Héðins, síðast er við áttum tal sam- an. Nina, nú er það aðeins þín einasta ósk, að verða rithöfundur. Þegar þú nærð því, mun samt eitthvað vanta, til þess að full- komna hamingju þína. Þér mun ekki nægja aðdáun fólksins eins og þú heldur. Það er til annað mikilvægara í lífinu. Það er ást- in. Þú hlærð hæðnislega að þessu. Veiztu, hvaða ást ég er að tala um? Það er móð- urástin. I henni finnur konan þá mestu ham- ingju, sem til er. Ég man, hvað mér þótti þetta hlægilegt. Hvað gat jafnast á við að vera dáð, virt, þekkt. Hún þagnaði augnablik. Er hún tók til máls aftur' var rödd hennar dapurleg. „Orð Héðins urðu að sannleika. Fyrst naut ég þess, hvað mér gekk vel. Nafn mitt var á allra vörum. Sögur mínar þóttu frábærlega góðar. En svo fór tómleikatil- finning að gera vart við sig. Var það þetta, sem ég hafði sótzt eftir, frá því að ég var barn. Hrós og fagurmæli. Mér fanst ég vera einmana----------“. Hún þagnaði aftur alllanga stund. Dauðakyrrð hvíldi yfir öllu. öðru hvoru heyrðist í bíl þjóta eftir götunni. Því sat ég kyr. Mér fannst ég ekki geta staðið upp. Það var eins og einhver héldi mér fastri. Hún hlaut að segja eitthvað meira. Ég varð að komast að einhverri niður- stöðu. Tíminn leið. Það virtist sem hún hefði gleymt mér. Ég hrökk við, er hún tók til máls aftur. Svo sterk hafði þögnin verið. „Bráðum eru þrír mánuðir síðan ég flutti hingað í bæinn. Ég hitti Héðinn af tilviljun. Hafði enga hugmynd um að hann bjó héma. Mér varð mikið um að sjá hann. I raun og veru þótti mér vænt um hann og hef aldrei gleymt honum. Hann hefur haft gaman að koma hingað, tala um gamla skólavini, bækurnar mínar, lofa mér að heyra skoðanir sínar. Á milli okkar hefur ekkert verið, sem getur skert hann fyrir yður. Hann er glaður yfir að ég náði takmarki mínu, og hann er ánægð- ur með sitt. Þær hafa bæði glatt mig og sært þessar heimsóknir hans.“ Hún sneri sér við og gekk hægt til mín. „Héðinn hefur viljað kynna mig yður, en ég vildi það ekki. Ég veit ekki hvers- vegna. Vitið þér, að ég hef fundið til af- brýðisemi, þegar hann hefur talað um yð- ur. Það er auðheyrt á öllu hans tali að honum þykir vænt um yður og drengjun- um sínum ann hann heitar en nokkru öðru. Stundum hef ég ímyndað mér að þetta Pramhald á bls. 7.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.