Vikan


Vikan - 20.10.1949, Page 9

Vikan - 20.10.1949, Page 9
VIKAN, nr. 42, 1949 9 Þessi maður er annars árs stúdent við háskóla í Evansville í Indiana- ríki ofe' er sagður hafa skotið fyrrverandi eiginkonu sína til bana. Lög- reglan segir, að morðið hafi verið framið, er konan neitaði að sættast við mann sinn. Hún var fegurðardrottning í skólanum. Fré tta myn dir Jennifer Jones, kvikmyndaleikkonan fræga, gekk nýlega að eig.t. David O. Selznick kvikmyndaframleiðanda. Stóð brúðkaup þeirra í Cannes: á Frakklandi. Hér sést Jennifer beygja sig niður að einum brúðargesta,. eiginkonu kvikmyndaframleiðandans Derryl Zanuck. Efst til hægri á. myndinni sést maður Jennifer. Þessir náungar eru frá Florida og hvor um sig formenn í „Ljóna Klúbb“, en samband ljónaklúbba hélt aðalfund sinn í New York í júlí í sumar. Þeir hafa meðferðis agnarlítinn krókódil, sem er einskonar „lukkupen- ingur“ þeirra. Þetta er Thomas E. Dewey, sem oftast hefur fallið í forseta- kosningum í Bandarikjunum. Hann er ríkisstjóri í New York. Eitt vinsælasta dýrið i dýragarð- inum í Vestur-Berlín er vatnahest- urinn ,,Knautsche“. Hann hefur til þessa verið ,,piparsveinn“, en nú er í ráði að leita honum kvonfangs og mun ætlunin að biðla til vatnahryssu einnar af góðum ættum í dýragarð- inum í Leipzig. 1 sumar var grafin úr jörðu nálægt Háskólasjúkrahúsinu í London sprengja, sem Þjóðverjar höfðu varpað 6, borgina áriS 1941.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.