Vikan


Vikan - 20.10.1949, Page 10

Vikan - 20.10.1949, Page 10
10 VIKAN, nr. 42, 1949 ^tllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIII |, • HEIMILIO • Kennið barninu þrifnað *•'* 11111111111111 iii 111111111111111111111 eftir dr. phil. G. C. Meyers. *■■l■l■lll■ll■■llll■lllllll■lllll■lll'•'> Mayonnaise úr 2 eggjarauðum og 2% dl. matarolíu. 1% dl. þeyttur rjómi, 2 matskeiðar kapers, safi úr sítrónu. Fyrst er mayonnaisen hrærð og að því loknu er rjóminn stífþeytt- ur, þessu svo blandað saman og kryddið sett út i. Ástarkaka. 250 gr. smjörlíki, 500 gr. hveiti, 375 gr. sykur, 2 egg,- 1 tsk. kan- ell, 1 tsk. negull, 1 tsk. sóda- duft, y2 teskeið gerduft, 1 peli mjólk, 75 gr. súkkat, 200 gr. kúrenur, nokkrir sitrónudropar. Fiskur í hlaupi með remoladisósu. 500 gr. fiskur, y2 1. fisksoð, 6 bl. matarlím, 2 egg, grænar baunir, rauður matarlitur. Matarliturinn og edikið er sett út í soðið, því næst matarlímið, sem áð- ur hefur verið brætt yfir gufu. Dá- litlu af soðinu hellt út í randmót og látið stífna. Þegar það er orðið stíft, er fiskinum, grænum baunum og eggjunum raðað á og svo afgangin- um af soðinu hellt yfir. Látið standa til næsta dags. Þá hvolft á fat og borðað sem forréttur í stað súpu. Remoladisósa. Tízkumynd Smjörinu og sykrinum er vandlega hrært saman, 2 egg sett út í annað í einu og síðan negull, sódaduft og sítrónudropar. Hveiti og mjólk sett út í til skiptis. Að lokum eru kúren- urnar eða rúsínurnar og smátt brytj- að súkkat sett út í. Deigið er látið í kökumót og bakað í rúman klukku- tíma. Kathleen Byron sýnir hér sam- kvæmiskjól, er hún klæddist i kvik- myndinni „Madness of the Heart“. (Frá J. Arthur Rank, London). LJÓSAKRÓNUR Útvegum leyfishöfum ljósakrónur og lampa í miklu úr- vali frá hinni velþekktu verksmiðju A.S. Lyfa, í Danmörku og Svíþjóð Frá FRAKKLANDI getum vér einnig útvegað mjög smekklega lampa og ljósakrónur. Verð og aðrar upplýsingar fyrirliggjandi á skrifstofu okkar. \ \ Eggeri Kristjáíissen & Co. h.f. Tveggja ára börn og yngri láta sig engu skipta, hvort þau eru hrein eða ekki. Þau hafa ekki þá hreinlætis- tilfinningu, sem fullorðnir menn hafa og þeim er þetta eðlilegt. Ef þessi hreinlætisvitundarskortur heldur á- fram að vera ríkjandi þáttur í eðli barnsins eftir að það hefur náð þriggja, fjögurra eða jafnvel sex ára aldri, er það að vísu varla eðlilégt, en móðirin má vara sig á því að láta tilfinningar sínar ekki í ljós með miklum óskapagangi og vandlætingu, þvi að það mun einungis hindra þró- unarferil barnsins I rétta átt. Hún verður að taka því með skynsemi og leita úrbóta á vitrænan hátt. Ef barnið fer ekki að skipunum hennar, er hún reynir að temja það í siðmenningarátt, verður hún óþol- inmóð og reið við sjálfa sig og barn- ið og finnur jafnvel til minnkunar gagnvart kunningjum sínum, vinum og ættingjum vegna barnsins. En* það skyldi hún varast og ef þeir sýna það á einhvern hátt, að þeim þyki lítið til uppeldis barns hennar koma, ætti hún að hafa kjark í sér til þess að segja þeim að þegja og skipta sér ekki af annarra högum. Og þegar þessi unga móðir hefur reynt að skikká barn sitt svo mán- uðum og misserum skiptir, en sér engan árangur, liggur henni við að örvænta og leggja árar í bát. Hún hyggur sem svo, að það sé ,,tóm ó- þægð í krakkanum", úr því að hann fær allt sem til þess þarf að þrífa sig. Og þegar hér er komið sögu, minnk- ar ástúð hennar og umhyggja fyrir barninu og hún lætur skammirnar dynja á því, verðskuldað og óverð- skuldað. Móðirin er einna sárust út í þrifn- aðarvenjur barns síns, þegar það er á aldrinum 5—8 ára. Um þetta ber- ast mér mörg bréf og sorgleg. Þetta barn þyrfti að njóta hand- leiðslu læknis eða uppeldissérfræð- ings. Ef líkamlegur galli er hvergi finnanlegur hjá því, verður móðirin að sína blíðu og þolinmæði. Ekki mun af veita, því önnur börn munu snið- ganga það og jafnvel kennarar og aðrir lika. Ef barn þitt hefur þennan galla, reyndu að útbúa kerfi, sem það verð- ur að fara eftir í sambandi við þvotta og þrifnað. Gerðu það ábyrgt gagnvart brotum á þessu kerfi. Gættu þess, að það brjóti aldrei meg- inreglur kerfisins. Og gættu þess líka að haga svo verkum þinum og fram- komu — ekki beint orðum — að barnið finni, að það á trausti að fagna á heimilinu og menn líta á það sem ábyrga veru. Við það vex því sjálfstraust og vilji til þess að verða að manni. Refsaðu barninu ekki fyrir önnur axarsköft en þau, sem tekur til brots á „þvotta- og þrifnaðarkerfinu". Hæfileg refsing virðist vera að dæma það til þess að sitja á stól ákveðinn tíma, án þess að það hafi nokkuð til að skemmta sér við. Varizt rökræður og rifrildi. Pósturinn Framhald af bls. 2. námsgreinar þarf maður að lesa og hvað tekur það langan tíma? Fyrirfram innilegt þakklæti fyrir svar Þín Kitty Svar: Þér er óhætt að lesa utan- skóla, en gott er fyrir þig að fá að sitja í nokkrum tímum til þess að kynnast kennurum og kennsluaðferð- um þeirra. Landspróf veitir réttindi til þess að setjast í framhaldsdeildir menntaskóla sem veitir undirbúning undir stúdentspróf. Hæfilegt er tal- ið að Ijúka landsprófi eftir þriggja vetra nám. Námsgreinar eru allar svokallaðar „almennar greinar": ís- lenzka (tvöföld), danska, enska, stærðfræði, eðlisfræði, landafræði, náttúrufræði, saga, teikning, skrift, leikfimi og sund. Til þess að kynna þér námsbókavalið, ættirðu t. d. að lesa nýjustu skýrslu Menntaskólans í Reykjavík. Kæra Vika! Viltu svara fyrir mig eftirfarandi spurningum. 1. Hvort er réttara að segja upp- arta eða uppfarta eða þá upp-parta? 2. Hvort er réttara að segja smúla inn vörum eða smygla? Er smúla útlent orð, sem þýðir tollsvik? Er Smygla útlent? 3. Er rétt að segja: Ég lagði fram drög til að sanna mitt mál. Er rétt- ara að segja: Ég lagði fram rök. Ég vonast eftir fljótu svari, því að sú, sem ég þræti við, er á burtleið. Við erum langt inn í landi oft út- varpslaus og höfum ekki tækifæri til að hlusta á þáttinn „Spurningar og svör.“ Með þökk fyrir svörin. Dóra og Kittý Svar: Við höfum heyrt þetta sagt allt saman. En sannleikurinn er sá, að þetta er engin islenzka, heldur ill danska, opvarte = ganga um beina, bera á borð. Framvegis skuluð þið nota það. 2. „Smúla“ er of mikil danska til þess að hægt sé að þola það í ís- lenzku máli (á dönsku: smugle). Smygla er mikið betra mál. 3. „Leggja fram“ rök og „leggja fram“ drög er hvort tveggja lélegt mál. Hins vegar getið þið sagt: Ég sannaði málið með rökum, eða ég sýndi óyggjandi (sönnunar) gögn máli minu til stuðnings (fulltingis).

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.