Vikan


Vikan - 25.07.1991, Side 5

Vikan - 25.07.1991, Side 5
DULARFULLIBARNSGRÁTURINN Ahverjum einasta degi heyröu nágrannarnir sáran barnsgrát úr einni íbúðinni. Lögreglunni var tilkynnt um þetta því hér hlaut aö vera um misþyrmingu á barni að ræða. Sár barnsgrátur heyrðist út um glugga á íbúð á þriðju hæð [ blokk í þýska bænum Straubing. „Pabbi, pabbi," heyrðist gegnum sáran grátinn. Þetta gerðist á hverj- um morgni milli klukkan átta og hálfníu og á kvöldin milli fimm og sjö. Loks gat einn nágrannanna ekki hlustað á þessar misþyrmingar lengur og hringdi í lögregluna. Lögreglan sendi strax karl- og kvenlögreglu á staðinn. Þau hringdu bjöllunni og til dyra kom Renate Klein, 38 ára, og sambýlismaður hennar, Michael Walther. Þau urðu yfir sig hissa að sjá lög- reglu í fullum skrúða fyrir utan. Þau neituðu því að þau væru að misþyrma Dawinu dóttur sinni. Já, já, hugsuðu lög- regluþjónarnir, það vill nú eng- inn viðurkenna slíkt í fyrstu at- rennu. Þá heyrðu þau barnsgrátinn úr eldhúsinu. Lögreglan tók á sprett þangað inn. Á eldhús- borðinu sat páfagaukur og skældi... Allir fóru að hlæja og Renate og Michael gátu andað léttar. Páfagaukurinn Lora hafði verið í eigu þeirra frá því áður en Dawina fæddist og eftir að hún fæddist var Lora ekki lengi að uppgötva hvernig unnt var að ná hámarksathygli. Það var nóg að herma eftir barninu. Þegar Dawina byrjaði að tala jókst orðaforði fuglsins og þegar stelpan hrópaði pabbi, pabbi fékk hún strax athygli. Páfagauknum fannst tilvalið að nota þetta líka. Segið svo að dýrin séu heimsk ... □ ■4 Michael Walter ásamt dóttur sinni og pafagauknum Loru. Það var ekki eitt heldur allt sem klikkaði þegar Julie og Stephen giftu sig. Svo þau giftu sig upp á nýtt. Brúðkaupið var hreinasta slys frá upphafi til enda og eftir sex vikur endurtóku þau allt saman. Það byrjaði með því að af- lýsa varð brúðkaupinu vegna hótunar um aö sprengja ætti kirkjuna í loft upp. Svo var ný dagsetning ákveðin en þá kom brúðguminn hálftíma of seint vegna þess að bíllinn, sem átti að sækja hann, kom ekki og hann varð að ferðast á puttan- um til kirkjunnar. Hveitibrauðs- dagarnir voru álíka sögulegir. Flugvélin, sem átti að flytja þau til Grikklands, varð að nauðlenda á miðri leið vegna þess að einn farþeginn veiktist alvarlega. Þá ákváðu þau að sigla með skipi það sem eftir var leiðarinnar. Nei, nei vél skipsins bræddi úr sór svo ný- gifta parið var strandaglópar í litlum fiskibæ í heila tvo daga. Er þau komust loks á áfanga- stað gekk yfir fellibylur! - Þetta urðu alls ekki þessir rómantísku hveitibrauðsdagar sem við höfðum hugsað okkur, meö kælt kampavín í háum glösum og heitir ástar- kossar viö sólarlag. Nei, út af fellibylnum urðum við að halda okkur innandyra og við skulf- um af kulda undir mörgum teppum. Eftir tvo slíka daga ákváðum við að fara heim eins fljótt og við gætum. Þar tók ekki betra við. Fyrsta sjónin sem mætti okkur var að öll fjögur hjólin á bílnum okkar voru horfin. Og brúðkaups- myndirnar okkar höfðu eyði- lagst í framkölluninni. Við vor- um útkeyrð af öllu saman. Þá ákváðum við að við skyldum bara endurtaka allt saman. verslunareigendur, sem heyrt höfðu af þessu, gáfu okkur allt til veislunnar og Rolls Royce bifreið fengum við að láni á brúðkaupsdaginn. Nú gekk allt eins og í sögu, sem betur fer, annars fyndist okkur við vera ógift ennþá... ► Julie og Stephen höfðu loks ástæðu til að brosa framan í Ijósmyndara. BRÚÐKAUPIÐ ENDURTEKIÐ ÞYÐING: LINEY LAXDAL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.