Vikan


Vikan - 25.07.1991, Side 10

Vikan - 25.07.1991, Side 10
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN / LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON OG HAMINGJAN Hann var tískusýningamaður í rúm tuttugu ár og hafði laun hér- lendis og erlendis fyrir það hvernig hann leit út. Sjálfur lýsir hann þó útliti sínu þannig að hann sé það stuttfættur að hann sé í stórhættu með að fá flís í óæðri endann fari hann yfir háan þröskuld. „Svo er ég með flatan hnakka og innstæð augu svo það er alveg furðulegt að heilabú skuli komast fyrir þarna á milli. Pabbi hafði stórar tennur og mamma lítinn góm svo ég er með tennur út um allan munn. Útlit mitt sannar að maður lítur eins út og maður ákveður sjálfur." FYRRI LÍF Heiðar Jónsson snyrtir hefur um árabil kennt konum á öllum aldri fatastíls- og förðunar- tækni. Hann er fulltrúi Ijónsmerkisins í Vikunni en brugðið var út af vananum með úrvinnslu stjörnukortsins því Heiðar varð þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrsta fyrri lífa kort Stjörnu- spekistöðvarinnar í Aðalstræti. Fyrri lífa kortin eru þróuð af Gunnlaugi Guðmundssyni í tilefni af tíu ára afmæli fyrirtækisins og meðal efnis- atriða þeirra má nefna kafla um hæfileika vegna fyrri lífa, veikleika vegna fyrri lífa, ást, kynlíf og samskipti, auk almennra leiðbein- inga. En talandi um fyrri líf, hvar sleit Heiðar barnsskónum? „Ég er alinn upp hjá séra Þorgrími Sigurðs- syni, presti og prófasti á Staðastað á Snæfells- nesi. Þangað var ég gefinn eins árs og eignað- ist þar fjórar fóstursystur. Svo á ég níu hálf- systkin, mamma átti tvö og pabbi á sjö. Meðal annars á ég tvær hálfsystur sem eiga sama af- mælisdag og ég svo það var regla á hlutunum á þeim bæ.“ AÐALSMAÐUR VIÐ HIRÐ SÓLKONUNGSINS? Heiðar hefur sól í Ljóni, tungl í Vog, er rísandi Sporðdreki, hugsun í Ljóni, samskipti í Krabba og framkvæmdaorku í Vog. Aðstæður Heiðars í fyrra lífi voru þær aö hann upplifði bæði að vera aðalsmaður og þjónn. Hann kynntist óhófi og misnotkun valds og ber þá upplifun með sér yfir [ þetta líf. Einn- ig á Heiðar að hafa verið diplómat og listamað- ur í fyrri lífum, allt eiginleikar sem njóta sín vel í starfi hans í dag. Meðal hæfileika vegna fyrri lífa er tekið fram að Heiðar eigi auðvelt með að skilja konur og fínni þætti tilverunnar. (Þeim lesendum sem hugsa að kortið hafi verið sérhannað fyrir Heiðar skal bent á að blaðamaður tók, í sam- ráði við Gunnlaug í Stjörnuspekistöðinni, skyndiákvörðun um að Heiðar fengi lesið úr fyrri lífa korti og að þaö var afhent án nokkurs fyrirvara.) Þessir hæfileikar bera einnig með sér að konur munu oft reynast Heiðari vel og hjálpa honum. Bent er á að Heiðar hafi unnið mikið með tilfinningar og að jákvæð tilfinninga- viðhorf, sem hann kemur með úr fyrri lífum, viti á heppni. Heiðar þarf þó að gæta sín á því að hann á auðvelt með að semja frið við sjálfan sig og hefur tilhneigingu til að vilja renna áreynslulítið í gegnum lífið. ÖFGAR í SJÁLFSTJÁNINGU Satúrnus (hömlur) í Ljóni bendir til þess að Heiðar sé hræddur viö ástina og þori ekki að koma skapandi hæfileikum á framfæri. Honum hættir því til stífni og bælingar í sjálfstjáningu og þess að vera óöruggur með sig. Hins vegar gætu öfgarnar leiðst í þveröfuga átt og hann lagt á það áherslu að móta glæsilega sjálfs- tjáningu. „Þarna er búið að segja frá þessu. Ég hafði mig þó út úr þessari bælingu sem unglingur. Vissulega er ég að sumu leyti leikari á leik- sviði, eins og við erum öll, ég leik kannski bara pínulítið betur. (Gaman að svona hógværu fólki.) í mér búa miklar öfgar og ég er gjarn á mikla þráhyggju." Frelsi Heiðars felst í því að hafna niðurríf- andi sjálfsgagnrýni og slaka á þeim miklu kröf- um sem hann gerir til sín. Hann þarf að læra að gera hvorki of mikið né of lítið úr sjálfum sér. Vegna þess að Heiðar hefur ferðast mikið í fyrri lífum og komið víða við er hann víðsýnn og fordómalítill. Hann flýtir sér ekki að dæma aðra og hafnar ekki því ókunna. Vegna reynslu hans eru ferðalög hans yfirleitt ánægjuleg og eins ættu honum oft að bjóðast ferðalög án þess að þau kosti hann mikið. í fyrri lífum vann Heiðar við kennslu og rit- störf og þroskaði með sér sjálfstæða og ákveðna hugsun. í fyrri lífum hefur hann einnig verið fræðimaður og heimspekingur og tungu- mál hafa legið vel fyrir honum. Þetta bendir til þess að hann sé víðsýnn og umburðarlyndur og fljótur að grípa nýjar hugmyndir. Einnig ætti hann að vera góður fyrirlesari (jú, þetta stend- ur í kortinu). Heiðar situr orðlaus en rekur upp hláturrokur öðru hvoru og segir að loknum lestrinum að 10 VIKAN 15.TBL.1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.