Vikan


Vikan - 25.07.1991, Side 20

Vikan - 25.07.1991, Side 20
sérstaka heimili fá allir notiö sín á þann hátt sem aðdáunarvert er, þrátt fyrir kynslóöabil. Forvitnilegt er í framhaldi af þessu að fá að kynnast því sem efst er á baugi hjá þeim feðgum þessa dagana. Kristinn starfar í Stjórnarráðinu, nánar tiltekið í menntamálaráðuneytinu, og hans aðalstarfi þar er að mestu tengdur listum og list- kynningum ýmiss konar og þá ekki síst tónlistar- kynningum. „Þetta er ákaflega jákvæð og upp- byggileg vinna og þess vegna líður mér afarvel í þessu margþætti starfi," segir Kristinn og dreypir á kaffisopanum sem dóttir hans Anna Bryndís var svo indæl að færa okkur í byrjun viðtals. Anna Bryndís býr í sama stigagangi og þeir feðgar, ásamt syni sínum Steinþerg, sem er mikill dýravinur og fjörugur strákur. Hann ásamt Hjör- dísi litlu leit af og til inn til okkar á meðan á spjall- inu stóð, rjóður í framan og sællegur á svipinn. Eins gerði Jón Þorleifur, barnabarn Kristins úr Álf- heimunum, lífsglaður strákur og athugull. Óhætt er að fullyrða að það verður að teljast kostur fyrir þá feðga að geta leitað ráðgjafar og leiðsagnar til Önnu, eftir atvikum. Konan er sögð hreinskiptin og ráðagóð, auk þess að vera áhugasöm um vel- ferð þeirra. Þegar talið berst aftur að strákunum og hvernig hún skynji góðan vilja þeirra í fjölskyldumálunum stendur ekki á svari og augljósri aðdáun, enda fáum þetur kunnugt um gang mála en henni. „Þeir eru mjög sérstakir og fjölskyldutengslin einkenn- ast fremur af sátt og samlyndi en nokkru öðru. Raunar er mjög athyglisvert hvað þeim veitist heimilishald létt og fyrirhafnarlítið," segir dóttirin Anna Bryndís og brosir breitt til strákanna sem sjáanlega horfa hlédrægir og feimnir hvor á annan og segja í kór: „Þetta er nú ekkert til að tala um eða gera að neins konar máli, elskan." Hvað sem orðum þeirra viðkemur þá er Anna ekkert að segja sem ég hef ekki heyrt óskylda láta í veðri vaka. Allir sem til þekkja eru svo innilega sam- mála því að þeim hafi tekist ótrúlega vel að vinna úr viðkvæmum aðstæðum sínum. Sigurður, sonur Kristins, er hljóðfærasmiður, reyndar píanósmiður, og stillir og gerir daglangt við píanó af öllum stærðum og gerðum. Hann er Ijós yfirlitum og afar grannur, með fingur sem ör- ugglega geta fengið lélegustu píanó til að hljóma eins og konsertflyglar ef nauðsyn krefur. Kunnugir segja hann einstaklega tónvísan og kannski ekki að undra þar sem faðir hans er með afbrigðum músíkalskur maður, eins og flestum er kunnugt. Hann segir mjög mikinn mun á nútíma píanóum og þeim sem tilheyra liðinni tíð hvað aldur snertir. „Gömlu hljóðfærin voru smíðuð í höndunum og í þeim liggur mikil vinna og natni, segir Sigurður. „Þau píanó sem smíðuð eru í dag eru verksmiðju- unnin og bera nokkurn keim af færibandinu, satt best að segja. Það er ekki eins mikil sál í þeim og þeim eldri sem eru bæði hljómmeiri og tónninn fyllri og óneitanlega fallegri." Eins og flestir vita er Kristinn ástsæll óperu- söngvari sem um langt árabil hefur giatt landann með túlkun sinni á fjölbreytilegum hlutverkum í ýmsum stórverkum gamalla og nýrra meistara tónlistarinnar. Kristinn er ekki af baki dottinn hvað sönginn áhrærir þó kominn sé á sjötugsaldur. Hann og Sigurður eru báðir ákaflega virkir í kór- starfi karlakórsins Fóstbræðra. Sigurður syngur með starfandi kórnum en Kristinn er aftur á móti í öldungaliði þessa merkilega og starfsama kórs. Öldungadeildin var stofnuð fyrir um það bil þrem áratugum fyrir þá kórfélaga sem gaman hafa af söngnum og félagsskapnum sem honum fylgir en nenna ekki lengur að starfa reglulega sökum aldurs. Kristinn er eins og er formaður þessa öld- ungakórs. Þeir feðgar voru einmitt ekki alls fyrir löngu að halda konsert ásamt félögum sínum í Fóstbræðr- um í Langholtskirkju. Eldri félagar úr karlakórnum Geysi frá Akureyri sungu þarna líka. Öldungarnir fengu frábærar undirtektir og lofsamlega dóma, til dæmis Jóns Ásgeirssonar tónskálds í Morgun- blaðinu, ekki síður en starfandi kórinn. „Kórstarfið hefur ekki í langan tíma verið blóm- legra en einmitt í vetur. Við höfum ekki um árabil verið fleiri starfandi í honum. Það var eins og ein- hver breyting yrði til eflingar almennu kórstarfi fyrir um þaö bil þrem árum," segir Sigurður. Kunnugir segja að fágaðri, fegurri og kraftmeiri rödd en Kristinn hefur heyrist varla þó víða væri leitað og virðist eins og aldur hans hafi fáu þar um breytt. Enda hefur mér verið sagt að á hans yngri árum hafi hann fengið mjög freistandi tilboð um atvinnu í óperuhúsum erlendis. Heyrst hefur að ást hans og elska til fjölskyldunnar og Hjördísar konu sinnar hafi verið með þeim hætti að hann kaus fremur að vera hér, þar sem þeim leið vel, en að gera garðinn frægan erlendis. Fjölskyldan var honum meira virði en mögulegur frami. „Hugsaðu þér, Jóna, hvað það er dásamlegt þegar kannski maður um nírætt hefur upp raust sína og syngur nánast af sama léttleika og þrótti og tvítugur piltur, eins og gerðist einmitt á dögun- um,“ segir Kristinn og brosir. „Það er holt. og gott að syngja þrátt fyrir að ellin sé farin að sækja okk- ur suma heim í seinni tíð,“ segir hann og lygnir ■ „Sannleikurinn er sá,“ segir Sigurður, „að eftir á séð sér maður hvað það var rétt afstaða sem Ágústa, móðir Hjördísar litlu, tók í veikindum sínum þegar hún ákvað að láta dóttur sína fylgjast gaumgæfilega með sjúk- dómnum og afleiðingum hans og undirbúa hana því nærfærnislega undir brottför sína til himna ...“ dreyminn aftur augunum og lætur til áhérslu fimm fjöruga tóna líða Ijúflega yfir stofuna okkur sem á hlýðum til mikillar ánægju, enda má hann vel við una, röddin er hreint frábær. Þó hann telji sjálfur einsöngvara ekki beint á toppnum á hans aldri og flesta segir hann hætta einsöng um fimmtugt. Spyrli er kunnugt um að kórar fóru töluvert fyrir brjóstið á Tómasi Guðmundssyni skáldi á tímabili en Ævar Kvaran leikari læknaði hann af þessum kórapirringi þegar hann sagði eitt sinn við hann: „Betra er að hafa einsöngvara í kórum en í hóp- um laustengda á almannafæri. Það er skelfileg til- hugsun, Tómas minn, að hafa kannski 50 til 60 sólista „on the loose" á hvers manns færi. Sigurður hefur verið í Fóstbræðrakórnum á annan áratug og var sæmdur fyrir þó nokkru tíu ára þjónustumerki kórsins. Hann segir þá kór- félaga hafa farið víða um veröldina í söngferðalög og nefnir því til áréttingar meðal annars Bandarík- in og Evrópu. „Ég hef sjálfur farið í tvær slíkar ferðir og verður það mér ógleymanlegt. Kórstarfið er mjög öflugt og afar gefandi tómstund, enda fara vinsældir kóra mjög vaxandi, sem betur fer,“ segir hann og Ijómar allur í framan. Rétt í þessu kemur Hjördís litla inn og eftir að hafa tekið utan um hálsinn á Sigurði fósturföður sínum og kysst hann létt á kinnina heilsar hún mér, feimin. Hjördís litla er afar efnilegt, hamingju- samt og fallegt barn. „Hún fæddist reyndar daginn sem mamma var kistulögð. Það var yndislegt að fá aftur Hjördísi í fjölskylduna," segir Sigurður um leið og Hjördís hleypur aftur út. ( framhaldi af þessu fýsir spyril að fá að vita hvernig þeir feðgar skipta með sér verkum og þá ekki bara í uppeldi Hjördísar litlu heldur og ekki síður almennum húsverkum, þar sem báðir vinna úti daglangt. Sigurður er þó öllu frjálsari þar sem hann er sjálfstæður atvinnurekandi. „Eins og sést greinilega á holdafarsmun okkar er það pabbi sem sér um matseldina og borðar svo allan af- raksturinn. Ég vaska oftast upp þó pabba finnist endilega að hann sé nánast stöðugt við vaskinn," segir Sigurður og brosir, enda vart hægt að hugsa sér ólíkari menn í útliti. „Hvað er að heyra í þér, drengur," segir faðir hans og setur í brýrnar. „Ég hef ekki í langan tíma verið léttari. Manstu hver þvoði öll glösin upp í síðustu viku?“ segir hann og horfir kíminn á mig. „Já,“ segir Sigurður. „Ég veit líka hver drekkur kaffið sitt nánast úr þeim öllum.“ (framhaldi af þessu, sem óneitanlega minnir á venjulegar hjónaerjur, hlæjum við öll þannig að tárin renna niður kinnarnar og ekki síst hjá Kristni, sem er, eins og Sigurður, mikill húmoristi. „Sigurður er öllu tæknivæddari en ég og eðli- lega sér hann því um þvottavélina þó ég neiti því ekki að ryksugan er nokkuð höll undir mig, án þess að sá áhugi sé beint endurgoldinn,“ segir hann og hefur greinilega gaman af undrunarsvip þeim sem kemur á spyril. Dóttirin Anna, sem hefur allan tímann setjið hjá okkur, segir hlýlega: „Auðvitað hafa þeir sínar áhyggjur eins og aðrir sem eru að ala upp börn og eru líka fyrirvinnur en oftast virðast þeir vinna sig skynsamlega frá þannig óöryggi.“ Feðgarnir horfa feimnislega hvor á annan og Kristinn er fyrri til svars og segir: „Vissulega er það rétt hjá Önnu að maður hefur stundum áhyggjur en málið er bara að svo fremi að þær brjóta ekki á bak aftur góðan vilja og staðfasta trú á lífið og tilveruna er allt í lagi að láta dálitla tilfinningasemi eftir sér við og við.“ Sigurður segist sammála, enda engin ástæða fyrir þá að láta eins og þeir séu einhverjar „hetjur" þó lífshlutverk þeirra í augnablikinu kunni að gefa slíkt til kynna að einhverra mati. „Við erum ósköp venjulegir menn sem bæði getum haft áhyggjur og fundið okkur vanmáttuga, ef því er að skipta," segir hann og lítur til föður síns sem kinkar kolli. Þegar talið berst að annars konar tómstundum en kórstarfinu segir Kristinn: „Sannleikurinn er sá að ég reyni að líta á öll störf mín eins og tóm- stundir og hef vissulega gaman af nánast öllu sem ég geri.“ Feðgarnir eru miklir áhugamenn um knatt- spyrnu og einlægir stuðningsmenn Valsara. Krist- inn æpir sig ennþá hásan á kappleikjum þar sem Valsmenn spila við mótherja. Kristinn segir að eitthvert besta trimm sem hann ástundi sé að fara út á völl og horfa á strákana keppa. „Það fer allt af stað innra með manni og ég kem stundum dauð- þreyttur heim eins og ég hafi í eigin persónu tekið þátt í leiknum þó ég hafi ekki hreyft mig,“ segir hann og dæsir." Spyrill, sem ekki greinir mun á fótbolta og melónu, finnst þessi tilfinningasemi merkileg. Hjördís litla er ekki ýkja spennt fyrir fót- bolta frekar en aðrar stelpur í stofunni og harð- neitar að hún eigi svo mikið sem fótboltaskó. Þeir feðgar hafa leikið golf saman og minnsta kosti einu sinni komið heim með verðlaun sem Kristinn telur að megi rekja til hæfni Sigurðar á þessu sviði. Sigurður er mikill íþróttaáhugamaður. Hann stundar skíðaíþróttina á veturna og tekur Hjördísi með sér. Eins fara þau þó nokkuð mikið í sund. Laxveiðar eru líka til umræðu í spjalli okkar og það kemur í Ijós að Sigurður og Hjördís eiga það til að fara í veiðitúra saman. Á milli þess sem við drekkum kaffi og hlæjum töluvert hef ég af og til gjóað augunum á fagur- lega smíðað selló sem stendur í einu stofuhorn- inu. „Krakkarnir mínir gáfu mér þetta frábæra hljóðfæri þegar ég varð fimmtugur. Það vill þannig til að upphafið að tónlistarnámi mínu var sellónám í Tónlistarskólanum. „Eins og flestir vita er Krist- inn lærður einsöngvari og kennari frá Royal Academy of Music í Lonson. Hann fer undan í 20 VIKAN 15. TBL1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.