Vikan


Vikan - 25.07.1991, Page 29

Vikan - 25.07.1991, Page 29
VÍSINDAMENN RANNSAKA FRÁSÖGNINA Þegar hér var komið sögu ákváðu indversk yfirvöld að setja á fót nefnd vísindamanna til þess að kanna þetta dularfulla mál til fullnustu. Hópur vísindamanna fylgdi stúlkunni til Muttra. Öllum til mikillar furðu virtist hún kannast full- komlega við sig í Muttra þótt hún hefði aldrei komið þangað áður. Hún gat lýst mjög ná- í Jóhannesarguðspjalli fjallar Jesús Kristur um endurholdgun. Kristur segir meðal annars: „Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju ... Undrast eigi, að ég segi við þig: Yður ber að fæðast að nýju. Vindurinn blæs þar sem hann vill, og þú heyrir þyt hans. Samt veistu ekki, hvaðan hann kemur né hvert hann fer. Svo er um þann, sem af andanum er fæddur." kvæmlega þeim breytingum sem átt höfðu sér stað í bænum frá þeim tíma er hún átti að hafa búið þar í fyrri jarðvist. Hún gat einnig án nokk- urrar fyrirhafnar bent á húsið sem hún sagðist hafa búið í. Jafnframt greindi hún réttilega frá öllum breytingum sem gerðar höfðu verið á herbergjum hússins og garðinum. Hún þekkti hvern krók og kima hússins. Hún bar einnig kennsl á hinn gamla „föður“ sinn og „móður" í hópi rúmlega fimmtíu manna. Stúlkan faðmaði að sér „foreldra" sína sem komust mjög við er þeir sáu hana. Einnig þekkti hún aftur „börnin“ sín þrjú frá fyrra lífi, „tengdaföður" sinn og gat jafnvel fundið niðurgrafinn peningasjóð sem hún sagðist hafa falið í fyrra jarðlífi. Vísindamennirnir, sem rannsökuðu Shanti Devi, töldu ómögulegt að skýra frásögn henn- ar á annan veg en þann að hér hefði verið um raunverulegar endurminningar frá fyrra jarðlífi að ræða. Þegar niðurstöður þessarar rann- sóknar spurðust út tóku fleiri vísindamenn að rannsaka frásögn Shanti Devi. Vísinda- mennirnir staðhæfðu að árangurinn af þessum rannsóknum væri sá að svo virtist sem endur- holdgun ætti sér stað. Þeir vildu þó ekki fuil- yrða að endurholdgun væri hin almenna leið mannlegrar þróunar. □ SAM-UTGÁFAN AUGLÝSIR: VARST ÞÚ BÚINN AÐ NÁ ÞÉR í EINTAK? M I l \ Óttar Guðmundsson læknir: Aðstodarlandlæknir: Hvað segir sálfræðin um VÍ Þau geta afhjúpað þig ULL lll 5 "690680 123A7 ■pBXÐJU ÁSKRIFTAR- OG DREIFINGARSÍMI 813122 15. TBL.1991 VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.