Vikan


Vikan - 25.07.1991, Blaðsíða 34

Vikan - 25.07.1991, Blaðsíða 34
ÞYÐING: LINEY LAXDAL LÍFSREYNSLA: Hann neyðir mig tíl að verasér ótrú Það er runninn nýr dagur. Eins og venjulega er ég fyrst á fætur og tek mig til fyrir vinnuna. Áður en ég fer breiði ég sængina yfir minnsta barnið sem sparkar henni alltaf af sér. Ég beygi mig niður og kyssi hann, lykt- ina af honum mun ég muna allan daginn. En mest af öllu vildi ég sjálf leggjast niður og breiða sængina yfir höfuðið, fara aftur að dreyma og láta mér Ifða vel. Tvær síðustu nætur hefur mig aðeins dreymt hann, hann sem ég hef eiginlega ekki rétt til að láta mig dreyma um. I nótt var hann mér týndur og ég leitaði alls staðar að honum. Samt gat ég ekki fundið hann. Og það var erfitt að vakna. Allra helst vildi ég að ég gæti látið mig dreyma áfram því draum- ar krefjast einskis. Ég strýk syni mínum varlega um hárið. Svo fer ég út og loka á eftir mér, lít inn um opnar dyrnar hjá dætrum mínum. Það er enn þónokkur stund þar til maðurinn minn fer á fætur og dagmamman kemur. Það er bæði gott og slæmt að yfirgefa húsið meðan allir eru í fasta- svefni. Ég er bara venjuleg mamma. Samtímis er ég f vinnu sem krefst mikils af mér. Þótt mér líki vinnan vel hlakka ég mest til að koma aftur heim. Öllum finnst allt vera í himna- lagi hjá okkur, allt eins og það á að vera en eins og í sjónum eru alls staðar sker. Við höfum hvort annað, börnin eru heil- brigð og lífið hefur sinn tilgang. Hvað er þá að? Getur maður óskað sér nokkurs fleira? Já, það vantar eitt. Ást og kærleika. Hvað varð af ást- inni? Ég sakna þess tíma er við vorum ekki bara hjón held- ur einnig elskendur og bestu vinir. Ég sakna þess að geta ekki skriðið upp í til hans og hann haldi utan um mig og kjassi mig - okkur líði vel og gleymum öllum skyldum á meðan. Ég veit ekki hvenær þetta breyttist. Stóra spurningin er líka hvort ég hefði nokkuð tek- ið eftir þessu ef gamli kærast- inn hefði ekki komið til sög- unnar. Það var nefnilega eins og aö hverfa aftur um þrettán ár að hitta þennan sjarmör aftur. Hann hafði ekkert breyst. Ég gleymdi mér alveg og þaö sama gerði hann. Hann var þar að auki óbundinn og þurfti ekki að taka tillit til neins. Það var meira en ég gat staðist. En ég vil ekki særa neinn, ekki manninn minn, ekki börnin mín og ekki hann. Hefði verið um meiri ástúö að ræða á milli okkar hjón- anna hefði valið verið auðvelt. Sambúð okkar er bara eins og gamall vani, við höngum sam- an barnanna vegna. Um kynlíf er varla að ræða. Er Ijótt af mér að segja að ég þarfnist þess - sem einfalds þáttar í daglegu lífi og til þess að mér líði betur og geti gefið meira af mér? Ég þarf að finna að ég sé elskuð, ekki bara af börnunum heldur einnig eiginmanninum. Ég þarf að finna að ég sé mikilvæg í lífi hans en hann segir að faðmlög og kossar séu bara fyrir unglinga! Ójú, hann vill kynlíf en sjaldnar og sjaldnar... Og þá á það að gerast í einum grænum hvelli, án faðmlaga og kossa eða nokkurra annarra atlota. Mér finnst ég notuð og hef sagt það við hann. Hann bara hlær og hristir höfuðið svo ég er far- in að halda að ég sé eitthvað skrýtin. í öngum minum segi ég við sjálfa mig að margir hafi það eins og ég og að þetta sé bara eðlileg þróun! Ég vil gera allt til þess að bæta sambúðina og hef sagt manninum mínum að taka mig alvarlega, ella fari ég frá honum. En hann bara hlær. Hann er svo öruggur með sjálfan sig að mér líður illa. Þegar ég reyni að útskýra hvernig mér líður lokar hann mig úti og hlustar ekki einu sinni. Ef ég hefði einhvern grun um aö hann væri mér ótrúr væri auðveldara fyrir mig að fara yfir strikið. En ég veit að hann er það ekki. Hann er samt mjög afbrýðisamur og þar get ég gefið honum högg en ég vil það ekki. Hann er mjög góður faðir og algjör bindindismaður. Útávið er hann fyrirmyndareiginmaður. Mig langar stundum til að öskra yfir því. Ég vildi að hann væri skemmtilegri. Ef ég vil gera eitthvað skemmtilegt verð ég að gera það meö vin- konu minni eða börnunum. Hingað og ekki lengra. Mér finnst ég hreint út sagt neydd til að vera honum ótrú. Síðan ég hitti aftur gamla kærastann verður sú þrá alltaf sterkari og sterkari. Mér liði vel ef ég gæti bara fengið þá báða og börnin líka. Ég veit þó að það er eng- inn möguleiki á því. Ef ég tek þetta skref er hjónabandið búið. Og er ég reiðubúin að taka því? Ég er ekki háð manninum mínum fjárhagslega. Vanda- málið er að ég elska hann enn! Ég er enn ekki orðin þrítug og þessi útþrá stækkar og stækkar. Ég á mörg áhugamál og vinna mín krefst mikils af mér. Mér líður vel í vinnunni, sérstaklega þegar ég finn karl- mennina senda mér aðdáun- araugnaráð. Ég geri ekkert með það, læt mér bara líða vel. Börnin eru líka dugleg að hrósa mér en maðurinn minn tekur ekki eftir mér, hvort sem ég er nakin eða í úlfapelsi. Gamli kærastinn svífur í kringum mig. Hringir i mig í vinnunni og hittir mig þar sem ég segist vera. Við dönsum saman, kyssumst langa, heita kossa sem taka af okkur öll völd. Þetta er erfitt og mér finnst aðeins tímaspursmál hvenær ég fer yfir strikið. En ég veit jafnframt að þá verður ekki aftur snúið. Það er mitt að velja. Ég vil líf sem inniheldur ást og umhyggju. Er það til of mikils ætlast? Börnin gefa mér mikið en ég þarf annað og meira. Ég vil finna að hann gefi mér af sér en ekki bara að ég gefi honum af mér. Stundum held ég að þetta geri mig vitlausa. Hvað á ég eiginlega að gera? □ 34 VIKAN 15. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.