Vikan


Vikan - 25.07.1991, Side 37

Vikan - 25.07.1991, Side 37
 hana þangað til á afmælisdaginn yðar en það er best að þér fáið hana strax ... Næst þegar Harry bauð mér í mat kom ég á undan honum. Frú Anderson opnaði fyrir mér og fylgdi mér inn í stofuna. Skálin, með mynd- inni af Soff íu sálugu, stóð ennþá á arinhillunni, milli frönsku dýrgripanna. - Ég kem til með að sakna yðar, ungfrú Borg, sagði frú Anderson. - Sakna mín? - Hefur herrann ekkí sagt yður það? Frú Anderson var kafrjóð. - Nei, ég hefði átt að skilja það. Hann er ekki vanur að segja frá góðverkum sínum, hann vill ekki heldurtaka á móti þakklæti... Hann er að hugsa um að kauþa handa mér lítið hús úti í sveit. í Sörmland, æskustöðvum mínum. Honum finnst að ég eigi að setjast í helgan stein áður en ég verð orðin of gömul til að njóta þess. Hugsið yður, ungfrú, - augu hennar flóðu í tárum, - lítið hús og ellilífeyrir! Ég veit ekki hvað ég hef gert til að verðskulda slíkt... Hún snökkti hástöfum og ég fór líka að vatna músum. Ég hefði aldrei getað trúað að Harry sýndi svo mikla hugsunarsemi og góðvild. Þegar ég fór að tala um þetta við hann suss- aði hann á mig og breytti um umræðuefni. Hálfu ári síðar flutti frú Anderson í drauma- húsið sitt í Sörmland. Og á einhvern hátt hafði Harry fengið nýja ráðskonu. Hún kom hálftíma eftir að frú Anderson yfirgaf íbúðina. Hún hét frú Lindström. - Hún er mjög snyrtileg og dugleg, sagði Harry þegar ég spurði hvernig hún reyndist. - Getur hún líka búið til mat? spurði ég. Harry vildi að gestir hans væru hrifnir af matnum, enda veitti hann óspart. - Komdu og borðaðu hjá mér á fimmtudag- inn, þá getur þú sjálf dæmt um það. Mér fannst hann mjög ánægður. Þennan fimmtudag var afmælisdagur Harrys. Hann hefur venjulega boðið mér út að borða þennan dag og við höfum oft fengið stór- kostlegan mat. En ekkert gat jafnast á við mat- inn sem frú Lindström bjó til. - Þvílík matreiðslukona, sagði ég og söng henni lof. Þvílík súpa! Þvílíkur búðingur! Hún bjó til ennþá betri mat en frú Anderson. En eftir á að hyggja, hvað var orðið af skálinni með Soffíu sálugu drottningu? - Hún er horfin, sagði Harry stuttaralega. Hann leit í arineldinn með sorgarsvip eins og óþægilegar minningar leituðu á hann. - Sakn- ar þú hennar. - Já, f og með. Ég sakna þess sem hún stóð fyrir. Mér þótti vænt um frú Anderson. - Það þótti mér líka. En það verður ekki á allt kosið. Hann stundi þungan. - Ég varð að velja. Það var annaðhvort um þær báðar að ræða eða hvoruga. Skilurðu það ekki? - Harry! Þú átt þó ekki við að þú hafir keypt húsið handa frú Anderson til að losna við skál- ina... Ég þagnaði við það að frú Lindström kom í dyrnar. - Ég er búin að ganga frá í eldhúsinu, herra, sagði hún. - Osturinn og portvínið er á teborðinu. Og, bætti hún við feimnislega - á eldhúsborðinu er smápakki til yðar. Mig langar til að óska yður innilega til hamingju með af- mælisdaginn. Þetta er svolítið til heimilis- ins ... □ Áður en ég gat sagt orð var hann búinn að leggja á. Ég var viss um að Harry var orðinn eitthvað skrítinn, kannski geggjaður. Frú Anderson var hin heittelskaða heimilishjálp hans og alger- lega ómissandi í piparsveinsíbúð hans. Hún hélt íbúðinni tandurhreinni og bjó til frábæran mat handa gestum hans. Hún hafði verið hjá honum í áraraðir, stundað hann þegar hann fékk gigtarköst, lungnakvef og hálsbólgu. Hún hafði nuddað hann með kamfóruáburði, þveg- ið sokkana hans og hún þekkti hann út og inn og hún tilbað hann. Það var alveg ótrúlegt að eitthvað hefði komið fyrir í hans háttbundna líf- erni sem frú Anderson mátti ekki heyra. Nema þá að hann væri kominn á hættulega aldurinn og hefði falið nakta stúlku í klæðaskápnum. - Nei, það gat ekki verið, ég þekkti Harry of vel til þess. - Ég reyndi eftir mætti að dylja forvitni mína þegar ég kom til Harrys næsta kvöld. En ég hefði ekki þurft að dylja hana því Harry var eins og í öðrum heimi. Ég hefði getað komið í herklæðum með brugðið sverð án þess að hann tæki eftir því. Ég heyrði einhvern hávaða frá eldhúsinu og vissi því að frú Anderson var þar. - Komdu inn í dagstofuna, hvíslaði Harry og lokaði dyrunum varlega á eftir okkur. - Sjáðu! sagði hann með dularfullri rödd og benti á skrautlega barokborðið. - Frú Ander- son gaf mér gjöf. Bak við vasa fullan af blómum stóð einhver hlutur, einna líkastur skál, eins og mammút að lögun, með geysistórum eyrum. Á framhliðinni á þessu samblandi af vasa og skál var mynd af Óskari II Svíakóngi innrömmuð í sænska og norska fánann. Þetta var einhver sá Ijótasti minjagripur frá dögum samningsslitanna sem ég hafði nokkrum sinnum augum litið. - Hvað í dauðanum á ég að gera, tautaði Harry með brostinni rödd. Mér datt í hug álfkonan frá Svante og allt sem Harry hafði sagt um hana svo ég stappaði í mig stálinu. - Þú verður auðvitað að finna henni virðu- legan stað. Þetta er mjög fallega hugsað af frú Anderson. Þetta ætti, sagði ég og hefnigirnin sauð í mér, aö standa á miðri arinhillunni. Ég lyfti skálinn upp og setti hana með miklum til- burðum á arinhilluna á milli tveggja uppáhalds skrautmuna hans, sem voru úr bláu Sévrés- postulíni. Ef ég hefði ekki skemmt mér svona konung- lega hefði ég kennt í brjósti um Harry. Hann stóð grafkyrr og virti fyrir sér skálina, náfölur í framan. Hann lokaði augunum eins og hann væri í ýtrustu neyð. - Guð minn góður! stundi hann, teygði sig eftir viskíflöskunni og skenkti sér þann sterk- asta sjúss sem ég hef augum litið. Harry er mjög varkár við drykkju, eins og allt annað, svo hegðun hans þetta kvöld var mér alger ráðgáta. Hann rétti höndina aftur og aftur eftir viskí- flöskunni, skuggalega ákveðinn á svipinn. Þegar fyrstu gestirnir komu var hann orðinn þvoglumæltur og rambaði til á hælunum á vel burstuðum skónum. Klukkan hálfátta tók hann sér stöðu við arin- inn og hélt langa óskiljanlega tölu fyrir sjálfum sér. Hann studdi sig við arinhilluna. Mild ásjóna Óskars II leit á hann af framhlið skálar- innar. Hálsbindi hans var snúið og hárið hékk fram yfir augun. Ég starði á hann furðu lostin. Svo sá ég skyndilega að það birti yfir svip hans og hann varð stöðugur á fótunum. Mjög hægt mjakaði hann höndinni í áttina að skál- inni... Hann hreyfði sig snöggt og rétt í því lá Óskar sálugi á gólfinu í þúsund molum. Harry rak upp óp. Hann glennti upp augun og hann gerði fyrir sér krossmark. Þetta var Ijómandi vel leikið ... Það varð dauðaþögn í stofunni. Löng þögn, eins og venjulega kemur á eftir slysförum. Það varð frú Anderson sem rauf þögnina. - Þér megið ekki taka þetta svo nærri yður, sagði hún. - Þetta gerir ekkert til. Ég keypti reyndar tvær samstæður, hin er með mynd af Soffíu sálugu drottningu. Ég ætlaði að geyma 15. TBL 1991 VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.