Vikan


Vikan - 25.07.1991, Page 40

Vikan - 25.07.1991, Page 40
SMÁSAGA EFTIR ANTONY BURGESS ÓÞ/EGILEGT ÁSTAND Eg held aö það besta sem maður getur gert, ef það liggur lík á eldhúsgólfinu og líkið er af eiginmanninum, sé að hita sér gott og sterkt te. Svo að ég setti ketilinn á og lagði á borð en alltaf varð ég að stíga yfir Howard til þess að komast í hillur og skápa. Við erum annars vön að drekka bara mjólk en mér fannst að ég hefði unnið fyrir svolitlu betra. Svo settist ég inn i dagstofuna og sötraði í mig teið og hugsaði um hvað ég ætti að gera. Auðvitað hefði ég átt að kalla í lögregluna en um þetta leyti voru þeir eflaust að hlusta á úrslitin úrfótboltakappleikn- um og athuga veðmiðana sína svo að þeir yrðu örugglega bara ergilegir ef ég færi að ónáða þá. Svo fór ég að hugsa um að hringja beint til Scotland Yard í London. Lík á eldhúsgólfinu var ábyggilega meira í þeirra bransa og svo hafa þeir örugglega svo mikið að gera þar að þeir eru ekki að hlusta á fótboltafréttir. Svo fór ég að hugsa að ég þyrfti á hjálp að halda og yrði að fá góð ráð hjá einhverjum því að ég var í mjög erfiðri aðstöðu, það rann allt í einu upp fyrir mér. Tilhugsunin um þessa erfiðu aðstöðu gerði mig máttlausa í hnjánum. Mér varð fyrst Ijóst hversu alvarlegt þetta var þegar ég var að hella i annan bollann og var næstum búin að missa hann. Morð - morð, morð. En hann hafði verið að hugsa um að myrða mig svo að það var í sjálfsvörn sem ég gerði þetta. Maður myrðir venjulega manninn sinn vegna þess að maður hatar hann en ég elskaði Howard, það vissu allir. Eða þá er eiginmaðurinn myrtur til að ná í peningana hans, eða að taka saman við annan mann en hvorugt var hægt að heim- færa á mig. En allt í einu varð mér hálfflökurt þegar mér datt Red í hug. Og þegar ég fór að hitta hann á hóteli, klædd í minkapelsinn og allt skrautið, og sagðist vera systir hans. Og kerlingarskratt- inn bak við afgreiðsluborðið mundi ábyggilega muna eftir því, því að hún hafði starað á mig eins og augun ætluðu út úr hausnum á henni. Ó, drottinn minn, þvílíkt ástand! Red var sá eini sem gat hjálpað mér. En hvar var hann að finna? Bjó hann á hótelinu eða var hann farinn aftur til London? Þeir hlutu að vita það á lög- reglustöðinni. En það væri meira en lítið skrítið að fara þangað og spyrja eftir honum og nefna ekki neitt að ég hefði myrt Howard og að lík hans lægi á eldhúsgólfinu heima hjá mér... Þegar ég var búin að drekka teið, þvo upp og koma ílátunum fyrir í skápnum fór ég upp á loft og hafði fataskipti. Mér fannst það dálítið undarlegt að ég hafði hengt svona vel upp fötin mín eftir að hafa afklætt mig, til að deyja. En Howard hafði líka gert það því að við höfðum alltaf verið snyrtileg, bæöi tvö. Ég klæddi mig í allt aftur og snyrti mig vel og fór svo niður. Ljósið frá lampanum skein a aumingja Howard sem lá á gólfinu í náttfötum og slopp. Já, vesalings Howard. Svo datt mér í hug að Howard hafði lokað bæði forstofu og eldhúsdyrum og að lykilinn minn, sem Red hafði fengið þegar hann bjó hjá okkur, hafði Howard tekið af honum þegar hann fór og ég vissi ekki hvar hann var. Ég leitaði lengi vel en þá datt mér í hug að Howard hafði ætlað sér að opna hurðina um leið og ég gæfi upp andann svo að hann var líklega með lyklana í vasan- um. Þeir voru líka í sloppvasa hans og ég varð að snúa honum við til þess að ná í þá. Ó, ég hefði getað lamið hann fyrir það hvað hann hafði gert allt flókið. Að hugsa sér hvernig nú var komið fyrir mér. Ég klæddi mig í minkapelsinn og fór út. Fyrst datt mér í hug aö fara yfir á „Ljónið" og vita hvort Red væri þar ennþá eða hefði skilið eftir eitthvert heimilisfang. Ég gekk hratt að strætis- vagnastöðinni til þess að fara inn í borgina. Og hverjum haldið þið að ég hafi mætt? Ein- mitt lögregluþjóninum sem hafði komið tvisvar heim til okkar og i bæði skiptin var Red með honum. Hann stansaði og sagði: - Ég vona að þér hafið ekki haft meiri óþægindi af honum, ég á við... - Af hverjum? spurði ég. - Hvað eigið þér við? - Ég á við hann þarna, unga manninn. Hann var á lögreglustöðinni í gærkvöldi og ég ók honum burt. Ég sagði honum að ef hann ekki hætti þessari heimsku yrðum við að taka til annarra ráða. - Hvar er hann? spurði ég. - Ég verð að hafa tal af honum. Ég hugsaði fljótt. - Hann er með útidyralykilinn okkar. - Það var verra, við svo búið má ekki standa, frú. Ég sá hann ganga inn í „Villisvínið og hundinn" fyrir hálftíma. „Villisvínið og hundurinn" var knæpa serh við Howard fórum aldrei á vegna þess að það var hálfsóðalegt þar. En núna neyddist ég til að fara þangað, það varð að hafa það. Allir störðu á mig þegar ég kom inn. Hávað- inn hljóðnaði og karlarnir, sem voru í skutlu- spili, sneru sér við og góndu á mig. En Red var þar, guði sé lof. Hann sneri baki að mér og ég gekk til hans og klappaði á öxlina á honum. Hann horfði undrandi á mig en það var eins og honum létti. - Ég verð að tala við þig, sagði ég. - Það er mjög áríðandi. - Fáðu þér sæti, ég skal sækja handa þér drykk, sagði hann. Þér er skítkalt. - Það liggur mikið á, sagði ég, og viö getum ekki talað saman hér inni. Þá drakk hann úr glasinu sínu og kom með mér út. Og á leiðinni heim til okkar reyndi ég að segja honum hvað hefði komið fyrir og gerði það eins varfærnislega og mér var unnt. Þegar hann loksins skildi hvað hafði komið fyrir snarstansaði hann. - Ó, drottinn minn, þetta getur ekki verið satt. - Jú, víst er þaö satt, sagði ég. Komdu bara og sjáðu það. Svo komum við heim og ég var að vona að eitthvert kraftaverk hefði töfrað Howard burt af eldhúsgólfinu en það var nú ekki svo gott. Hann lá þarna svo sannarlega ennþá. Red varð náfölur og bað guð fyrir sér, aftur og aftur. Svo sagði hann: - Þú verður að hringja í lögregluna, þú neyðist hreinlega til þess. Og þetta er líklega það sem þú rotaðir hann með? Hann hafði tekið hamarinn upp af gólfinu og stóð með hann í hendinni. - Fjand- inn hafi það, þetta er ógeðslegt... Það var augljóst að hann horfði sjaldan á sjónvarp og stundaði ekki kvikmyndahús því að hann setti fingraförin sín alls staðar, ég var auðvitað búin að þurrka út mín fingraför þvf að ég veit að það er það fyrsta sem maður verður að gera ef maður myrðir einhvern. Ég sagði: - Það er auðvelt fyrir þig að tala um að fara til lögreglunnar. En veistu hvaö þeir segja við mig? Já, ég get sagt að okkur hafi orðið sundurorða en þeir munu aldrei trúa því að hann hafi verið ákveðinn í að aflífa sjálfan sig eftir að vera búinn að drepa mig ... Það ættirðu að geta skilið. Og þetta er ekki réttlátt. Hann var búinn að gera okkur lífið erfitt með öllum þessum heimskulegu hugmyndum sínum. Nú er hann dauður og það var það sem hann vildi. Vissulega ekki á þennan hátt en ár- angurinn er sá sami. Ég ætlaði ekki að kála honum en nú hefur það gerst. Að kalla í lög- regluna er bara til að gera þetta ennþá flókn- ara. - Ég ætla nú að gera það samt, sagði Red og var hávær af æsingi. Hann hélt ennþá á hamrinum. - Þaö er best að ég fari út og nái í lögregluþjóninn sem er þarna úti á götu ... - Það verður verst fyrir sjálfan þig, sagði ég. - Þú ert með morðvopnið í höndunum og fingraförin þín eru á öllum hamrinum en ekki mín, því að ég veit hvað maður á að gera. Hann sleppti hamrinum sem datt með dynk í gólfið. Svo þurrkaði hann sér um hendurnar á peysunni sinni. - Og þessi lögregluþjónn hefir illan bifur á þér. - Þetta er nú það skrítnasta sem ég hefi heyrt. Hvaða ástæðu ætti ég svo sem að hafa haft til að myrða hann. En ég hefi líka fjarvist- arsönnun. Ég hefi aldrei heyrt þvílíka vitleysu og nú fer ég ... - Fjarvistarsönnun, ja, svei, sagði ég. - Þú gætir hafa myrt hann núna og ég gæti hlaupið æpandi út á götuna og sagt að þú hafir myrt manninn minn... Þessi bjálfi var búinn aö maka allan hamarinn út í fingraförum. Þeir gætu aldrei sannað að hann hefði ekki drepið Howard. Svo varð ég allt í einu alveg magn-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.