Vikan


Vikan - 25.07.1991, Síða 44

Vikan - 25.07.1991, Síða 44
NÍUNDI HLUTI * 10* Fimmtán mínútum síðar sat Johnny á skrifstofu Bannermans á ný, eins þétt upp að rafmagnsofni og hann gat. Hann virtist enn vansæll og kaldur en hann var hættur að titra. „Johnny ... “ Bannerman settist. „Veistu í raun og veru eitthvað?" „Ég veit hver myrti þær. Þú hefðir náð honum fyrr eða síðar. Þú varst bara of nálægt honum. Þú hefur meira að segja séð hann í þessari glansandi regnkápu. Vegna þess að hann er með stöðvun- arskilti á spýtu og sér um að hjálpa krökkunum yfir götuna á morgnana." Bannerman leit á hann sem þrumu lostinn. „Ertu að tala um Frank? Frank Dodd? Þú ert rugl- aðurl" „Frank Dodd myrti þær,“ sagði Johnny. „Frank Dodd myrti þær allar." Svipur Bannermans var eins og hann vissi ekki hvort hann ætti aö hlæja að Johnny eða sparka í hann. „Þetta er mesta rugl sem ég hef heyrt á ævi minni," sagði hann að lokum. „Frank er góður lög- reglumaður og góður maður.“ Nú kom þreytuleg fyrirlitning í svip hans. „Frank er tuttugu og fimm ára. Þá hefði hann átt að byrja á þessum viðbjóði þegar hann var ekki nema nítján ára. Hann lifir rólegu lífi og býr með móður sinni sem þjáist af háum blóðþrýstingi, skjaldkirtilssjúkdómi og syk- ursýki. Frank Dodd er enginn morðingi." „Morðunum linnti í tvö ár,“ sagði Johnny. „Hvar var Frank Dodd þá? Var hann í bænum?“ Bannerman sneri sér að honum og nú var svip- ur hans hörkulegur og reiðilegur. „Ég vil ekki heyra meira um þetta. Ég þarf ekki að hlusta á þig rægja góðan lögreglumann, mann sem ég ... “ „Mann sem þú lítur á eins og son þinn,“ sagði Johnny hljóðlega. Bannerman var á svipinn eins og maður sem hefur verið kýldur undir beltisstað. Svo varð hann alveg sviplaus. „Burt með þig,“ sagði hann. „Fáðu far með blaðamannavinum þínum. Þú getur haldið blaða- mannafund á leiðinni. En ég svertil Guðs að nefn- ir þú Frank Dodd á nafn þá elti ég þig uppi og hryggbrýt þig. Er það skilið?" „Já, vini mína á blöðunum!" hrópaði Johnny skyndilega. „Sástu ekki að ég svaraði öllum spurningum þeirra? Sat fyrir á myndunum?" Bannerman virtist brugðið, síðan harðnaði svip- ur hans aftur. „Lækkaðu raustina." „Nei, andskotinn hafi það!“ sagði Johnny og rödd hans hækkaði enn. „Ég held þú sért búinn að gleyma hver hringdi í hvernl Ég skal hressa upp á minni þitt. Það varst þú sem hringdir í mig. Svo ákafur var ég nú í að komast hingað!" Kinnar Johnnys voru rjóðar. Varir hans höfðu dregist frá tönnunum. „Þú vilt ekki að það sé Dodd, er það? Það má vera einhver annar, þá skulum við í það minnsta athuga málið en það má ekki vera góði gamli Frank Dodd. Vegna þess að Frank er heiðvirður, hann hugsar um móður sína, hann lítur upp til þín, hann er Kristur stiginn af krossinum nema þegar hann er að nauðga og kyrkja litlar stúlkur og þetta hefði getað verið dófí/'rþín, skilurðu ekki að þetta hefði getað verið þín eigin dó“ Bannerman sló hann. Johnny skall í gólfið. Blóð rann niður kinn hans þar sem lögregluskólahring- ur Bannermans hafði rekist í hann. Rödd Johnnys virtist tilheyra einhverjum öðrum, útvarpskynni eða leikara. „Þú ættir að falla á kné og þakka Guði ryrir að hann skildi ekki eftir neinar vísbendingar, vegna þess að þér hefði yfir- sést þær, vegna þess hvaða tilfinningar þú berð til Dodds. Og þá hefðirðu getað kallað sjálfan þig til ábyrgðar vegna dauða Mary Kate Hendrasen, sem vitorðsmann." „Þetta er ekkert annað en helvítis lygi,“ sagði Bannerman hægt og skýrt. „Ég myndi handtaka minn eigin bróður ef hann væri sá sem stæði að þessu. Stattu upp. Mér þykir fyrir því að hafa sleg- ið þig.“ „Athugaðu það þá,“ sagði Johnny og horfði beint í augu Bannermans. „Berðu dagsetningar og tímasetningar saman við vinnuáætlun Franks. Geturðu það?“ „Ég get það líklega," sagði Bannerman treg- lega. „Vinnuskýrslurnar í skápnum þarna ná fimmtán ár aftur í tímann." „Gerðu það þá.“ „Þetta er rugl,“ tautaði Bannerman fyrir munni sér en gekk að skápnum þar sem gamlar vinnu- skýrslur voru geymdar og opnaði hann. # 11 * Tveir tímar liðu. Klukkan var að nálgast eitt eftir miðnætti. Johnny var þreyttari en hann mundi til að hafa verið síðan hann byrjaði í sjúkraþjálfun hjá Eileen Magown. Góð kona, hugsaði hann út í bláinn. En fólk verður afar taugaóstyrkt í návist við þá sem geta snert hluti og vitað allt um þá. „Þetta sannar ekki neitt,“ sagði Bannerman nú. í rödd hans var uppreisnarhljómur sem setti Johnny út af laginu. En hann var of þreyttur. Þeir voru að horfa á gróft yfirlit sem Johnny hafði sett upp. Það leit svona út: MORÐIN FRANKDODD Alma Frechette (gengilbeina) Þá við störf á 15:00,12.11.1970 bensínstöð PaulineToothaker 10:00,17.11.1971 [ fríi Cheryl Moody (nemi) 14:00,16.12.1971 (fríi Carol Dunbarger (nemi) Nóvember 1974 Tveggjaviknafrí Etta Ringgold (kennari) Almenn 29.10.1975 skyldustörf Mary Kate Hendrasen 10:10,17.12.1975 [ fríi Allar tímasetningar eru „áætlaðar dauðastund- ir“ gefnar upp af dánardómstjóra fylkisins „Nei, þetta sannar ekkert," samþykkti Johnny og neri gagnaugun. „En það útilokar hann ekki beint, heldur." Bannerman rýndi samviskusamlega á yfirlitið. „Hvað með þessa tveggja ára eyðu?“ spurði Johnny. Bannerman blaðaði í vinnuskýrslunum. „Frank var hér við skyldustörf allt árið 1973 og 1974.“ „Hvötin kom þá kannski ekki yfir hann þau ár. Að minnsta kosti ekki eftir því sem við best vitum." „Eftir því sem við best vitum, vitum við ekki neitt," flýtti Bannerman sér að andmæla. „En tímabilið frá síðla árs 1972 til snemma árs 1973? Það eru ekki neinar vinnuskýrslur frá þeim tíma. Var hann í fríi?“ „Nei,“ sagði Bannerman. „Frank og annar lög- reglumaður fóru á átta vikna lögreglunámskeið við Colorado-háskóla í Pueblo. Þeir voru þar frá fimmtánda október til jóla. Ég man að Frank var með hita þegar þeir komu til baka og leit hryllilega út. Hann hafði grennst um tíu kíló. Sagði að það kynni enginn að elda eins og mamma hans þarna.“ Bannerman þagnaði. Eitthvað í því sem hann hafði verið að segja virtist trufla hann. „Hann fór í viku veikindafrí um jólin og var kom- inn aftur í síðasta lagi fimmtánda janúar,“ sagði Bannerman, næstum í vörn. „Líttu sjálfur á vinnu- skýrslurnar." „Ég þarf þess ekki. Ekki frekar en ég þarf að segja þér hvert næsta skref þitt verður.“ „Nei,“ sagði Bannerman. Hann tók upp símann, fann númerið sem hann leitaði að i þykkri skrá og fékk samband við skrifstofu lögreglustjór- ans í Pueblo. Eftir að segja til sín útskýrði hann erindið. „Staðan er þessi," sagði Bannerman. „Hér hef- ur fjöldamorðingi verið á ferðinni sem nauðgað hefur og kyrkt sex konur á fimm undanförnum árum. Við höfum...“ Hann leit upp á Johnny andartak, augu hans særð og hjálparvana. „Við höfum mann grunaðan sem var í Pueblo frá fimm- tánda október 1972 til sautjánda desember. Mig langar að vita hvort þið eruð með óupplýst morð frá þeim tíma, kvenkyns fórnarlamb, á engum sér- stökum aldri, nauðgað, dánarorsök kyrking. Einn- ig myndi ég vilja vita hvort sæðisgreining var gerð ef slíkurglæpurvarframinn. Hvað?...Já, allt í lagi. Þakka þér fyrir, ég bíð hérna. Vertu sæll, Taylor.“ Hann lagði á. „Hann ætlar að grennslast fyrir um mig, athuga þetta síðan og hringja svo til mín aftur.“ Johnny fór yfir að vatnskælinum og fékk sér fullt pappaglas af vatni. Fyrir utan gnauðaði stormur- inn og barði. Bak við hann sagði Bannerman vandræðalega: „Þetta var rétt hjá þér. Hann er sonurinn sem ég hefði viljað eignast. Katrina var tekin með keisara- skurði. Hún getur ekki eignast fleiri börn, læknir- inn sagði að það myndi ganga af henni dauðri." Johnny horfði út um gluggann þótt ekkert væri að sjá. Hann vissi að Bannerman myndi þagna ef hann sneri sér við - það þurfti enga skyggnigáfu til að vita það. „Pabbi Franks dó í vinnuslysi þegar Frank var fimm ára. Hann var svo fullur að hann hefði ekki tekið eftir því þó hann hefði pissað á sig. Frank hefur þurft að vera húsbóndinn á heimilinu síðan. Roscoe segir að hann hafi verið með stúlku á framhaldsskólaárunum en að frú Dodd hafi verið fljót að ganga frá því.“ Það mætti segja mér það, hugsaði Johnny. Kona sem gerir þvílíkt... þetta með klemm- una... við sinn eigin son... þess háttar kona svífst einskis. Hún hlýtur að vera næstum þvi jafngeðbiluð og hann. „Hann kom til mín þegar hann var sextán ára og bað um hlutastarf sem lögreglumaður. Sagði að það væri það eina sem hann langaði til að verða. Mér leist strax vel á hann. Réð hann til að létta undir með okkur og borgaði honum úr eigin vasa. Hann sótti um fullt starf þegar hann út- skrifaðist úr gagnfræðaskóla en þá voru engar lausar stöður. Svo hann fór að vinna á bensínstöð og við réðum hann síðan í júlí 1971. Nú segirðu mér þetta og ég hugsa til Katrinu að ganga framhjá hverjum sem gerði þetta ... og það er næstum eins og einhver sóðaleg sifjaspell. Frank hefur komið heim til okkar, borðað matinn okkar, gætt Katie einu sinni eða tvisvar... og þú segir mér.. Johnny sneri sér við. Bannerman var að þerra augu sín. „Ég vorkenni þér ef þú sérð virkilega svona hluti. Þú ert viðundur, rétt eins og tvíhöfða kýr sem ég sá í sirkus einu sinni. Fyrirgefðu. Ég veit að það er Ijótt að segja þetta." „Biblían segir að Guð elski öll sín sköpunar- verk,“ sagði Johnny. Rödd hans var eilítið óstyrk. „Er það?“ Bannerman kinkaði kolli. „Hann sýnir það á skringilegan hátt, finnst þér það ekki?“ . 12* Um tuttugu mínútum síðar hringdi síminn og Bannerman svaraði að bragði. Talaði stutta stund. Hlustaði. Johnny fylgdist með andliti hans 44 VIKAN 15. TBL 1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.