Vikan


Vikan - 25.07.1991, Síða 45

Vikan - 25.07.1991, Síða 45
KROSSGÁTUGERÐ: GUÐJÓN BALDVINSSON eldast. Hann lagði á og horfði lengi á Johnny án þess að segja orð. „Tólfta nóvember 1972,“ sagði hann. „Mennta- skólastúlka. Þeir fundu hana á akri. Nauðgað og kyrkt. Engin sæðisprufa tekin. Ennþá er þetta engin sönnun, Johnny." „Ég held ekki að þú þurfir neinar frekari sann- anir,“ sagði Johnny. „Og ég held að hann brotni niður ef þú berð það upp á hann sem þú hefur." „Og geri hann það ekki?“ Sýnin á hljómsveitarpallinum þaut aftur að Johnny eins og trylltur, banvænn búmerang. Ánægjulegi sársaukinn, sársaukinn sem minnti á klemmuna, sársaukinn sem staðfesti allt. „Fáðu hann til að taka niður um sig,“ sagði Johnny. * 13 * Blaðamennirnir voru enn í anddyrinu. ( sannleika sagt hefðu þeir líkleg" ekki hreyft sig jafnvel þó þeir væntu þess ekki að málið færi að upplýsast. Vegirnir út úr bænum voru ófærir. Bannerman og Johnny fóru út um gluggann á birgðaskápnum. Bannerman var með þjónustu- byssu sína og handjárnin í beltinu. Eftir örfárra metra göngu gegnum djúpan snjóinn var Johnny farinn að haltra illa en steinþagði yfir því. En Bannerman tók eftir því og nam staðar. „Hvað gengur að þér, sonur sæll?“ „Ekkert," sagði Johnny. Hann var líka farið að verkja í höfuðið aftur. „Eitthvað er það. Það er eins og þú sért fótbrot- inn á báðum.“ „Það þurfti að gera aðgerð á fótleggjum mínum eftir að ég vaknaði úr dáinu. Vöðvarnir höfðu rýrnað. Þeir gerðu við það eins vel og þeir gátu með gerviliðum..." „Viltu snúa við?" Það geturðu sveiað þér uppá. Ég vildi að ég hefði aldrei komið. Þetta er ekki mitt mál. Þetta er maðurinn sem líkti mér við tvíhöfða kú. „Nei, það er allt í lagi með mig,“ sagði hann. Þeir stóðu fyrir framan lítið og snyrtilegt, al- myrkvað hús. „Þetta er húsið,“ sagði Bannerman, og rödd hans var litlaus. * 14* Johnny hafði aldrei séð veiklulegri konu en hina akfeitu Henriettu Dodd. Húð hennar var gul-grá. Hendur hennar voru hreistrugar af exemi. Og eitthvað í augum hennar minnti hann óþægilega á móður hans þegar Vera Smith tók trúaræðin. „Hvað vilt þú um miðja nótt, George Banner- man?“ spurði hún full grunsemda. Rödd hennar var há eins og hjá mörgum feitum konum - minnti á suð í býflugu fanginni í flösku. „Ég þarf að tala við Frank, Henrietta." „Ég ætla ekki að fara að vekja hann!“ æpti hún og hreyfði sig ekki úr dyrunum. „Hann steinsefur vegna þess að þú þrælar honum út! Allar nætur að eltast við fyllirafta inn og út af börum en þér er sama! Ætli ég viti ekki hvað gengur á á þessum stöðum, þessar ómerkilegu druslur sem fegnar gæfu góðum dreng eins og Frank mínum ólækn- andi sjúkdóm fyrir einn bjór!“ Svo sneri hún sér að Johnny og horfði á hann með litlu svínsaugunum sem voru skörp og heimskuleg í senn. „Hver er þetta?" „Sérlegur aðstoðarmaður," sagði Bannerman að bragði. „Ég skal bera ábyrgðina á að vekja Frank.“ „Óóó, ábyrgðina!" kvakaði hún af viðbjóðslegri kaldhæðni og loks gerði Johnny sér grein fyrir því að hún var hrædd. Óttinn streymdi frá henni í daunillum bylgjum - það var þess vegna sem honum varað versna höfuðverkurinn. Fann Bann- erman það ekki? Hún reyndi að loka dyrunum en Bannerman ýtti hurðinni alla leið upp. Rödd hans lýsti þéttri reiði og undir henni hrikalegri spennu. „Hleyptu okkur inn, Henrietta, ég meina það." „Þú getur þetta ekki!" hrópaði hún. „Þetta er ekkert lögregluríki!" „Satt er það en ég ætla að tala við Frank,“ sagði Bannerman og tróðst framhjá henni. Johnny, sem varla vissi hvað hann var að gera, elti. Henrietta Dodd þreif til hans. Johnny tók um úlnlið hennar - og óhugnanlegur sársauki gaus upp í höfði hans sem gerði höfuðverkinn að engu. Og konan fann hann iíka. Þau störðu á hvort ann- að andartak sem virtist vara að eilífu, í hryllileg- um, fullkomnum skilningi. Höfuð Johnnys var eins og þrútin blaðra full af heitu blóði. „Þú vissir þetta?" hvíslaði hann. Feitur, hrukkóttur munnur hennar opnaðist og lokaðist, opnaðist og lokaðist. Hún gaf ekkert. hljóð frá sér. „Þú vissir þetta allan tímann?" „Þú ert djöfull!" öskraði hún á hann. „Þú ert skrímsli... djöfull... ó, hjartað í mér... ó, ég er að deyja ... hringið á lækni.. Johnny sleppti henni og reikaði upp stigann á eftir Bannerman. Fyrir utan kjökraði vindurinn eins og týnt barn. Kjötfjallið Henrietta Dodd sat í tága- stól með sitt risastórt brjóstið í hvorri hendi. 5£rj,'R t/i'Ð SÉR- '/ t>L . STAFurf K' / D- þo/CKÍ KETJPt ÓLo r V CV f |yz ^ > \ SdLö'bR. AFL. HVÍlDÍ Z z Et'AJó 1 PLoC,C, RflFTu/{ /Z 5T/W&S TR.'tTxCx 5Loajú,u « ðfl w. M KRöt HufJD /vty/UT Di/EjlíjH /0 > My/ur H SkJE-L AFuR.£> /miuLí- 'ATT Y s \ / > b UTA-/J stafhum ST ifiJ(*Uf{ 8 > 3 ■ > V' ó'ff FTJPSTi \Í0TRAf{ (05KA 9 / z 3 H 5~ (p > 8 9 /0 // /z Lausnarorð 1-6: SKRIMT 15. TBL1991 VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.