Vikan


Vikan - 25.07.1991, Side 48

Vikan - 25.07.1991, Side 48
Frh. af bls. 13 tveggja keppna og mig grunar aö eigendur Miss Universe séu farnir aö líta hýru auga til þess möguleika að ungfrú Island hreppi Uni- verse-titilinn. Þetta er þó allt sagt með þeim fyrirvara að Svava verður að vilja þetta sjálf. Þessar stelpur þarf að langa til að verða sýn- ingarstúlkur - langa til að vera í þessum bransa - eigi þær að ná árangri." Þess má geta að þessa stundina er Svava stödd í Bandarikjunum i boði Hyatt-hótelkeðj- unnar og býr þar á Hyatt Regency í New York, flaggskipi keðjunnar. FÉKK GREPPITRÝNI f STÓLINN Heiðar hefur löngum haft á orði að íslendingar séu fegursta fólk í heimi. Hann fer enda létt með að verja þá skoðun sína. „Ég fór ungur að starfa erlendis. Þar var ég við störf sem tengjast útliti, fegurð og snyrt- ingu. Þá kom það fyrir hvað eftir annað í mörg- um þjóðlöndum að ég fékk í stólinn þvílík greppitrýni að ég hefði ekki trúað því að annað eins fyrirfyndist. Þá uppgötvaði ég hvað við erum fagurt fólk. Hér get ég lokað augunum á fyrirlestri og beðið einhverja konuna að setjast því ég ætli að sýna förðun. Þetta get ég gert og verið fullkomlega öruggur því ég hef aldrei séð íslenska konu sem ég gæti ekki hugsaö mér að farða og gera glæsilega. Það væri hins veg- ar sjálfsmorð að gera þetta í einhverju öðru landi. Maður gæti fengið eina svo skeggjaða og gasalega, með nef sem næði niður fyrir varir og svo mikla augnlokaskekkju að ekkert er hægt að gera!“ LITGREINING ER SKIPULAGSMÁL Nú er aðaláherslan í starfi þínu á þarfir kvenna. Geta karlmenn ekki sótt eitthvað til þín líka? „Það er ekki fyrr en nýverið að karlmenn eru orðnir mínir viðskiptamenn. Munurinn á kynj- unum felst helst í því að karlmenn fá mun minni þjónustu í þessum efnum en konur svo þeir vita ekki jafnmikið um hvað er á boðstól- um. Þess vegna er mjög gefandi að geta sýnt hópi karlmanna fram á möguleikana. Hér á landi eru menn nefnilega alveg tilbúnir að tak- ast á við útlitstengd mál og elli kerlingu. Ég held líka að flestir íslenskir menn vilji ganga fallega til fara en það hefur svo lítið verið gert til þess að hjálpa þeim. Þeir eru því þakklátari viðskiptavinir en konur, sérstaklega gagnvart litgreiningunni. Margir halda að litgreining sé eitthvað tengt varalit eða farða en þegar þeir gera sér grein fyrir því að þetta er skipulags- mál þá er allt annað uppi á teningnum. Ég er nú kvenrembukarl og hef alltaf reynt að upphefja konuna en eftir að vera farinn að fá karlmenn til mín verð ég að taka undir það margkveðna að karlmenn séu rökvísari en konur. Hjá konum gætir oft óskhyggju í fata- og litavali; þær vilja ekki taka staðreyndum. AÐ KEYRA LÍFBEINIÐ FRAM Eitt dæmi um áhersluna á þarfir kvenna er að ætla mætti áð einungis konur hefðu grindar- botn. Karlmenn fá oft gyllinæð vegna streitu sé endaþarmur þcirra óþjálfaður. Gyllinæö fylgja bólgur sem geta farið alveg yfir í blöðruháls- kirtil en hann stjórnar því að hold rísi. Ég er alltaf að segja konum að þær eigi að eiga sexí undirföt en hvað hefur konan að gera með sexí undirfatnað ef holdið ekki rís? íslenskir karl- menn þurfa nauðsynlega að taka sig á og þjálfa þetta svæði því hérlendis þurfa margir að ganga í gegnum sársaukafulla gyllinæðar- aðgerð. Þessi aðgerð væri í mörgum tilvikum ónauðsynleg ef karlmönnum upp úr tvítugu væri kennt aö þjálfa þennan líkamshluta, á nákvæmlega sama hátt og konum. Bæði karl- ar og konur eiga að herpa og keyra lífbeinið aðeins fram um leið. HVAÐA JAFNVÆGI HEFUR BLESSAÐ KERTIÐ? í dag vita allar islenskar konur undir fimmtugu hvað grindarbotn er og sú umræða þykir sjálfsögð. Aldurinn vill leggjast á bak og herðar kvenna og konur eru oft bognar í öxlum vegna þess að þær hafa óþjálfaðan grindarbotn. Jóna kynfræðingur talar um grindarbotninn út frá kynlífi en ég er að fjalla um grindarbotninn út frá stöðu og hreyfingum. Ég hef oft lýst þessu þannig að grindarbotninn sé kertastjak- inn sem kertið, hryggurinn, stendur á. Sé kertastjakinn óstyrkur, hvaða jafnvægi hefur þá blessað kertið? Þess vegna er það svo mik- ið atriði fyrir hreyfingar og útlit að hafa sterkan grindarbotn.“ ORKAN BRÝST FRAM SEM SPENNA Hvað færðu sjálfur út úr starfinu? „Ánægjuna af því aö hafa aukið gildismat viðkomandi manneskju á sjálfri sér. Þó ég sé að kenna förðun og fatastíl er ég um leið að fá manneskjuna sjálfa upp á hærra plan. Eftir þetta treystir hún sér jafnvel út í eitthvað stærra og meira og ég er hlekkur í því að hún setur sjálfa sig upp á hærra plan. Atvinnulega er ég kannski að hjálpa henni að taka að sér þá stöðuhækkun sem hún var ekki viss um að ráða við en ég get yfirleitt sannfært hana um að taka að sér. Ég fjalla töluvert um sjálfstraust og öryggi því sé fólk óöruggt innra með sér vinnst allt miklu erfiðar. Orkan brýst þá fram sem spenna og ég reyni mikið aö fá fólk til að losa sig út úr þessu.“ HRÆDDIR VIÐ DAÐUR Á hvaö leggurðu aðaláhersluna í starfinu? „Að hjálpa fólki að upplifa sig meira í gegn- um sjálft sig. Til dæmis er daður lykill að því að geta notið þess að eldast. Eftir fertugt förum við að efast um æskublómann eins og eðlilegt er. Þá er stórkostlegt að hafa þjálfað það upp með sér að geta vakið athygli hins kynsins. Þar með er komin þessi fullvissa um að maður sé ennþá til og að maður gæti - og þetta er hverj- um og einum nauðsynlegt. Segjum til dæmis aö skilnaður verði á miðjum aldri. Þá er sá aðili sem ekki kann að beita daðri ekkert sérlega vel settur. Þá á ég ekki við að drífa sig á Hótel Sögu og drekka sig fullan heldur að finna al- vörusamband á þroskaðan, fullorðinslegan hátt og þar kemur daður inn í. Við íslendingar erum hræddir við að daðra og það er vitanlega vegna smæðar þjóðfélags- ins. Einnig held ég að það sé af því hve nei- kvæða merkingu orðið hefur, samanberdaður- drós. Ég vil fá inn franska orðið að kókettera. Ég hef oft nefnt okkar glæsilega forseta í þessu samhengi. Vitanlega er frekar óheppi- legt að tala um aö Vigdís daðri. En mikið óskaplega er hún kókett og kókettarar yndis- lega enda lærði hún í Frakklandi. Daður er ekkert annað en hvetjandi samskipti tveggja aðila, sem enginn er kominn til með að segja að séu til þess ætluð að hala einhvern upp í rúm til sín. Þar í liggur þessi misskilningur og ég segi að við þurfum hreinlega annað orð yfir þessi samskipti. Annars er daður bara einn af lyklunum að fyllra lífi.“ BOÐORÐIN ÞRJÚ Hverjir eru þá hinir lyklarnir? „Stóri lykillinn er sá að elska sjálfan sig, ann- ars nenna aðrir ekki að gera það. í kortinu frá Gunnlaugi er einmitt drepið á nokkuð sem ég þarf mikið að berjast við; þetta niðurrif og svartsýni sem mér er hætt við. Annar lykill er að reyna að forðast að ágirn- ast græna grasið hjá náunganum. Að þessi fallegasta og best klædda þjóð í heimi skuli alltaf vera að öfundast og metast um hver hafi það best, það finnst mér vera stærsta þroska- leysi þessarar þjóðar. Því álít ég að það sé lyk- ill að mikilli hamingju þegar hver og einn yfir- vinnur sig hvað þetta varðar. Enn einn lykill er að vera sáttur við sitt hlut- skipti. Sé maður það ekki þá er að breyta að- stæðum. Því listin í lífinu er að kunna að senda fólki Ijós geri það á hluta manns og að biðja fyrir þeim sem breyta rangt gagnvart manni. Annars ganga málin aldrei upp. Ég trúi því að allir séu í eðli sínu góðir og að sá sem breytir rangt geri það af vanþroska. Þá skiptir það höfuðmáli að maður geti gert það upp við sig sem fyrst að biðja fyrir viðkomandi og óska honum alls góðs. Sá sem elur með sér óvild eða hatur til annarra er nefnilega að gefa þeim hinum sömu vald yfir sér. Öll óvild tekur svo mikla orku og völd frá þeim sem á henni elur. Eins og er get ég sagt alveg hreint út, og hef getað sagt í tvö, þrjú ár, að ég ber ekki kala til neins. Ég þurfti að vinna í að hreinsa hann út og það held ég að allt venjulegt fólk þurfi að gera, slíkt gerist ekki af sjálfu sér.“ □ LAUSN SÍÐUSTU GÁTU + + + + + + + + + + B + F K E + + T + + + + + + + + B R 0 Ð U R I N + R + + + + + + + + L A Ð + M i N + B 0 + + + + + + + + A D A N + A M B 0 Ð + + + + + + + + K A T3 E N + A U R A + + + + + + + + A L L S + A N G T R + H T> E M M A + L A 0 S + L A U N + H V f T U + U N D U K + K E + R + S L A K I N N + + U S A + E L L + S i Æ Ð I N A + B U £ + + E N D A R f M + A Ð + + L ó N + s I G N A + Æ Ð I + + + ó S ó M I + E L N I + A q A + S N ó T I N A + u N D A N + R I S T + ó L i N A + E N N I + G L Æ s T A + T ó N N + G I N : Ð E + A r> T_ A Ð + T + D + F i F T L + F A R A ó + S + + H U G + N A R E F N U Ð + + S K + B E R K L A R + G E j G U R P P E D í L + + 0 + A L A G + A R I L ö G A Ð S T 0 Ð A Ð I + R E + + T ó L G R U T D 0 T> G A + + I I A A + G j L + R + A 'T' A + + T U N G L s K I N I + + B R 6 Ð H j ó N A N N A + + N N S N E I Ð + R ó L U F S T + S S + G S E N N A + ó Ð I N N + R 0 K I N U V 0 R j A r? N D Æ G Tí T ðI + 0 F A T> 48 VIKAN 15. TBL 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.