Vikan


Vikan - 25.07.1991, Síða 54

Vikan - 25.07.1991, Síða 54
 Þetta var einmitt sú leið sem ég hafði hugsað mér að fara til að komast til Nýja Sjálands. Hann hafði frá mörgu fróðlegu að segja um ferðalag sitt og okkur varð vel til vina. Niður- staðan varð sú að Jason ákvað að slást I för með okkur um óákveðinn tíma. UM REGNSKÓGA OG Á HÆSTA FJALL TÆLANDS Frá Pæi héldum við til Mai Hong Son sem er lítið vinalegt þorp á landamærum Tælands og Burma. Á leið okkar þang- að töltum við á hæsta fjall Tælands, Doi Inthanon, um tvö þúsund og sex hundruð metra hátt. ( Mai Hong Son urðum við okkur úti um fjalla- hjól fyrir lítinn pening því okkur langaði að skoða feikimikið hellasvæði sem tengist þjóð- sögum landsmanna á einn og annan hátt. Á þessu hella- svæði eru nokkrir lengstu hell- ar Asíu, sá lengsti um það bil tólf kílómetrar á lengd. Eftir tveggja daga hjólreiðar á blautum og sleipum slóðanum í regnskóginum komum við að Cave Lodge. Þar var okkur boðin gisting sem við þáðum með þökkum því að í næsta nágrenni eru nokkrir hellar sem okkur langaði að skoða. MEÐ LEÐURBLÖKUR HANGANDIYFIR OKKUR Spirit Cave, Sáluhellir, ber nafn með rentu því þar voru fornir tælenskir höfðingjar lagðir til hinstu hvilu. Við áttum í mestu vandræðum með að brjótast í gegnum frumskóg- arflækjuna að hellisveggnum og þegar þangað var komið urðum við að klifra uþp þver- hníþtan vegginn til að komast að hellismunnanum. Loks þegar inn var komið og búið að kveikja f kyndlunum upp- lýstist fyrir okkur töfrandi ver- öld sköpuð af óbeislaðri orku náttúruhamfara. Eftir að við Börnin í Tælandl venjast því snemma að gæta yngrl systkina sinna á meðan foreldrarnlr slnna bústörfum. höfðum þvælst um hellinn i tæpa fjóra tíma, klifrandi eða skríðandi, var ekki laust við að við værum farnir að sakna dagsbirtunnar. í hellinum höfðum við uppgötvað eina sjö langbáta, skorna f eintrján- inga. ( slikum bátum voru tæ- lenskir höfðingjar einmitt dysjaðir til forna. Við urðum þess einnig valdandi með kyndlunum okkar að koma styggð að leðurblökuhópum sem héngu í hellisloftinu. Þær leita sér þar skjóls í myrkrinu á meðan dagsbirtan varir og leita síðan út í frumskóginn á næturnar í ætisleit. Að kvöldi erfiðs dags bauð húsbóndinn i Cave Lodge okkur að setjast til borðs og snæða tælenskan kvöldverð sér til samlætis. Það þáðum við með þökkum því tælenskur matur er mjög góður. FÓRUM 27 SINNUM YFIR SÖMU ÁNA Eftir nokkurra daga dvöl í Cave Lodge héldum við enn lengra inn í frumskóginn á fjallahjólunum okkar. Átta tím- um seinna höfðum við farið tuttugu og sjö sinnum yfir sömu ána en okkur hafði verið sagt að eftir að hafa farið svo oft yfir hana ættum viið að yfir- gefa slóðann og ganga niður með henni í rúman klukku- tíma. Þar fundum við svo Wild- erness Lodge og hugðumst hafa þar bækistöð. Dagsferð þaðan er Rauðklettafjall og í 54 VIKAN 15. TBL 1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.