Vikan


Vikan - 14.12.1950, Side 16

Vikan - 14.12.1950, Side 16
16 Jólablað Vikunnar 1950 Pétur leit undrandi á þau, en svo fann hann svíðandi sársauka fyrir brjóstinu, og honum fannst sér liggja við köfnun; það var ekki hjartað, heldur lungun, sem ollu þessum sársauka. Hann sá einkennilegan óttablandinn svip foreldra sinna, og þá óttaðist hann einnig sjálfur. Sjaldgæfar hugsanir, sem hann skammaðist sín fyrir, komu upp í huga hans. Hann var þeim ó- kunnugur; og þó brast hún í grát hans vegna. Hann stóð inni í gamla eldhúsinu, en húsgögnin, kyrrðin og fjarlægur sæv- arniðurinn var allt framandi fyrir honum. Og ekki aðeins framandi, heldur var það ásakandi, — svo undarlega fjandsamlegt. „Hvern mundi langa til að gera mér mein?“ spurði hann ógnandi. ,,Ég skal segja ykkur, hversvegna ég var rekinn. Haldið þið, að ég hafi brotið eitthvað af mér? Þið skammist ykkar fyrir mig, það er sannleikur. En ég var rekinn vegna þess, að ég trúi ekki á guð.“ Foreldrarnir stundu og störðu felmts- fullir á son sinn. Nú skildist þeim, að bandið sem tengdi þau saman, hafði slitn- að. Daginn eftir var sunnudagur. Ibúar þorpsins, sem höfðu séð, að Pétur var kominn aftur, komu í heimsókn og buðu Pétur vingjarnlega velkominn, á meðan hann borðaði morgunmatinn sinn. Faðir- inn bauð honum aftur og aftur meiri mjólk, og þegar hann leit á drenginn, hugs- aði hann: „Sonur minn hefur nú horfið aftur til jarðarinnar. Hann er kominn til að taka við af mér.“ Pétur hafði lokið við að borða. Hann reis á fætur, sló sér á brjóst og hló síð- an hátt eins og gamall bóndi. „Oh,“ sagði hann. „Það er yndislegt að vera aftur kominn heim á meðal fólks, sem maður þekkir.“ Gömul kona, sem sat hokin úti í horni, þurrkaði sér um augun á svuntunni sinni, saug upp í nefið og sagði: „Já, sannarlega, sannarlega. Það má nú segja, Pétur, að römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Nú ertu kominn, og við bjóðum þig öll velkominn. Og Guð gefi, að þú plægir og ræktir jörðina, eins og fað- ir þinn hefur gert.“ Þá gat móðir hans ekki stillt sig leng- ur. „Hann mun aldrei rækta jörðina! Hald- ið þið, að sonur minn sé til einskis betra nýtur en að hokra á dálitlum jarðarskika eins og faðir hans hefur gert?“ „Hvað gengur á, kona?“ þrumaði Rauði Mikki. „Vertu rólegur, pabbi,“ sagði Pétur glað- lega. „Ég mun hvorki verða skrifstofu- maður né bóndi. Ég er listamaður.11 „Hvað?“ hrópaði móðir hans. Allir göptu af undrun. Pétur hló aftur og glettnislegum glampa brá fyrir í aug- um hans. Hann rauk til og opnaði tösk- una sína, sem stóð ennþá á eldhúsgólfinu. „Horfið nú á.“ Hann hélt á yndisfögrum myndum frammi fyrir undrandi hópnum. Síðan tók hann upp pensla, liti og léreft; allt, sem málari þarfnast. Loks tók hann upp stóra skjalatösku, sem hann opnaði með næsta sjúklegum ákafa. „Þessar hef ég gert sjálfur,“ sagði hann og augu hans skutu gneistum, er hann sýndi þeim hverja myndina á fætur ann- arri. „Hérna fáið þið að sjá. Horfið á þessa.“ I stað þess að fyllast hrifningu urðu áhorfendurnii' óttaslegnir. Þarna voru myndir af nöktu fólki, blýantsteikningar af stórskornum villimönnum. Allt var þetta gert með óhugnanlegum, töfrandi krafti. Þetta voru verk hálfmótaðs, stór- brotins snillings; en áhorfendunum fannst þetta aðeins vera safn af myndum af holdi- klæddum djöflum. Án þess að segja orð, laumuðust þeir út úr stofunni. „Jæja, það er þá þetta, sem þú hefur fyrir stafni,“ hvíslaði faðir hans þurri, hásri röddu, og skalf af niðurbældri reiði. Þegar fram liðu stundir, var Pétur smátt og smátt látinn í friði. Milli þess að hinn skapandi máttur greip hann, og hann bjó til stórbrotin listaverk, fór hann 1 róðra með ungu mönnunum í þorpinu, og stundum lenti hann í ástaræfintýrum með ungum, gázkafullum stúlkum. En að lokum skeði dálítið hræðilegt. Gamall maður, sem ungu mennirnir í þorpinu höfðu lengi haft að skotspæni háðs síns, dó. Þeir höfðu komið saman í hreysi hans á kvöldin, spilað á spil, sagt klúrar sögur og gert gys að gamla mann- inum, sem var orðinn elliær. Þegar öld- ungurinn dó kom enginn til að vaka yfir honum, nema nokkrir ungir menn, sem höfðu myndað nokkurskonar drykkjuklúbb eftir heimkomu Péturs. Einn piltanna keypti tvær öltunnur og svo settust þeir hjá hinum framliðna og byrjuðu að drekka. Svallið stóð í tvo sól- arhringa.' Þegar fram liðu stundir sendu þeir eftir trésmiði frá Lisheen, og átti hann að smíða líkkistu. En daginn eftir, þegar kistan var tilbúin, drakk trésmið- urinn sig útúrfullan, og lagðist hjá líkinu í kistuna, sem stóð á miðju kofagólfinu. Þetta var svo ótrúlega lygileg sýn, að allir fylliraftarnir örguðu af undrun. Þá kom Pétur að með teikniblokkina undir hendinni. Undrandi störðu þorpsbúar á, þegar Pétur stillti sér upp við kofadyrnar og fór að teikna þessa hryllilegu sjón, sem bar honum fyrir augu: líkið og trésmiðurinn í kistunni og dauðadrukknir mennirnir í dimmum kofa með signu torfþaki. I nærri heila klukkustund störðu þau á hann í óttablandinni undrun. Of skelkuð til að tala eða taka fram í fyrir honum. Pétur vann eins og hann væri með sótt- hita. Mannfjöldinn í kringum hann óx stöðugt þar til það leit út fyrir að allir íbúar þropsins væru þarna samankomnir. Móðir Péturs kom einnig, en hún stanzaði Russell er 4% árs og hefur synt 22 mílur eftir Mississippifljótinu. Hann ætlar seinna að reyna að synda yfir Ermarsund. Hér er systir hans að maka á hann leir og sandi á Miamiströndinni. þar ekkert. Hún brast í grát og hljóp við fót heim. Loks hætti Pétur að vinna. Hann lagði teikningarnar inn í blokkina og hrópaði yfir mannfjöldann: „Víkið úr vegi.“ Þeir hopuðu á hæl og hann flýtti sér í gegn- um mannþyrpinguna. Enginn reyndi að hindra hann, fyrr en hann var kominn út úr hópnum. En þá heyrðist óánægjukliður, sem varð að reiðiöskrum. „Guðlaus vanhelg- un,“ hrópuðu þeir. „Grýtum hann!“ hróp- uðu aðrir. „Rekum hann burt. Drepum hann!“ Þeir lögðu af stað í áttina heim til Rauða Mikka, og tóku upp steina af veginum. Á meðan hafði Pétur komizt heim. Þeg- ar foreldrarnir sáu hann, horfðu þau á- sökunaraugum á hann. „Snautaðu út úr húsi mínu,“ sagði Rauði Mikki. „Taktu þessu rólega, pabbi,“ sagði Pét- ur stillilega, „ég skal fara. Nú hef ég skap- að meistaraverk.“ Hann tók fram teikningarnar, sem hann hafði gert. Þau horfðu óttaslegin á þær. „Almildi himnafaðir, miskunna þú oss,“ hrópuðu þau bæði. Þegar Pétur sá hræðslu þeirra, varð hann einnig óttasleginn. Hann féll á kné frammi fyrir móður sinni. „Móðir mín, móðir mín,“ hvíslaði hann, „horfðu ekki svona á mig. Talaðu vin- gjarnlega til mín. Fyrirgefðu mér.“ Nú nálgaðist óðfluga trylltur múgur- inn, og Pétur spratt á fætur. Hann þaut til dyranna og skaut slagbrandi fyrir. Augnabliki síðar skall steinaregn á hús- inu. Rúðurnar brotnuðu og það brakaði og brast í hellulögðu þakinu. En í gegnum hávaðann heyrðust reiðiöskur fólksins. Pétur og foreldrar hans fleygðu sér á gólfið, og móðir hans fór að biðjast fyrir hárri röddu. Skyndilega hætti hávaðinn úti fyrir. Síð- an heyrðist lágróma hvísl: „Það er prest- urinn. Présturinn er að koma.“ Felmtsfull- ur hópurinn tvístraðist, og Rauði Mikki opnaði titrandi dyrnar. Hann sá prestinn reka burt síðustu grjótkastarana. Mikki hljóp til hans, féll á kné og greip um fæt- ur hans í biðjandi auðmýkt. Presturinn leit kuldalega á hann. „Stattu upp,“ hrópaði hann. „Sonur þinn hefur leitt bölvun yfir söfnuð minn. Ég gef honum frest til kvölds til að yfir- gefa bæinn fyrir fullt og allt.“ Tæpri klukkustund síðar stóð gamli hesturinn hans Rauða Mikka hlaðinn far- angri Péturs. Faðir og sonur röltu af stað niður veginn í áttina til bæjarins Lisheen, en þaðan ætlaði Pétur að fara með póst- vagninum um nóttina til áfangastaðarins. Það rökkvaði í Liosnamara. Nóttin skall á með kyrrð og frið í hverri fellingu skikkju sinnar, eins og hún vildi færa jörðinni nýjan kraft. En fyrir móður Pét- urs var nóttin ekki mild og líknandi. Eft- irleiðis átti hún árangurslaust að þrá litla soninn, sem hún hafði gælt við, sem hún hafði vakað yfir, en hann deplaði undr- andi augunum framan í hana. Alltaf, og einnig í eilífðinni, þar sem glataðar sálir grétu vegna misgjörða sinna, var hann henni glataður. Hún hafði misst hann fyr- ir fullt og allt. Hún reigði aftur höfuðið, steytti hnef- ana mót himni og hrópaði örvæntingar- full: „Ég leiði bölvun mína yfir . . .“ Skyndilega lét hún hendurnar síga. Tár- in hrundu niður kinnar hennar og hún spennti greipar í auðmjúkri bæn. K. B.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.